Jökull - 01.12.1981, Page 37
Kverkó /Kreppa/Jökulsó
Dettifoss
10. mynd. Jökulsá á Fjöllum Dettifoss sept.
1980. '
mældist hlaupvatnið 23 Gl, hjá vhm
102 í Jökulsá hjá Grímsstöðum 20,3 Gl,
og loks hjá vatnhæðarmælinum (vhm
20) Dettifossi, 20,6 Gl.
LOKAORÐ
Á þessum fjórum árum, sem annállinn nær
yfir kom ekkert jökulhlaup á óvart og engin ný
fyrirbæri gerðu vart við sig. Ymislegt hefur þó
skýrst og komið greinilegar fram en áður.
Úr sigkötlunum NV af Grímsvötnum
hleypur sitt á hvað, en ekki úr báðum sam-
tímis.
Hlaupin úr Grænalóni eru með sama sniði
og þau hafa verið nálægt tvo áratugi, þ. e. a. s.
tvær eða jafnvel fleiri hlaupskvettur á ári,
yfirleitt síðsumars. Á 30 til 40 ára tímabili
hefur hámark flóðtoppa verið að minnka úr 7
til 9 þús. í 2,5 til 3 þús. m3/s. Nú hefur hægt á
rýrnun jökla, og jöklar sumir hverjir jafnvel
teknir að hækka ár frá ári, því er áríðandi að
vita hvað gerist austan Grænalóns. Isbunkinn
þar ræður vatnssöfnuninni og þá jafnframt
stærð hlaupanna.
JÖKULL 31.ÁR 35