Jökull - 01.12.1981, Page 78
sýndir með slitnum línum á 14. nrynd. Til
hægri við hellisopið er einskonar afhellir,
2.2X1.4 m sem líklega hefur verið notaður
sem geymsla. Talsvert krot er á hellisveggjun-
um. Mjög æskilegt væri að friða Bæjarhelli
sem þjóðminjar í minningu eldklerksins og
væri þá rétt að friða einnig með sarna hætti
rústir Hellnabæjarins, en Ilellnaskagann
sjálfan ætti að friða sem náttúruvætti.
Svo sem áður var nefnt, er þykkur jarðvegur
ofan á Hellnaskaga. I vorferð 1976 var laus-
lega mælt snið niður í gegnum þennan jarðveg
vestast í hryggnum norðanverðum og sumarið
eftir mældi ég það nákvæmar með aðstoð
nemanda míns, Þorgeirs Helgasonar. Einar H.
Einarsson á Skammadalshóli, sem veit flest
sem vert er að vita um náttúru Mýrdals,
dauða sem lifandi, hafði frætt mig á því, að í
Hestatröð, einum hellanna sunnan í Hellna-
skaga (16. mynd), væri moldarjarðvegur undir
sandskafli (17. mynd) og mældum við Þorgeir
það jarðvegssnið líka. Það snið, ásamt sniðinu
ofan á Hellnaskaga, er sýnt á mynd 18. Til að
tengja þessi snið gjóskutímatali í Mýrdal
Mynd 14. Riss af Bæjarhelli.
Fig. 14. Sketch map of Bœjarhellir.
Mynd 15. Bæjarhellir að
innan — Fig. 15. Interior of
Bœjarhellir. — Ljósm.
(photo): S. Þórarinsson.
76 JÖKULL 31.ÁR