Jökull - 01.12.1981, Side 87
Þá voru þeir þreyttir,
þyrstir og sveittir.
En páskasveinar prúðir,
þó píndir væru og lúðir,
hræddust engar hrellingar,
hrimþursa né tröllin.
— Þeir komust upp á Kerlingar-
— fannþöktu — fjöllin.
„Fögur er vor fósturjörð“
fjórraddað þeir sungu
hæstri upp á Hofsjökulsbungu.
Nú eru prúðir páskasveinar
með prýði komnir heim,
sólskinið og sælan
sindrar af þeim.
Arið 1938 var farið á Mýrdalsjökul. Farið
var upp Kerlingardalsheiði og Höfðabrekku-
heiði á jökulinn. Til baka eftir stutta ferð
vegna storms og mikilla svellalaga.
Aftur var farið á Mýrdalsjökul 1939. Frá
Fagradal í Mýrdal var haldið austur yfir
Höfðabrekkuheiði á Mýrdalssand, farið var
upp vestan Þakgils inn á Kötlujökul og síðan
vestur eftir Mýrdalsjökli að Sólheimajökli. Þar
voru menn veðurtepptir í tæpa þrjá sólar-
hringa en farið var niður Sólheimajökul að
bolheimum. Tók ferðin 5 daga.
A Eyjafjallajökul var farin 5 daga ferð á
paskum 1940. Farið var upp frá Stórumörk og
haldið austur jökulinn á Fimmvörðuháls og
Goðalandsjökul og komið niður að Skógum.
A páskum 1941 og 1942 var farið upp úr
Fljótshlíð á Tindafjöll og Tindafjallajökul. í
seinni ferðinni var mest frost við hátind 24 stig
en 18 stig við tjaldbúðir.
Aftur var farið á Langjökul 1943 en þá frá
Húsafelli; gengið var að sunnanverðu upp
með Hafrafelli á jökulinn og skyldi stefnt á
Skriðufell en það fórst fyrir, því eftir nær
þriggja sólarhringa tjaldlegu í svartabyl var
tekin stefna á Einifell og komið niður að Geysi
eftir 5 daga ferð.
Frá gönguferðinni á páskum 1944 úr Eyja-
firði yfir Hofsjökul suður á land segir ítarlega
hér á eftir, en 1945 var enn haldið á Langjökul
farið var að Einifelli og á Hagafell og víðar.
Allar voru ferðir þessar hinar ánægjuleg-
ustu. Þær einkenndust af góðri forystu og
traustum skíðagöngumönnum og aldrei henti
neitt óhapp, þótt einu sinni skylli hurð nærri
hælum á Goðalandsjökli, þegar snjóþekja
brast og gínandi jökulgjá opnaðist.
FRA sankti pétri
TIL GEYSIS
Páskaferðin 1944 frá 4. til 15. apríl var
nrikilfenglegri og áhættusamari en fyrri
páskaferðir; hún stóð lengur en þær; fjarlægð
frá næstu byggð meiri, þvi vetursetu höfðu þá
engir á Hveravöllum og meiri líkur voru á
langvarandi stórviðri eins og á daginn kom.
Ákveðið var að gengið skyldi suður á bóginn
og var það talinn kostur, að hin eiginlega
ganga mundi þá hefjast við Sankti Pétur í
900—1000 m hæð yfir sjó og væri því öllu
meira gengið undan fæti en á fótinn; ósk-
hyggja var það svo að með því móti yrði
vindáttin göngumönnum hagstæð. Hér mátti
ekkert bresta eða bregðast, ef vel átti að fara.
Til þess að skíðaferð sem þessi endi farsæl-
lega þarf vissulega góða þjálfun, hreysti og
góðan búnað. Sá búnaður og skíðafatnaður,
sem þá var tiltækur, var ekki sambærilegur við
það sem nú er fáanlegt. Ekki mátti taka með
nema það allra nauðsynlegasta og alls ekki
skilja eftir það sem ómissandi var. Hvorki út-
varps- né senditæki var þó meðferðis.
Mynd 3. Tjaldstaður á Geitlandsjökli 1936.
JÖKULL 31.ÁR 85