Jökull - 01.12.1981, Side 72
Línuritið á 4. mynd sýnir greinilega fylgni
milli horna (hliða)tölu stuðla og meðalþver-
máls þeirra. Því má bæta við, að sá eini
stuðull, sem í einni mælinganna taldist hafa
aðeins 3 hliðar, var ekki nema um 15 sm í
meðalþvermál.
,,Sementið“ tnilli stuðlanna
Af ofangreindum lýsingum má ráða, að ein
af höfuðröksemdum þeirra, sem talið hafa
Kirkjugólf mannaverk, er það sem þeir telja
vera fyllingu milli stuðlanna og Henderson
nefnir „Natural cement", séra Bergur Jónsson
„nokkurskonar kalkart“, Kr. Kálund og
Sigurður Vigfússon sement en Brynjúlfur
Jónsson sandleðju. I raun og veru er hér ekki
um millilag milli stuðlanna að ræða, heldur
nokkurra millimetra þykkt ysta lag á hverjum
stuðli (svo tvö slík liggja hvort að öðru milli
stuðlanna, sbr. 5. mynd). Þetta ysta lag er
fínkornaðra, vegna hraðari kólnunar, en
stuðlarnir innan þess. Það hefur tilhneigingu
til að flagna frá stuðlunum, því hið næsta
innan við það er álíka þykkt lag, poróttara en
bergið utan og innan við það, og veðrast því
hraðar. Þetta lag er hliðstæða við þau sam-
Mynd 5. Millibilin milli stuðlanna í Kirkju-
gólfi.
Fig. 5. The interstices between the Kirkjugólf co-
lumns. — Ljósm. (photo): S. Þórarinsson.
miðja blöðróttu lög, sem sjá má í bólstrum í
bólstrabergi. Verður þessi blöðrumyndun í
sambandi við breytingu á gufuþrýstingi
meðan á kólnun og storknun stendur.
Stcerð Kirkjugólfs
Sem fyrr getur taldi Ebenezer Henderson
Kirkjugólf vera 20X20 fet, en Jtað er um 36
m2. Er hér að líkindum um hreina ágiskun að
ræða. Líklegra er, að A. Aschlund hafi raun-
verulega mælt gólfið, en samkvæmt lýsingu
hans er það 10X14 álnir, og er þá sjálfsagt um
danskar álnir að ræða og flöturinn skv. því um
Mynd 6. Útlínur Kirkjugólfs.
Fig. 6. Sketch map of the outlines of the Kirkjugólf
floor.
70 JÖKULL 31.ÁR