Jökull


Jökull - 01.12.1975, Síða 85

Jökull - 01.12.1975, Síða 85
Jöklarannsóknafélag Islands Skýrsla formanns um störf JÖRFI starfsárið 24. jan. 1974—12. febr. 1975 Góðir fclagar. Þjóðhátíðarárið hefur ekki verið ár mikilla athafna í okkar félagi. Segja má, að félagið sé eins og stendur í einhverskonar millibilsástandi. Skipulag og fjármögnun jökla- og snjórann- sókna hérlendis eru nú í deiglunni. Eins og fé- lagsmönnum er kunnugt, hefur Vegagerð ríkis- ins borið uppi Grímsvatnarannsóknirnar að verulegu leyti hin síðustu árin, sakir þýðingar þessara rannsókna fyrir Skeiðarársandsveginn. En skiljanlega er áhugi Vegagerðarinnar sem slíkrar á jöklarannsóknum takmarkaður fyrst og fremst við svæði sem Grímsvötn og að nokkru leyti Ivötlu vegna hlaupanna. En vegamálastjóri, Áhöld ................................. 40.000 Birgðir af tímar. „Jökli“ . . 36.000 Vatnajökulsumslög ..................... 34.600 Bókasafnið að Hagamel 6 . 10.000 Myndasafn .............................. 7.300 Stofnsjóður Samv.trygginga 500 Bensín á Grímsfjalli .................. 12.000 Gíróseðlar ájrrentaðir..... 12.900 Ógreidd félagsgjöld 1971-74 85.100 Skuldir viðskiptamanna . . . 307.780 1.585.728 Skuldir 1.1. 1915: Skuldir við viðskiptamenn ........ 221.709 Skukllaus eign ................... 1.364.019 1.585.728 Reykjavík 11. febr. 1975 Guttormur Sigbjarnarson Ég undirritaður hef farið yfir reikninga félags- ins og get staðfest að þeir séu réttir. Reykjavík 12. febr. 1975 Eyþór Einarsson sem hefur verið og er félagi okkar rnjög velvilj- aður, hefur lagt til, að kallaður verði saman lundur forstjóra þeirra stofnana, sem hafa, eða ættu að hafa, áhuga á jöklarannsóknum. Þær eru fyrst og fremst, auk Vegagerðar ríkisins, Orkustofnun, en einnig Veðurstofa íslands, Al- mannavarnir og Raunvísindastofnun H. f. og nú síðan áhugi á rannsóknum vegna snjóflóða- hættu er að vakna — enda tími til kominn — bætast við Rafmagnsveitur ríkisins, Póstur og sími og Skipulagsstjóri ríkisins. Ekki hefur orð- ið af þessum fundi enn, en ætlunin er að finna leið til að nefndar stofnanir geti með einhverj- um hætti lagt í sameiginlegt púkk til að styrkja jöklarannsóknir og útgáfu þess tímarits, Jökuls, sem birta á árangur af ofangreindum rannsókn- unt. Og úr því Jökull er nefndur, má bæta við, að okkar útgáfustarfsemi er einnig í deiglunni. 23. árgangur Jökuls kom út á s.l. ári og bar Sveinbjörn Björnsson hita og þunga af ritstjórn- inni. Með þessu myndarlega hefti lýkur 4. bindi Jökuls. En kostnaður við prentun er að fara upp úr öllu valdi, eins og raunar margt annað 1 þvísa landi, þetta hefti kostaði sem sé um eða yíir 800 þús. krónur og er auðsætt, að ekki er auðvelt félagi sem okkar að standa straum af slíku. Skráðir félagar eru nú rúmlega 440 ein- staklingar hérlendis, að auki kaupa Jökul 50— 60 útlendar stofnanir og einstaklingar. Nokkuð hefur verið rætt urn, hvað til bragðs skuli taka. Uppi eru skoðanir um það, að víkka svið Jökuls og gefa hann með einhverjum hætti út í sam- einingu við Jarðfræðafélagið, sem hefur lmg á að hefja útgáfustarfsemi. Einnig hafa verið ræddir þeir möguleikar, að stofnanir þar sem þeir menn starfa, er birta ritgerðir í Jökli, standi að verulegu leyti undir útgáfunni. Annað atriði, sem verður að taka alvarlega, er að sjá til þess að það efni á íslensku, sem Jöklarannsóknafélagsmönnum er boðið upp á í ritinu, liverfi ekki með öllu. Hefur komið mjög til mála, að í Jökli yrðu sérstakar arkir á is- lensku með útdráttum úr ritgerðum á erlendu JÖKULL 25. ÁR 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.