Jökull - 01.12.1981, Side 33
Jökulhlaupaannáll 1977, 1978, 1979 og 1980
SIGURJÓN RIST
Vatnamœlingar, Orkustofnun
I Jökli 26. árgangi á bls. 75 er skrá yfir
jökulhlaup áranna 1974—1976. Hér birtist
annáll næstu fjögurra ára.
SKAFTÁRHLAUP
1977 Hlaup nr. 12. Að kvöldi 6. febrúar hófst
hlaup í Skaftá hjá vatnshæðarmæl-
inum í Skaftárdal.
Hlaupið náði hámarki á þriðja degi
þ. e. a. s. 8. febrúar kl. 15:00. Rennslið
var þá tæpir 800 m3/s. Hlaupinu var að
mestu lokið eftir 5 daga. Við útreikning
á hlaupinu var áætlað, hvað hefði verið
i ánni, ef ekkert hlaupvatn hefði komið.
Síðan var það vatn dregið frá heildar-
rennslinu, og hlaupvatnið þannig
fundið með sæmilegri nákvæmni. Það
No. 12
1Q Gl
250
228 Gl
200
150
100
50
6. 7 8. 9. 10. II 12 13. 14. 15. 16.
|—'-------- FEBRÚAR 1977 ----------—
l.mynd. Skaftárhlaup nr. 12.
vatn sem er í ánni og stafar ekki frá
jökulhlaupinu er hér nefnt „grunn-
rennsli", á ensku „base flow“. Þessi
hugtök eru iðulega í vatnafræðibók-
menntum notuð í nokkuð annarri
merkingu, þ. e. a. s. um stofn þann í
ánni, sem stafar ekki af yfirborðsrennsli.
Ekki myndi fært að kalla vatnið í Skaftá
að frádregnu hlaupvatninu „náttúru-
legt rennsli“ eða „eðlilegt rennsli“, því
að hér á landi er ekkert náttúrulegra og
eðlilegra en hlaupvatnið sjálft. Hlaup-
vatnið reyndist 228 Gl.
Vegurinn heim að Skaftárdal fór í
sundur, eins og vant er í hlaupum af
þessari stærð. Meðan á hlaupinu stóð
fannst brennisteinsþefur víða um land,
t. d. norður á Raufarhöfn og á Mæli-
felli í Skagafirði 8. febrúar og í Reykja-
vík og norðvestur í Króksfjarðarnesi
þann 9.
Hlaupið kom úr eystra ketilsiginu
norðvestur af Grímsvötnum. Bessi Að-
alsteinsson jarðfræðingur á Orkustofn-
un tók myndir úr flugvél 14. febrúar af
nýjum sprungum sigsins. Engin merki
um hreyfingu voru sýnileg við vestra
sigið.
Hlaup nr. 13. Dagana 24.—30. ágúst.
Hlaupvatn 50 Gl, kom úr vestra ketil-
siginu NV af Grímsvötnum.
1978 Ekkert hlaup.
1979 Hlaup nr. 14; 17. — 26. september. Há-
marksrennsli hjá Skaftárdal 640 m3/s
og hlaupvatn 174 Gl. Hlaupið kom úr
eystra ketilsiginu. Meðan á hlaupinu
stóð var hlaupfarvegur inni á fjöllum
JÖKULL 31.ÁR 31