Jökull - 01.12.1981, Page 55
TAFLA 4. - frh.
Staður Place Fjöldi snjóflóða Number of avalanches Dagur Date
Öxnadalur:
Hjallaendagil, við Bakkasel 1 12/4
Gloppufjall 3 12/4
Miðskriðugil 1 12/4
Suður- Þingeyjarsýsla:
Auðbjargarstaðabrekka 1 4/2
Grefilsgil, Dalsmynni 1 12/4
Mjóifjörður:
Stekkjalækir 1 23/5
Suðveslurland:
Þverfellshnjúkur, Esju 1 6/3
snjóflóði undir Þverfellshnjúk á Esju. Voru
þeir á gönguferð á fjallinu ásamt þeim þriðja
sem ekki lenti í flóðinu og slapp því.
Tvisvar lentu ökutæki í snjóflóðum. í bæði
skiptin á Breiðadalsheiði (h. 30. janúar og h.
16. febrúar). í hvorugt skiptið sakaði menn. Þá
tók brúna yfir Grefilsgil i Dalsmynni af í snjó-
flóði h. 12. apríl.
Snjóflóð þessa vetrar eru talin upp í 4. töflu.
Veturinn 1979-1980
Hinn 6. febrúar skall snjóflóð á hefli sem var
að ryðja veginn í Ólafsvíkurenni. Hefillinn
skemmdist nokkuð, en maður sem í honum
var slapp með nokkrar skrámur. Um annað
tjón er ekki vitað.
Snjóflóð þessa vetrar eru talin upp í 5. töflu.
snjóflóð Á NOKKRUM
VEGAKÖFLUM
Fjöldi snjóflóða hvern vetur á vegina í
Ólafsvíkurenni, Óshlíð, Eyrarhlíð og á
Breiðadalsheiði, Kirkjubólshlíð, Súðavíkur-
hlið og Ólafsfjarðarmúla er sýndur í 6. töflu
ásamt fjölda snjóflóðadaga (snjóflóðadagur er
þá sá dagur sem snjóflóð, eitt eða fleiri, hafa
orðið á). Á öllum þessum stöðum eru margir
snjóflóðafarvegir, og hleypur oft í nokkrum
þeirra á svipuðum tíma. Þannig hafa orðið 28
snjóflóð í Ólafsfjarðarmúla á u. þ. b. einum
sólarhring, og 15 í Óshlíð og á Súðavíkurhlíð.
Á hinum stöðunum hafa snjóflóðin orðið flest
5—8 á einum degi.
í Óshlíð hafa orðið flest snjóflóð á einum
vetri. Á tímabilinu desember 1975 til apríl
1976 urðu þar 164 snjóflóð á 41 degi. Hljóp þá
stundum dag eftir dag, en stundum liðu vikur
á milli hlaupa. Fjöldinn var frá einu og upp í
12 snjóflóð hvern snjóflóðadag, en að jafnaði
samsvarar þetta því að 4 snjóflóð hafi orðið
þar fjórða hvern dag. I Ólafsfjarðarmúla urðu
141 snjóflóð á 37 dögum vetrarins 1978—
1979, eða að jafnaði 4 snjóflóð sjöunda hvern
dag. Á hinum stöðunum fjórum hefur snjó-
flóðatíðni ekki orðið neitt þessu lík, en Súða-
víkurhlíð vekur þó athygli að því leyti, að þar
verða snjóflóðin að jafnaði flest samtímis.
JÖKULL 31. ÁR 53