Jökull - 01.12.1981, Side 95
Jöklarannsóknafélag íslands
Skýrsla formanns um starfsárið 12.febr. 1980— 26.febr. 1981
Góðir félagar.
>,Arunum fjölgar, fer það eins og gengur,
fáir af slíku hljóta mikinn vinning.“ Þessi orð,
sem eg viðhafði eitt sinn um annan mann, eru
nu tekin að hrína á sjálfum mér. Sem betur fer
er ekki hægt að segja það sama um félagið
okkar. Það er enn á þeim aldri, sem er væn-
legur til aukins þroska með ári hverju og á
síðasta ári hefur sitt hvað skeð, sem vekur
bjartsýni um framtíð þess.
útgáfustarfsemi
A þessu ári hefur það tekist í fyrsta sinni að
koma út tveimur heftum af Jökli, sameigin-
legu tímariti okkar og Jarðfræðafélagsins, og
eru bæði heftin vönduð að efni og frágangi.
Um fyrra heftið, fyrir árið 1978, sá Helgi
Björnsson að mestu og flyt ég honum þakkir
fyrir mikið og gott starf þau ár, sem ritstjórn
Jökuls mæddi að langmestu á honum. Eins og
nefnt var í síðustu ársskýrslu, er árgangur
Jökuls 1979 helgaður yfirliti yfir jarðfræði ís-
lands, sem samið var af nokkrum íslenskum
jarðvísindamönnum í tilefni af alþjóðaþingi
jarðfræðinga í París sumarið 1980. Sem sér-
prent af Jökli dreifðu Frakkar því á alþjóða-
þinginu í þúsundum eintaka og er mér kunn-
ugt um, að það hlaut lof dómbærra manna.
Kristján Sæmundsson var sérlegur ritstjóri
þessa heftis. Hafi hann hugheilar þakkir fyrir.
Þá hefur það skeð, sem jaðrar við krafta-
verk, að Jökull er að kalla má kominn inn á
fjárlög og verður þar vonandi áfram. Flyt ég
hlutaðeigandi ráðherrum og fjárveitinga-
nefnd Alþingis þakkir fyrir skilning á nauðsyn
þess, að halda úti jarðfræðitímariti hérlendis,
er birti aðalgreinar á erlendum málum. Ár-
gangur Jökuls fyrir árið 1980 er nú kominn vel
á veg.
Félagatala er nú rétt um 600.
SKÁLAMÁL
Segja má, að með átaki næstliðinna ára hafi
skálamálum félagsins verið komið í allgott
horf, enda engar framkvæmdir i skálamálum
á því starfsári, sem nú er að enda, utan sú, að
skálinn á Grímsfjalli var bikaður og sá Jón
Isdal um það.
RANNSÓKNIR
Um annan meginþátt félagsstarfseminnar,
jöklarannsóknir, er það að segja, sem gleðilegt
má telja, að ýmsir þeirra er virkjunarmálum
ráða hérlendis, eru farnir að átta sig á þýðingu
þeirrar staðreyndar, að jökull er frosið vatn og
þótt jöklar skríði eru þeir óvænlegri til virkj-
ana en ár þær, sem undan þeim falla, en það
vatn, sem í jöklunum binst, er frá þeim fall-
vötnum tekið. Því hefur búskapur jökla okkar
— og þar með einnig gerð þeirra, undirlag
o. fl., áhrif á orkubúskap þjóðarinnar. Lands-
virkjun fól á sl. ári Helga Björnssyni að kanna
undirlag Tungnárjökuls með radarmæling-
um. Mun Helgi fjalla um þessar mælingar og
fleiri að aðalfundi loknum og hér skal því að-
eins nefnt, að þær fóru fram á tímabilinu 11.
apríl til 15. maí og þátttakendur í leiðangrin-
um voru 7, allir úr félagi okkar, þótt
leiðangurinn væri ekki á vegum þess.
Að venju var farin vorferð á Vatnajökul á
vegum félags okkar og nú einnig að nokkru á
vegum Orkustofnunar. Er eftirfarandi út-
dráttur úr greinargerð, er Kristinn Einarsson,
starfsmaður hjá Guttormi Sigbjarnarsyni,
sendi mér:
Þátttakendur voru 16 og var farið frá
Reykjavík 14. júní, en komið að jökli 20. júní
og héldu flestir til Reykjavíkur sama dag.
Farartæki á jökli voru Jökull I frá Jörfi ogjaki
frá Landsvirkjun.
JÖKULL 31.ÁR 93