Jökull


Jökull - 01.12.1981, Side 42

Jökull - 01.12.1981, Side 42
Athugasemdir og viðaukar ABSTRACT Glacier variations were recorded at 34 locations. Twenty locations showed retreat, 28 m on the average, 2 tongues were stationary and 12 snouts advanced, 12 m on the average. For the 34 locations the retreat in 1978/ 79 was 13 meters on the average. During the I ist 4 years the glacier tongues have retreated 20 m yearly on the average. Most remarkable is the great retreat of Breiðamerkurjökull at station No. 25 and the retreat of Tungnaárjökull on station No. 14, bul the retreat of Kaldalónsjökull station No. 2 is also remarkable. Haustið 1979 voru lengdarbreytingar mældar á 34 stöðum. Á 20 stöðum hopaði jökuljaðar, stóð í stað á tveimur, en gekk fram á 12 stöðum. Samtals sýndu framskriðsstað- irnir 142 m framskrið, en hopstaðir 574 m hop, þ. e. a. s. hopið mældist 432 m umfram fram- skriðið. Það svarar til 13 m hops að meðaltali á mælistöðunum. Samsvarandi tala haustið 1978 voru 15 metrar. Ályktun, sem draga má af þessum mæliniðurstöðum er hin sama og á sl. ári: „Enn eru jöklar á undanhaldi hér á landi, en svo virðist sem hægt hafi á undanhaldinu. “ I lok vetrar 1979 var nýsnævi í hálendinu undir meðallagi. Vorið var sérstaklega kalt, t. d. var lágmarkshiti hjá veðurathugunar- stöðinni á Hveravöllum í maí alltaf neikvæður þar til á síðasta degi mánaðarins. Sumarið var kalt og jökulár vatnslitlar. Árið 1979 var eitt hið kaldasta á þessari öld. Snœfellsjökull Á mælingaskýrslunni tekur Hallsteinn fram: ,Jökullinn hefur þykknað. Við Jökulháls er 250 m hjarnskafl í lautinni niður af jökul- sporðinum. Mælilínur lengdar að kennileitum fjær jökli.“ Kaldalón í bréfi með mæliskýrslunni segir Aðalsteinn m. a.: „Veturinn eftir áramót ’78/’79 var stórviðralaus, oft vindjagandi og skafrenn- ingur, en snjókoma frekar lítil, þar til í páska- hretinu, gerði þá nokkurn snjó. I maí fór hiti varla yfir frostmark að degi til fyrr en hinn 24., enda hafís landfastur á nokkrum stöðum. Þá gerði hret hér 22. og 23. maí og bætti á snjó. I júní komu ekki næturfrost, en sólarlítið, hitinn komst tvisvar í 13°C. Júlí kaldur, nær sólar- laus, 10. júlí kom skollitur á Selá, svo var hún annars hálf tær. Ágúst sólríkur til höfuðdags, en lengstaf andkaldur. Með höfuðdegi byrjaði veturinn, 6. og 7. sept. var stórhríð hér ofan brúna. Á túninu var krapalagið í ökla. Þann snjó tók ekki upp og varð snælínan í 150 m hæð. I október kom mild haustveðrátta. I nóv. og des. gerði hverja krapahrinuna eftir aðra, svo að klammaði yfir alla jörð.“ Reykjafjarðarjökull Guðfinnur tekur fram á mælingaskýrslunni, að jökullinn sé í lok sumars óvenjusléttur og lítið sprunginn. L e irufjarðarjöku 11 Sólberg segir í bréfi með mælingaskýrsl- unni: „Veturinn var ekki snjóþungur, en vorið frámunalega kalt, kuldar stóðu út að júni. Virkilegt sumar kom ekki fyrr en 20. júlí og stóð fram í endaðan ágúst. Þá fennti í byggð og kuldi var mikill í september. Vetrarsnjóinn tók ekki upp nema af einum fimmta jökuls- ins.“ Hofsjökull Magnús tekur fram varðandi Nauthagajökul, að jökuljaðar sé sléttur og brattur. Framan við jökuljaðar er 5 m há jökulurð 20 m breið, rekja má hana samfellt hátt upp í Hjartafell. Um Múlajökul að vestan segir Magnús: , Jökullinn liggur fram á um 8 m háa mórenu. Mórenukverkin hefur færst fram um 4 m á árinu.“ Um Múlajökul að sunnan segir Magnús: „Lón er vestan mælilínu. Jökuljaðar er skörðóttur og brattur. Lengst framrás á árinu hefur verið 190 m. Þar er 1 m hár mórenuhryggur.“ 40 JÖKULL 31.ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.