Jökull - 01.12.1981, Qupperneq 84
MINNING
Að afloknu heilladrjúgu ævistarfi í þágu lands og
þjóðar andaðist búvisindafrömuðurinn og land-
könnuðurinn Ölafur Jónsson á 86. aldursári.
Meðal jöklamanna er Ólafur best þekktur af rit-
verkinu Skriðuföll og Snjóflóð, sem kom út 1957 í
tveimur bindum, hvort um 550 blaðsíður. Með
þessu gagnmerka ritverki er lagður grundvöllurinn
að íslenskri snjóflóðafræði. Ólafur kannaði ræki-
lega ritaðar heimildir: Annála, tímarit, fjölda bóka
og bréfa. Auk þessa leitaði hann uppi fjölda sjón-
arvotta að ofanföllum víðs vegar um land og at-
hugaði jafnframt ummerki og staðhætti. Ólafur
kynnti sér allar fáanlegar erlendar fræðibækur um
snjóflóð og snjóflóðavarnir t. d. frá Sviss og Noregi
og ritaði kafla í snjóflóðabókina um erlendar snjó-
flóðavarnir.
Aður en Skriðuföll og Snjóflóð kom út var Ólafur
orðinn kunnur meðal jarðfræðinga og annarra sem
unna náttúru landsins, einkum hálendinu, því að
út hafði verið gefið 1945 frá hans hendi stórverkið
Odáðahraun í þremur bindum. Eftir það var hann,
iðulega til aðgreiningar frá fjölmörgum nöfnum
sínum, nefndur Ódáðahrauns-Ólafur. Vel mátti
merkja virðingu í raddblænum þegar menn tóku
það nafn sér í munn. Að sjálfsögðu var Ódáða-
hrauns-Ólafur í liði Akureyringa er þeir björguðu
Geysismönnum af Bárðarbungu haustið 1950.
Lagði Ólafur drjúgan skerf til giftusamlegrar
björgunar ekki hvað síst í skíðagönguferðinni á
jöklinum.
Árið 1976 kom út þriðja stórverkiö Berghlaup eftir
Ólaf Jónsson. Auk þessara þriggja verka sendi hann
frá sér fjölda titla, má þar nefna t. d. ljóð, skáld-
Ólafur Jónsson
F. 23. mars 1895
D. 16. des. 1980.
sögur og æviminningar: Fjöllin blá, Örœfaglettur ogÁ
tveimur jafnfljólum.
Þrátt fyrir þessi miklu ritverk minnist ég þess
vart að hafa heyrt hann nefndan rithöfund. Við
Akureyringar nefndum hann venjulegast einfald-
lega Ólaf i Gróðrarstöðinni, og það var ekki að
ófyrirsynju. Hann var búfræðikandídat frá Land-
búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1924 og
með áframhaldandi sjálfsnámi varð hann há-
menntaður í búvísindum og jarðfræði. Ævistarf
hans voru margþættar gróður- og áburðartilraunir.
Hann var framkvæmdastjóri Ræktunarfélags
Norðurlands um fjölda ára og síðar jarðræktar-
ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Verkin þrjú, sem ég minntist á áðan og hv.ert um
sig virðist sómasamlegur afrakstur ævistarfs, eru
aðeins fristundaverk áhugamannsins. Ólafur í
Gróðrarstöðinni segir sjálfur: „Öræfin hafa tví-
mælalaust veitt mér besta andlega hvíld.“
Ég átti því láni að fagna að kynnast Ólafi allnáið,
einkum innan vébanda Ferðafélags Akureyrar.
Ólafur var afar þægilegur og notalegur ferðafélagi.
II ann var fullkomlega raunsær, hvort heldur rætt
var um veg eða veður. Síðan hélt samstarf okkar
áfram í sambandi við framhald snjóflóðaannála
Ólafs. Hljóp þá Jökull undir bagga sbr. árg. 21, 24
og 25.
Ólafur hvatti landsmenn til að gefa gaum að
snjóflóðahættunni og lagði til að skráning snjóflóða
yrði hafm á kerfisbundinn hátt á Veðurstofu ís-
lands.
Honum auðnaðist skömmu fyrir andlátið að
heyra að málið var komið heillavænlega I höfn.
Sigurjón Rist.
82 JÖKULL 31. ÁR