Jökull - 01.12.1981, Page 96
Undir stjórn Kristins og Magnúsar Más
Magnússonar voru nú i fyrsta skipti um all-
langt skeið framkvæmdar mælingar utan
Grímsvatna á vetrarákomu á Vatnajökli.
Voru boraðar 8 holur með vélknúnum
kjarnabor Raunvísindastofnunar H. I., á línu
frá Háubungu vestanverðri austur að Goða-
hnúkum, og vatnsgildi mælt. Dýpsta holan var
7,5 m. Var ein holan í Grímsvötnum, mæld
18. júní, og vetrarlagið þar5,7 m, en vatnsgildi
3500 mm. Vatnshæð í Grímsvötnum við
Vatnshamar reyndist vera 1429— 1430 m y. s.
Vonandi verður framhald á ákomumæl-
ingum á jöklinum. Ekki væri síður nauðsyn-
legt að endurmæla einhver þeirra sniða á jökl-
inum, sem áður hafa verið mæld og hefi ég
einkum í huga snið það, sem Magnús Hallgríms-
grimsson mældi milli Grímsfjalls og Kverk-
fjalla. Slíkar endurmælingar gæfu öðru frem-
ur vitneskju um hag jökulsins, hvort hann
hefur þykknað eða ekki á síðustu árum, og ætti
þetta að vera áhugaveröur fróðleikur fyrir þá,
sem vinna að virkjun jökulvatna.
Sigurjón Rist hefur áður haft umsjón með
mælingum á lengdarbreytingum jökla. Eins
og félagsmönnum er kunnugt, hefur hann
verið forfallaður um skeið, en er nú sem betur
fer alveg að ná sér og tveggja ára skýrslu um
lengdarbreytingar senn að vænta.
BÍLAMÁL
Bílamálin eru sem stendur aðalhöfuð-
verkurinn varðandi starfsemi félagsins og
næsta viðfangsefni að koma þeim málum á
réttan kjöl. Helgi Ágústsson, formaður
varnarmálanefndar, hefur haft góð orð um að
hugsa til okkar ef hentugan bíl ræki á hans
fjörur og ég veit, að bílanefnd fylgist með þeim
málum öllum og vantar ekki viljann til að
leysa þessi mál.
FRÆÐSLUFERÐIR
Ekki varð úr fyrirhugaðri Hagavatnsferð
16. ágúst og hafa menn líklega fundið á sér, að
Hekla myndi gjósa daginn eftir. Hin venju-
lega haustferð til Jökulheima var farin
15.—17. september undir stjórn Ástvaldar
Guðmundssonar og var vel heppnuö.
FUNDARHÖLD
Stjórnin, eða hlutar hennar, héldu allmarga
fundi á árinu, einkum vegna útgáfustarfsem-
innar. Á aðalfundi 12. febr. flutti Sigfús
Johnsen, eðlisfræðingur, ítarlegt erindi um
rannsóknir á Grænlandi, aðallega töku ís-
kjarna og mælingu á þeim, en hann hefur
sjálfur tekið þátt í Grænlandsleiðöngrum
mörgum. Fræðslufundur var haldinn á Hótel
Heklu 21. október og sóttu hann um 90
manns. Formaður fjallaði um Heklugosið í
ágúst 1980. Pétur Þorleifsson sýndi myndir.
Árshátíð félagsins, Jörfagleðin, var haldin
að Átthagasal Hótel Sögu 8. nóvember og var
þar minnst þrítugsafmælis félagsins. Var
undirbúningur allur skemmtinefnd, undir
stjórn Soffiu Vernharðsdóttur, til sóma og
hátíðin vel sótt. Veislustjóri var Ásgrímur
Hermannsson. Formaður rakti nokkuð sögu
félagsins, en aðalræðumaður kvöldsins var
Sigurður Steinþórsson.
í tilefni af þrítugsafmæli Jöklarannsókna-
félagsins voru eftirfarandi félagar sæmdir
silfurstjörnu þess:
Eggert V. Briem, Gunnar Guðmundsson,
Hörður Hafliðason, Magnús Jóhannsson,
Ólafur Nielsen og Þórarinn Björnsson.
Sigurður Þórarinsson.
94 JÖKULL 31. ÁR