Jökull - 01.12.1981, Page 35
að ástand árinnar gat vart staðið undir
nafninu „jökulhlaup".
1980 Hinn 5. ágúst kom hlaup í Súlu. Hún
náði hámarki kl. 19:00. Flóðtoppur
reiknaður eftir flóðförum 250 m3/s.
Hlaupvatn áætlað 100 Gl. Nokkurt
smáíshrafl var í þessu hlaupi, öllu meira
en venjulegt er.
grímsvatnahlaup/skeiðará
Ekkert hlaup kom í Skeiðará á þessu
fjögurra ára tímabili, enda ekki við því
að búast að óbreyttum núverandi
,,hlaupastíl“ hennar, sem hún tók upp
eftir hlaupið 1938. Af þremur síðustu
Grímsvatnahlaupum var hið fyrsta í
september 1965, hið næsta í mars 1972,
þ. e. eftir 6 ár og 5 mánuði, og hið síð-
asta í september 1976 þ. e. eftir 4 ár og 5
No.27
VATNSDALSHLAUP
5. mynd. Vatnsdalshlaup nr. 27.
mánuði. Helst lítur út fyrir að þurr og
köld sumur lengi bilið milli hlaupa en
hlý og rök flýti fyrir hlaupi. Reynslu-
tíminn frá 1954 er raunar of stuttur
enn, til þess að unnt sé að staðhæfa
þessa reglu.
VATNSDALSHLAUP/KOLGRÍMUHLAUP
1977 Hlaup nr. 27; 27.-30. júlí. Hámark 29.
júlí, kl. 20:00, 624 m3/s. Hlaupið rauf
skarð í veginn hjá brúnni á Hringveg-
inum. Fjöldi bifreiða tepptist frá fyrri-
hluta dags 29. til kl. 2:30 aðfaranótt 30.
Hlaupvatn 43 Gl. Um haustið var tekin
í notkun ný brú á Kolgrímu nokkru
neðar. Hlaup nr. 28; 15.—22. nóvem-
ber. Hlaupvatn 30 Gl.
1978 Hlaup nr. 29; 18. —22. júlí. Hlaupvatn
31 Gl.
1979 Hlaup nr. 30; 2.-7. september. Lítið
hlaup.
1980 Hlaup nr. 31; 21.—26. júlí. Hlaupvatn
nálega 25 Gl.
No.29
-*---Júlí 1978----
VATNSDALSHLAUP
6. mynd. Vatnsdalshlaup nr. 29.
JÖKULL31.ÁR 33