Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 53
TAFLA 3.
Snjóflóð veturinn 1977 — 1978 — Avalanches in the winter 1977— 1978.
Staður Place Fjöldi snjóflóöa Number of avalanches Dagur Date
Seyðisfjörður:
Borgartangi 4 29/3
Norðfjörður:
Bræðslugjá 1 12/10
Fjallið ofan Neskaupstaðar 7 3/3
Gildrag upp af Þrastalundi 1 26/3
Reyðarfjörður:
Hrafnakambar, Grænafelli 1 17/1
Grænafell 1 27/1
Hrafnakambar, Grænafelli 1 28/2
Stöðvarfjörður:
Þverárgil, skammt frá bænum Stöð 1 20/11
Suðvesturland:
Ingólfsfjall, skammt frá bænum Sogni 1 19/11
Veturinn 1976- 1977
Tjón þennan vetur varð sem hér segir:
Snjóflóð í Ólafsfjarðarmúla, h. 30. nóvember,
skall á jeppabifreið og tók hana fram af
veginum. Maður sem í henni var komst út á
leiðinni svo til ómeiddur, en bifreiðin fór niður
i fjöru og gjöreyðilagðist. Snjóflóð á Tungu-
dal, h. 23. janúar, braut staurasamstæðu í
■■aflínunni til Eskifjarðar. Snjóflóð við Flat-
eyri, h. 5. febrúar, braut 5 raflínustaura, og tvö
snjóflóð á Seyðisfirði, h. 28. april, brutu 8
simastaura og 2 raflínustaura.
Snjóflóð þessa vetrar eru talin upp í 2. töflu.
Veturinn 1977- 1978
Þrír fórust í snjóflóðum þennan vetur. Aðrir
sjó, a. m. k., lentu í snjóflóðum og björguðust.
Hinn 24. febrúar fórst 8 ára drengur í snjóflóði
fyrir ofan Suðureyri við Súgandafjörð. Annar
drengur sem með honum var bjargaðist mikið
slasaður. Hinn 26. mars lentu tveir ungir
menn í snjóflóði fyrir ofan Þrastalund í Norð-
firði, og fórust báðir. Hinn 19. nóvember lentu
hjón með tvö börn í snjóflóði á Ingólfsfjalli,
skammt frá bænum Sogni í Ölfusi. Björguðust
þau öll. Hinn 20. nóvember lentu svo feðgar í
snjóflóði skammt frá bænum Stöð í Stöðvar-
firði og björguðust þeir báðir.
Annað tjón þennan vetur varð það að dag-
ana 26. febrúar og 29. mars skemmdu snjóflóð
tækjabúnað Hitaveitu Siglufjarðar svo, að
veitan varð í bæði skiptin með öllu óstarfhæf.
Að auki brutu snjóflóð í Seyðisfirði, h. 29.
mars, 6 raflínustaura og nokkra simastaura.
Snjóflóð þessa vetrar eru talin upp í 3. töflu.
Veturinn 1978-1979
Hinn 6. mars fórust tveir ungir menn i
JÖKULL 31.ÁR 51