Jökull


Jökull - 01.12.1981, Síða 49

Jökull - 01.12.1981, Síða 49
Snjóflóðaannáll áranna 1975—1980 HAFLIÐI HELGIJÓNSSON Veðurstofu Islands, Bústaðarvegi 9, 105 Reykjavík inngangur Þessi samantekt er framhald fyrri snjó- flóðaannála (Ólafur Jónsson 1957, Ólafur Jónsson °g Sigurjón Rist 1971, Sigurjón Rist 1975). Hér verður gerð grein fyrir tjóni af völdum snjó- flóða, staðsetningu þeirra, fjölda á hverjum stað og dagsetningu, en veðurfarslegum að- draganda þeirra og lýsingum á stærðum þeirra sleppt. Ekki er i öllum tilfellum ljóst nakvæmlega hvenær snjóflóð urðu, eða hver fjöldi þeirra var á tilteknum stað, þannig að sums staðar eru óumflýjanlegar eyður. Heimildir eru einkum starfsmenn Vega- gerðar ríkisins og veðurathugunarmenn, en einnig er stuðst við fréttir dagblaða og lands- hlutablaða. Þá hafa greinagóðir menn á nokkrum stöðum látið ýmsar upplýsingar í té. Söfnun gagna um snjóflóð hefur tekið verulegum framförum hin síðustu ár. Nú vinna, t. d., Veðurstofa Islands og Vegagerð ríkisins saman að skipulegri skráningu snjó- flóða. Sérstökum eyðublöðum er dreift til veðurathugunarmanna og starfsmanna Vegagerðarinnar um allt land, og á þau skrá þeir staðsetningar, tímasetningar og upp- lýsingar um tjón af völdum allra snjóflóða sem þeir verða varir við. Auk þess skrá þeir upp- lýsingar um stærðir snjóflóðanna, gerð og eðli. Ennfremur er samvinna með Veðurstofunni °g nokkrum sveitarfélögum um svipaða skráningu. Útfylltum eyðublöðum er síðan safnað saman á Veðurstofu íslands til frekari urvinnslu. Þar er nú m. a. verið að athuga samhengi snjóflóða og veðurs, með það fyrir augum, að geta út frá veðurathugunum og serstökum snjómælingum varað við snjó- flóðahættu. Tiðni snjóflóða er ákaflega misjöfn á hinum dreifðu snjóflóðastöðum. Sums staðar falla snjóflóð árvisst, en sums staðar með áratuga millibili. Hin síðustu ár hefur komið í ljós, að fáeinir staðir skera sig úr hvað snertir snjó- flóðatíðni. Eru þetta vegakaflarnir í Ólafs- víkurenni, Óshlíð, Eyrarhlíð í Skutulsfirði og Breiðadalsheiði, Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði, Súðavíkurhlíð og í Ólafsfjarðarmúla. Á þessum stöðum verða snjóflóð yfirleitt mörg- um sinnum á hverjum vetri, og stundum svo mörg í einu að tugum skiptir. Þykir því rétt, að skipta þessum annál í tvennt; annars vegar í samantekt snjóflóða á víð og dreif um landið, og hins vegar í samantekt snjóflóða hvers vetrar á þessum vegaköflum. Að auki eru svo eftirhreytur frá fyrri tíð, sem hér er komið á framfæri í viðauka. SNJÓFLÓÐ Á VÍÐ OG DREIF Hér er gerð grein fyrir öllu tjóni sem snjó- flóð hafa valdið og Veðurstofu íslands hefur borist vitneskja um. Auk þess eru hér birtar töflur yfir snjóflóðastaðina, fjölda snjóflóða á hverjum stað og dagsetningar snjóflóðanna. Geymd eru þó til næsta kafla snjóflóð þau sem orðið hafa á vegaköflunum áðurnefndu, en tjóns af þeirra völdum er getið hér. Þessa 5 vetur, 1975 — 1980, fórust 5 manns í snjóflóðum. Hafa þá samtals 119 manns látið lífið með þessum hætti frá síðustu aldamótum (Sigurjón Rist 1975). Veturinn 1975—1976 Snjóflóð þessa vetrareru talin upp í 1. töflu. Ekki er vitað til að þau hafi valdið neinu tjóni. JÖKULL 31. ÁR 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.