Jökull


Jökull - 01.12.1975, Side 69

Jökull - 01.12.1975, Side 69
Mesta fallhæð 500 m Mesta lengd 1300 m Mesta breidd um 200 m ofan Suðurg. 170 m Breidd við Suðurgötu 80 m Aætlað snjómagn á hreyfingu 20.000 m3 Halli í Strengsgili 30—40 gráður Halli neðan gils 10—15 gráður Á árinu 1968 féll síðast verulegt flóð úr gil- inu og braut þá húsið nr. 76 við Suðurgötu og á síðasta vetri (1974) fór lítilsháttar snjóflóð af stað í gilinu, en stöðvaðist skammt neðan við gihð. VESTFIRÐIR, Desember 1974 Snjóflóð við Arnarfjörð. Hinn 20. desember féll snjóflóð hjá Rauðs- stöðuin niður hið sama gil og 1973, er það sleit orkulínuna frá Mjólká. Nú orsakaði flóðið eng- ar skemmdir á línunni, því að strengt hafði verið yfir snjóflóðasvæðið. Breidd hlaupsins var 100 m. Tvö önnur snjóflóð féllu þarna. Annað hljóp niður næsta gil utan við. Breidd þess var 50 m; það féll á milli raflínustaura. Hitt snjóflóðið féll 400—500 metrum innan við bæjarrústir Rauðsstaða. Það hljóp niður dýpsta gilið, sem er á þessum slóðum. Snjódyngjan í öllum snjó- flóðunum þremur var um 1 m á þykkt niðri á sléttlendinu, þar sem þau stöðvuðust. Hlaupið innan við Rauðsstaði var efnismest. Upptök hlaupanna var upp við brún. Tvær snjóskriður féllu dagana 19,—20. des. í Reynishlíð. Greinilega sást, hvar brotnað höfðu stykki í holhengju fjallsbrúnarinnar. Snjóköggl- ar og för eftir þá sáust í fjallshlíðinni og náði dreifin allt niður í fjöru, en litið sem ekkert snjómagn hafði bæst við á leiðinni niður hlíð- ina. Engar skemmdir urðu á orkulínunni. (Heimildarmaður: Ómar Þórðarson, rafstöðv- arstjóri, Mjólkárvirkjun.) 1975, út veturinn 74/75 í upphafi árs 1975 var mikill snjór á Norður- og þó einkum á Austurlandi, einnig var mikill snjór í Mýrdal. I janúarmánuði komu tvær snjó- flóðahrinur, gjörólíkar. Sú fyrri, vot snjóflóð — krapahlaup — á Austfjörðum, stóð í tæpan sólarhring eða hluta úr 1. og 2. janúar. Aust- firðir eru heimkynni votra snjóflóða, samanber Jökul 21. ár bls. 39. Hin síðari herjaði Norður- land, raunar allt norðanvert landið frá Arnar- firði í vestri til Seyðisfjarðar í austri dagana 13.—16. janúar. Það var hrina þurra foksnjó- flóða, einmitt sú tegund snjóflóða, sem er ill- vígust hér á landi. Krapahlaup á Austfjörðum 1. og 2. janúar. (Heimild Gunnsteinn Stefánsson, Egilsstöðum.) Á nýársdag og fram á 2. janúar var vatns- veður og rok á SA-landi. Stöku snjóflóðaspýjur tóku að falla á nýársdag, en aðalsnjóflóðahrinan varð þó ekki fyrr en kl. 1—3 aðfaranótt 2. janú- ar. Þá féll t. d. snjóflóð, sem staðnæmdist að- eins 10 m frá íbúðarhúsinu að Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Hjónin Kristbjörg Sigurðar- dóttir og Sigurður Þorleifsson flýðu urn nóttina að Berunesi með börn sín, dætur tvær, en sjálf sneru þau von bráðar heim aftur, er sýnt þótti, að aðalhættan væri liðin hjá. Á Berufjarðar- strönd einni féllu snjóflóð niður 7 gilskorur a. m. k. Þau slitu girðingar, brutu niður fjár- rétt, báru grjót á ræktað land. Þau eyðilögðu tvo hektara túns, enda jaðra Jressi krapahlaup við að vera aurskriður. Árla morguns 2. janúar féllu tvö snjóflóð hjá Snœhvammi við Breiðdalsvík. Hið ytra braut 2 staura í símalínunni. En það, sem féll nær bæn- um, skall að fjárhúsum, en skemmdi þau ekki og gerði ekki annan miska en að setja nokkurn vatnselg inn í húsin. Þegar slagveðrið stytti upp, var enn mikill snjór eftir í fjallinu, svo að bóndinn Sigurjón Jónsson taldi sig ekki óhult- an með fé sitt, 45 kindur, í húsunum. Hann flutti það á öruggari stað. Það var skynsamleg ráðstöfun, en gjarnan liefði hann einnig mátt taka heyforðann, 150 hestburði, og viði húsanna, því að í næsta hlákublota, sem kom mánuði síðar eða 2. febrúar, féll krapahlaup á ný og tók húsin gjörsamlega. JÖKULL 25. ÁR 67

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.