Jökull


Jökull - 01.12.1981, Page 116

Jökull - 01.12.1981, Page 116
Vorferð á Vatnajökul 30. maí til 5. júní 1981 Jöklarannsóknafélagift og Raunvísinda- stofnun Háskólans stóðu saman að vorferð til Grímsvatna um mánaðamótin maí—júní 1981. Lagt var af stað frá Reykjavík laugar- dagsmorgun 30. maí og upp á jökul frá Jökul- heimum næstu nótt og komið í Grimsvatna- skálann um kl. 9 að morgni eftir auðvelda 5 klst. jöklaferð á snjóbílunum Jökli I og Jaka Landsvirkjunar og tveimur vélsleðum. Vetrarákoma á miðri Grímsvatnahellunni var mæld að venju og reyndist hún vera 4.82 m hinn 1. júní og 2650 mm vatnsgildi. Vatns- hæð undir Vatnshamri mældist 1443 m þann sama dag. Er það hærra en mælst hefur frá því mælingar hófust á vatnshæð i Grímsvötnum árið 1955. Mælt var frá báðum Svíahnúkun- um á stiklu á íshellunni nærri Nagg og þaðan niður að vatnsborði. Jökull hafði skriðið yfir Depil og engin varða fannst. Vatnshamarinn var jDverhniptur og snjóflóð höfðu nýlega fall- ið niður að vatnsfletinum. Að frumkvæði Þorbjarnar Sigurgeirssonar og Eggerts V. Briem var reist 4 m hátt 2. tonna stálmastur 10 m suðvestan við skálann og ber það uppi krossviðarkistu með 0.1 watta stuttbylgjusendi í 1721.6 m hæð. Þaðan náðust merki á Skyggni í Vatnaöldum, 88 km leið. Þó mun nú í ráði að koma upp öflugri sendi á Grímsfjalli og beina sendingum niður á Skeiðarársand. A komandi árum mun hann væntanlega senda til byggða niðurstöður mælinga á jarðskjálftum, veðurathuganir og vonandi einnig vatnsstöðu i Grímsvötnum. Kannaðir voru möguleikar á að nýta jarð- hita á Grimsfjalli til þess að framleiða raforku með hitatvinni (thermocouple), sem gæti knúið sendistöð og mælitæki. Sett var plaströr yfir gufustrók á sprungu vestan við Hithól (Saltarann), skammt frá opunum niður í ís- hellana. Þar streymdu út um 5 kg/klst. af 87°C heitri gufu og nægir það til framleiðslu á orku til þess að knýja senditækið og einhver mælitæki. Rafstraumur verður væntanlega leiddur með kapli um 300 m leið að sendinum. Minni snjór var við skálann og Hithól en nokkur þátttakenda hafði áður séð. I gufu- augum á klöppinni við skálann og á Hithól var hiti allt að 30°C, en tæplega 90°C rétt austan við Hithól og hámarkshiti niðri í ís- hellunum var 92°C (þ. e. nálægt suðumarki í 1700 m hæð yfir sjó). Á 1. m dýpi i borholu undir fótum stálmastursins var 16°C. Ás- mundur Jakobsson sá um jarðhitamæling- arnar. íshellarnir voru kannaðir og rissað upp kort af þeim. Dýpst skriðu menn niður í 1660 m. Sýni voru tekin af útfellingum á hitaskellum á hellisgólfinu. Þorbjörn bauð þar upp á gufu- bað undir plasttjaldi og varð hiti um 40°C. Þorbergur Þorbergsson vann að landmæl- ingum og fann m. a. að vestan við vestari Svíahnúk og norðan Háubungu er jökullinn um 100 m hærri en sýnt er á kortum, þ. e. hann er í nærri 1700 m. Skotist var á Öræfajökul að loknum störf- um. Lagt var af stað um kl. 16 hinn 3. júní og var færð þung í fyrstu, en stigið á Hvanna- dalshnúk laust fyrir miðnætti og komið aftur á Grímsfjall kl. 7 að morgni eftir 3 klst. ferð. Jaki var búinn Loran-tæki og vann það vel. Heimleiðis var haldið um kl. 22 hinn 5. júní í góðri færð og komið að jökulrönd eftir 6 klst. ferð. Veður var einstaklega gott alla ferðina, hæg norðlæg átt. Gunnar Guðmundsson, Hannes Haralds- son og Björn Indriðason óku snjóbílunum. Ragna Karlsdóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir sáu um matseld. Auk þeirra voru félagarnir Jónas Elíasson, Ásbjörn Sveinsson og nýlið- arnir Árni Árnason. Bárður Harðarson, Ólaf- 114 JÖKULL 31.ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.