Jökull


Jökull - 01.12.1989, Side 21

Jökull - 01.12.1989, Side 21
íshellan reyndist víðast hvar vera 240-260 m þykk en vatnslagið þar undir var 40-90 m (myndir 6a-c). Stærð þess svæðis þar sem vatn var að finna undir ísnum var um 10 km2 og rúmmál vatnsins var um 0.5 km1. Mælingamar voru gerðar við tiltölulega lága vatnsstöðu þar sem aðeins 9 mánuðir voru liðn- ir frá hlaupinu 1986. Setur það mark sitt á niðurstöð- ur hvað varðar stærð vatnanna og rúmtak. Þrátt fyrir það staðfesta þessar niðurstöður að vötnin hafa mjög skroppið saman á síðustu árum. Hefur það haldist í hendur við minnkandi Skeiðarárhlaup. Ennfremur bendir samanburður við endurkastsmælingarnar sem gerðar voru 1955 til þess að íshellan hafi þykknað um allt að 100 m síðan þá. Er það í samræmi við niðurstöður Helga Bjömssonar (1988) sem byggðar eru á hæð yfirborðs íshellunnar yfir vatnsborðinu eins og hún var mæld í leiðöngrum Jöklarannsókna- félagsins 1958-1966, 1978, 1980 og 1987. Meginaskjan er um 20 km2 að flatarmáli og liggur botn hennar dýpst í um 1060 m y.s. norðantil (mynd 7). Askjan er því 600-650 m djúp frá hæstu brúnum Grímsfjalls. Megin- og norðuraskjan virðast að- skildar með breiðum en lágum hrygg. Botn megin- öskjunnar hækkar til suðurs og benda segulmælingar til þess að stallar sem fram koma í endurkastsniðun- um séu jaðrar hrauna sem runnið hafa frá upptökum undir suðurbörmum öskjunnar (Grímsfjalli). Hraun- brúnir þessar eru 15-20 m háar en talið er að hvert hraunlag hafi takmarkaða útbreiðslu. Líklegt er að hvert hraun sé aðeins fáir ferkílómetrar að stærð. Endurköst frá jarðlögum undir botni vatnanna eru talin koma frá samskonar hraunlögum sem grafist hafa í set, en einnig getur verið að endurköstin komi frá yfirborði grunnra innskota (silla) sem troðist hafa inn í jarðlagastaflann á botni öskjunnar Svo virðist, að jarðlögum innan meginöskjunnar halli heldur til norðurs (mynd 8). Er talið að gosvirkni hafi verið öflugri undir Grímsfjalli en annars staðar innan öskj- unnar. Hraun og innskot mynda þar því stærri hluta jarðlagastaflans en í norðurhlutanum. Sveiflur í afli jarðhitasvæðis Grímsvatna hafa ver- ið metnar út frá stærð Skeiðarárhlaupa af Helga Bjömssyni (1988). Kemur þar meðal annars fram að heldur hefur dregið úr aflinu síðustu 120 árin. Sér- staklega virðist hafa dregið niður í Grímsvötnum eftir 1976. Hugsanlegra skýringa á þessu gæti verið að leita í því, að gosvirkni í Grímsvötnum hefur minnkað mjög eftir 1940. Hraunin og innskotslögin, sem talin eru sjást í endurkastsgögnunum, hljóta að hafa aukið mjög á varmaflæðið á svæðinu meðan þau voru að storkna og kólna. A tímabilinu 1860-1940 varð gos að meðaltali á um 10 ára fresti en síðan hefur aðeins einu sinni gosið svo öruggt sé. Meðan gos voru tíð er líklegt að stöðugt hafi bæst við ný grunn innskot og hraun. Varmaflæðið mestan hluta tímabilsins gæti því hafa átt sér tvær uppsprett- ur. í fyrsta lagi er sá varmi sem fólgin var í hraunum og grunnum innskotum og í öðru lagi varmi hins reglulega jarðhitasvæðis sem talinn er kominn frá kvikuhólfi undir Grímsvötnum. Nú þegar mjög hef- ur dregið úr gosvirkni er líklegt að varmi hrauna og grunnra innskota sé að mestu uppurinn. Sé þessi til- gáta rétt er það varmaflæði sem nú mælist jafnt grunnvarmaflæði hins eiginlega jarðhitasvæðis. JÖKULL, No. 39, 1989 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.