Jökull - 01.12.1981, Page 81
Mynd 19. Fornar
sandhólaraðir í
Reynishverfi og
Dyrhólahverfi. — Kort
Trausta Einarssonar. —
Fig. 19. Map by T. Einarsson
showing rows of fossil danes in
the Mýrdalur district.
Mýrdalnum séu hlaðnir upp í tveimur áföng-
um.
Um aldur eldri foksandsmyndunarinnar í
Hellnaskaga má fá hugmynd með því að bera
jarðvegssniðin í Hestatröð saman við sniðið í
lækjarbakkanum í Selmýri. Nærri botni í
báðum sniðum er gjóskulag, ljóst neðantil,
allmiklu dekkra ofantil, sem örugglega er hið
sama í báðum sniðunum. 20. mynd sýnir
kornastærðardreifinguna í sýnum af þessu lagi
úr báðum sniðunum skv. mælingu Þorgeirs
Helgasonar. Efnasamsetningin er einnig hin
sama, en ljóst er, að þetta lag myndaðist svo að
segja í þann mund er gróðurjarðvegslag tekur
að myndast í Mýrdal og þar eð móhellan
undir því er eldri, hlýtur hún að hafa myndast
mjög fljótt eftir að þetta svæði var orðið
jökulvana og risið úr sjó.
Um aldur yngri móhellumyndunarinnar í
Hellnaskaga er það að segja, að neðra
trefja-(nála) lagið, sem fyrr var á minnst, er
mörg hundruð árum eldra en hið s. k. efra
trefja(nála)lag, sem víða er að finna í Vest-
ur-Skaftafellssýslu. Urn aldur þess er það að
Mynd 18. Jarðvegssnið frá Hellnaskaga og
norður af Vík.
Fig. 18. Soil sections on top of Ilellnaskagi, from the
Hestatröd cave and from a ravine short N of the Vík
village.
Mynd 20. Kornastærðardreifing í ljósa lag-
inu Y í sniðum á 18. mynd.
Fig. 20. Histogram of layer V in the profiles on
Fig. 18.
JÖKULL 31. ÁR 79