Jökull - 01.12.1981, Side 60
flóðið mikla í janúar, 1975. Þetta er haft eftir
gömlum mönnum, einkum Kolbeini Kristins-
syni fræðimanni og fyrrum starfsmanni
Landsbókasafns. (Heimild: Björn í Bœ)
Hinn 12. febrúar 1974, að nóttu til, féll
snjóflóð utan við Þrastarstaði í Hofshreppi og
tók 100 hesta hey, eyðilagði girðingar og
símalínur. Lengd hlaupsins var um 1 km.
(Heimild: Björn í Bæ)
Segja má að á hverjum vetri falli snjóflóð í
Búðabrekkum í Þórðarhöfða. Upptök eru þá í
brúnum og hlaupin um 100 m löng. Þarna
lenti heimildamaður í snjóflóði i janúar 1921.
(Heimild: Björn í Bæ)
Suður-Þingeyjarsýsla:
Helgina 8.—9. mars, 1975, féllu snjóflóð við
Skarð í Dalsmynni og við Ljósavatn. Ekki
voru þau talin stór, en á báðum stöðum lok-
uðu þau veginum. (Heimild: Dagur 12. mars,
1975)
A usturland:
Að kvöldi hins 25. janúar, 1975, féll snjóflóð
á Oddsskarðslínu og olli rafmagnstruflunum á
Neskaupstað. (Heimild: Morgunblaðið 27.
janúar, 1975)
ABSTRACT
Annals of avalanches for the winters 1975—
1980:
The paper is a continuation of the annals of Jónsson
1957. Jónsson and Rist 1971, and Rist 1975.
Lócations, dates and number of avalanches are
presented in tables and the damage is described.
Additionally, maps are presented to show the
avalanche paths on the most hazardous roads.
HEIMILDIR
Olafur Jónsson 1957: Skriðuföll og snjóflóð.
Bókaútgáfan Norðri.
Olafur Jónsson og Sigurjón Rist 1971: „Snjóflóð
og snjóflóðahætta á íslandi“. Jökull 21:
24—44.
Sigurjón Rist 1975: „Snjóflóðaannáll áranna
1972-1975“. Jökull 25: 47-72.
58 JÖKULL 31. ÁR