Jökull


Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 108

Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 108
JARÐEÐLISFRÆÐIRANNSÓKNIR Á KRÖFLUSVÆÐI Axel Björnsson, Freyr Þórarinsson, Ragna Karlsdóttir og Gunnar Johnsen, Orkustofnun Jarðeðlisfræðilegar rannsóknir hófust á jarðhitasvæðunum við Kröflu og Námafjall árið 1970 og hafa staðið með hléum fram á þennan dag. Flugsegulkort af þessu svæði sýnir jákvætt frávik langs eftir miðjum sprungusveimnum og lægri gildi austan og vestan við hann. Þetta stafar væntanlega af umpólun segulsviðs jarðar. Auk þessa eru áberandi tvær staðbundnar segullægðir. Önnur er nær hringlaga og liggur yfir jarð- hitasvæðinu í Námafjalli, en hin liggur um Leirbotna og Leirhnjúk og er greinilega ílöng í VNV-ASA stefnu. Þannig segullægðir yfir háhitasvæðum gætu verið afleiðing hás hita- stigs því tilraunir benda til þess að Curie- punktur nýlegra gosmyndana sé lágur, jafnvel ekki nema 100—300°C. Einnig hefur verið bent á ummyndun og eyðingu magnetíts við háan hita sem hugsanlega skýringu. Þyngdar- mælingar (Bouguer-kort) af Kröflusvæði benda til þess að megineldstöðinni Kröflu fylgi jákvætt frávik miðað við meðalþyngd umhverfisins, sem væntanlega orsakast af þéttum innskotum í rótum eldstöðvarinnar. í gegnum öskjuna sunnanverða liggur lægð, sem er samsíða og rétt sunnan við segulfrávikið. Viðnámsmælingar gerðar bæði með Schlumbergeraðferð og fjórpólaaðferð gefa svipaða mynd af viðnámsdreifingu á Kröflu- svæði. Meginlágviðnámssvæðið, sem er ílangt í VNV-ASA, liggur á milli Leirhnjúks og Vítis. Þetta svæði fellur nokkurn veginn saman við jarðhitaummerki á yfirborði. Minni lágviðnámsbelti liggja í aðalsprungu- stefnuna út úr aðallágviðnáminu, eitt í gegn- um Leirhnjúk og annað um Víti og Hveragil. Lága viðnámið nær niður á 800—1000 m dýpi ogengin merki hafa fundist um lágviðnám þar fyrir neðan, með þessum mæliaðferðum, sem tengja mætti neðri hluta jarðhitakerfisins eða kvikuþró undir því. Nákvæmar segulmælingar á jörðu niðri á vinnslusvæði Kröfluvirkjunar í Leirbotnum sýna aðallega VNV-ASA segulfrávik. Sjálfspennumælingar ná yfir svæðið á milli Leirhnjúks og Vítis, Leirbotna og Hlíðardal suöur fyrir Hvíthólaklif. Þær sýna jákvæð frá- vik yfir jarðhitaummerkjum á yfirborði þ. e. í Leirbotnum og norðan þeirra og við Hvít- hólaklif, en neikvætt frávik þar á milli, sem fellur saman við hátt eðlisviðnám og neikvætt Bouguerfrávik. Þegar öll ofangreind gögn eru dregin saman og niðurstöðurnar skoðaðar í ljósi jarðfræði- legrar uppbyggingar Kröflusvæðisins, kemur í ljós að jarðhitasvæðið við Kröflu er við skurð- punkta tveggja brotabelta. Annað hefur stefnuna N10°A, sem er ríkjandi sprungu- stefna svæðisins og stefna hins virka Kröflu- sprungusveims. Hitt hefur stefnuna VNV-ASA. Kemur hún fram í öllum jarð- eðlisfræðimælingum, í dreifingu jarðhita á yfirborði, í nýjum sprungum og misgengjum auk þess að vera sú sama og stefna Tjörnes- brotabeltisins og nokkurra dala og strandlína (Dalvík—Dalsmynni—Krafla) á Norður- landi. Brot með þessa stefnu liggur innan Kröflu- öskjunnar um sunnanverðan Leirhnjúk, Leir- botna og suðurhlíðar Kröflufjalls. Um það verður veruleg breyting á eðliseiginleikum berglaga (segulsviði, viðnámi, þyngd, sjálf- spennu) þannig að viðnám er lægra, þyngd meiri, segulsvið lægra og sjálfspenna hærri norðan við skilin heldur en sunnan við þau. Á þessu stigi rannsóknanna og úrvinnslu gagna verður fátt sagt með vissu um eðli skilanna. Hugsanlega er hér um vel afmarkaða brún innskota eða misgengi að ræða. Aðaluppstreymi jarðhitavatns á Kröflu- svæði virðist vera norðan þessa brots og það virðist líka hindra rennsli til suðurs, nema eftir sprungusveimnum við Hveragil og Leirhnjúk. Meginuppstreymissvæði jarðhitasvæðisins og vænlegustu borstaðirnir gætu því verið nálægt mótum þessara brotabelta rétt norðan við VNV-ASA línuna, þ. e. í kjafti Hveragils og jafnvel í Leirhnjúki. Jarðhitasvæðin við Námafjall og í Gjástykki eru samkvæmt þessu 106 JÖKULL 31. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.