Jökull - 01.12.1981, Side 76
11. mynd. Fellingar nokkru neðan við miðja brekkuna á 10. mynd. — Fig. 11. Detail of the
slope shown on Fig. 10. — Ljósm. (photo); S. Þórarinsson.
hól (Nikhól), sem er gígtappi úr basalti, um 35
m hár, sunnan vegar. Grasbrekkan er um 75 m
há, halli neðst í henni um 20° og fellingarnar
þar orðnar óglöggar vegna túnræktar. Ofar í
brekkunni er hallinn sumsstaðar allt að 40°,
en meðalhalli brekkunnar í heild 35° — 36°. I
þessari brekku höfurn við talið 112 fellinga-
stalla, en sumsstaðar er álitamái hvað telja
skuli einn stall, því hér og þar greinist einn
stallur í tvo, sbr. 12. mynd. Meðal hæðar-
munur milli stalla er um 65 sm, en hæð fram-
brúnar að meðaltali um 20 sm. Meðalbreidd
milli stalla er nálægt 1 m, fremri hlutinn
20 — 30 sm, nokkurnveginn láréttur, en efri
hlutinn með svipuðum halla og brekkan í
heild.
I jarðsilsbrekkum af þessu tagi má oft sjá
sauðkindur ganga eftir stöllunum og eiga þær
líklega einhvern þátt, þó alls ekki afgerandi, í
að skerpa þá.
Brekkan gegnt Eyjarhól er nú komin á nátt-
úruverndarskrá og verður væntanlega friðlýst
sem náttúruvætti.
IV. HELLNASKAGI
OG ALDUR HANS
Vestur úr túninu í Görðum í Reynishverfi,
syðsta býli á íslandi, liggur foksandshryggur,
sem nefndur er Hellnaskagi (13. mynd). Hann
er að mestu þakinn þykkum moldarjarðvegi,
vel grasi grónum, og er hæstur vestan til, urn
15 m að moldarjarðvegi meðtöldum, sem þar
er næstum 4 m þykkur. Foksandurinn er löngu
harðnaður í móhellu. Austur af háhryggnum
eru rústir býlisins Hellar. Að sunnan er
hryggurinn þverbrattur og ganga þar inn
hellar, frá vestri reiknað: Grænkolluhellir (sem
er hruninn), Hestatröð, Bæjarhellir, öðru
nafni Baðstofuhellir, og Heyhellir (hruninn). I
Bæjarhelli dvaldist séra Jón Steingrímsson,
síðar eldklerkur, fyrsta veturinn sem hann
74 JÖKULL 31.ÁR