Jökull


Jökull - 01.12.1975, Síða 82

Jökull - 01.12.1975, Síða 82
liafi heitið Eyjahellir. Það er ekki vitað um nafn á þessum helli. Bæjarhúsin á litmyndasíðu VII eru í Selinu. Nafni minn Björnsson á Kvískerjum hefur sent mér ítarleg bréf í tilefni af bókinni. Hann bendir mér þar á eftirfarandi villur, „sem skemmtilegt væri að laga“, eins og hann orðar það: A bls. 47, 8. línu að neðan stendur marz, en á að vera maí, eins og rétt er farið með í lýsingu á gosinu 1861 síðar í bókinni. Það Ytra Sel, sem nefnt er á bls. 77, var í landi Svína- fells, en ekki Sandfells. Sigurður fræðir mig einnig á því, að það sé rangt hjá séra Magnúsi Bjarnarsyni, að sá Einar, sem hann nefnir í sambandi við gosið 1903 (sjá miðja bls. 117), hafi verið Bjarnason. Einar var Jónsson, Bjarna- sonar. Hann var fæddur 1842 og hefur því get- að borið hlaupið 1903 saman við mörg önnur hlaup, þar eð hann hafði þá dvalið allan sinn aldur í Svínafelli. Eftirfarandi birti ég orðrétt úr bréfi Sigurðar til mín, dagsettu að Kvískerjum á gamlársdag 1974: „A bls. 139 er talað um Jón Pálsson, bónda í Svínafelli [föðurbróður Sigurðar, aths. S. Þ.]. Hann var þekktari sem kennari. Jón fórst í Breiðamerkurjökli 7. sept. 1927. Þetta leiðir hugann að því, að liklega hefur orðið eitt eld- gos í Vatnajökli, sem ekki er getið í bókinni, því þennan dag var stórhlaup í Jökulsá, þó ekki væri það stórt, miðað við Skeiðarárlilaup. Að vísu var þá búin að vera stórrigning og mjög mikið í öllum vötnum, en sá vöxtur sem þá var í Jökulsá var meiri en svo, að hann gæti stafað af regni, því hún var um I km á breidd, og alveg eyralaus. Siðar þetta sumar varð faðir minn var við að aska rauk fram jökulinn í norðanátt, og gæti þetta bent til þess, að eldur sá, sem Olafur Jónsson telur að hafi verið uppi norðan jökla Jjetta sumar, hafi verið sunnar en hann ætlaði. Segja má, að hugsanlegt sé að hlaupið hafi komið úr lóni, og til þess bendir, að ég minnist ekki, að af vatninu væri brenni- steinslykt, en þá er eftir að finna slíku lóni stað, og ólíklegt er að ekki hefði komið hlaup úr því nema í þetta eina skipti, en faðir minn sá ekki neitt líkan vöxt í annað skipti. Eg mun vera yngstur þeirra, sem sáu þetta hlaup, en þó eru a. m. k. þrír aðrir á lífi sem sáu það. Ekki get ég bætt við neinum upplýsingum um hlaupin á þessari öld, sem niáli skipta. Þó er e. t. v. rétt að geta þess, að Ari Hálfdánarson 80 JÖKULL 25. ÁR skrifaði í dagbók 10. júní 1903: Lítils háttar öskufall. Virðist það því ekki hafa verið aðra daga. 25. apríl 1913 (daginn eftir að Skeiðará byrj- ar að minnka) skrifar hann: Jarðskjálftakippur, en hann getur ekki um, hvort þetta var snarpur kippur. Þá er það hlaupið 1867. Magnús Þorsteins- son sagði mér (væntanlega eftir ömmu sinni, Jórunni Magnúsdóttur, sem dó 5. jan. 1924, eða afa sínum, Jóni Þorlákssyni, er dó 31. des. 1916, en þau bjuggu á Hofi frá 1863), að hraðboði hefði komið austur eftir sveitinni seint á laugar- dagskvöldi eða sunnudagsnótt til að láta vita um Skeiðarárhlaup. Hofsmenn brugðu allir við að bjarga lausu heyi og áhöldum, nema Þor- lákur Jónsson (bróðir Eymundar í Dilknesi), en hann fór upp í brekku með sjónauka sem hann átti, strax og nógu var bjart, og taldi hlaupið svo mikið til vesturs (hefur sett hrönn austan við), að engjunum væri ekki hætta búin. Hann fylgdist svo með hlaupinu um daginn, en fór ekki á engjar vegna sunnudagsins. En um nótt- ina kom lilaupið austur og eyðilagði engjarnar algerlega og þar missti Þorlákur ekki aðeins heyið, sem hann átti laust, heldur líka amboðin. Hlaupsins hefur því orðið vart á laugardags- kvöldi og vaxið mjög ört. Seint er nú að safna sögum um skipti Öræf- inga við Skeiðará, en samt er vitað, að ekki var einungis venja að senda hraðboða austur eftir sveitinni, heldur var venja að kveikja í viðar- kesti til áð vekja athygli þeirra, sem á Sand- inum kynnu að vera, á að hætta væri á ferðurn, en má telja víst að þetta hafi bjargað mannslífi a. m. k. einu sinni, og er lítill vafi á, að [rað var árið 1838. Þá sögu sagði mér Helga föður- systir mín, en henni sagði amma hennar. Mað- urinn var afi hennar (ömmunnar)." í bréfi, dags. 23. febrúar 1975, skrifar Sigurð- ur mér, að faðir hans hafi haft það eftir Páli föður sínum, að Svínafellssandar mundu hafa eyðilagst í Skeiðarárhlaupi (mun hafa verið hlaupið 1873), ef ekki hefði viljað svo til, að mikill klaki var í jörð, þegar það kom, en Jrað fór yfir mikinn hluta Sandanna. Hann skrifar þar einnig, að skv. kirkjubók Sandfells hafi það verið 4. ágúst 1861, sem Vigfús Einarsson fórst í jakakeri eftir hlaupið þá um vorið. Hann er jarðaður að Sandfelli í sama mánuði. Sigurður Þórarinsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.