Jökull - 01.12.1981, Page 77
Mynd 12. Jarðsilsstallar í
brekkunni á 10. mynd séðir
frá hlið. — Fig. 12. Detail of
the terraces on Fig. 10. View
from the side. — Ljósm.
(photo): S. Þórarinsson.
Mynd 13. Hellnaskagi.
Yfirlitsmynd frá suðri.
Timburþilið á myndinni er
í mynni Bæjarhellis. —
Fig. 13. The fossil
Hellnaskagi dunes. General
view from South. The timber
wall high up on the rock wall
is in the mouth of the
Bæjarhellir cave — Ljósm.
(photo): S. Þórarinsson.
dvaldi í Mýrdal. Jón segir svo sjálfur frá i
ævisögu sinni (Sögurit X. 1913—16, bls. 103):
,>Þá ég nú eptir veturnætur 1755 settist að á
Hellum, fékk Einar mér til íveru skemmustofu
fyrir vestan bæjardyrnar. Hún var höggvin
inn i bergið, en ég hjó hana svo stórum lengra
1 bergið, að ég kom þar fyrir rúmi mínu,
borðkorni og bekk og öllu því, er þar meðferðis
hafði og vorum við þar bræður báðir um vet-
unnn og áttum þar það besta og rólegasta líf“.
Annarsstaðar í ævisögu sinni getur séra Jón
Þess, að hann hafi notað dvölina í hellinum
ni- a- til að komast niður í þýskri tungu. Bróðir
Jóns, er þarna bjó með honum veturinn
1755 — 56, var Þorsteinn, síðar bóndi í Kerl-
ingardal.
Bæjarhellir er nú notaður sem fjárkofi og er
þykk taðskán í honum. Mynd 14 er lauslegur
uppdráttur af hellinum. Hann er 5,8 m langur
inn að aðalgafli, en inn úr þeim gafli hefur
kíerkur höggvið útskot um 80 sm inn í bergið
og 1,5 m breitt, með bogadregnu lofti (15.
rnynd). Lofthæð er þar 145 sm. Rétt framan
við útskotið er hún 1,7 m, en 215 sm fremst í
hellinum. Breidd hellisins framan við útskotið
er 2.7 m, en 3.8 m fremst. Meðfram hluta af
langveggjunum eru stallar, 14 m að lengd
hægra megin, en 3 m vinstra megin, og eru
JÖKULL 31.ÁR 75