Jökull


Jökull - 01.12.1989, Page 105

Jökull - 01.12.1989, Page 105
inn niður í 100 m hæð, þar sem hann endar. En lengra í burtu sést, hvar randfjöll Vatnajökuls ganga fram á láglendið sem geysimiklir höfðar og núpar, og sést öll hálendisröndin vestur á bóginn, svo langt sem augað eygir, núpur fram af núp. Og í huganum ser maður landið, eins og það var fyrir þúsundum nra, þegar sjórinn gekk lengra upp í hinar vogskomu strendur þess, en skriðjöklamir teygðu arma sína út í hafið og brotnuðu þar. En síðan fóru jöklamir minnkandi, og landið hækkaði smám saman, jafn- framt því sem jökulfarginu létti af, en jökulhlaupin og jökulámar hafa síðan á óra löngum tíma skapað hina núverandi strönd landsins, en jafnframt því hafa hraunflóð runnið yfir landið og gefið því þann svip, sem það ber í dag. Er útsýnið af Hvannadalshnúk stórkostlegra en orð fá lýst, og mun það vera eitt hið glæsilegasta og tílkomumesta, sem hægt er að hafa af nokkru fjalli hér á landi og þó að víðar væri leitað. Ferðin frá Sandfelli og upp á Öræfajökul tekur venjulega sex stundir. Það er að segja: frá Sandfelli °g UPP á Sandfellsheiði uppi við jökul, er tveggja stunda gangur, frá Sandfellsheiði og upp á jökulbrún tvær stundir, og frá jökulbrún og upp á Hvannadals- hnúk tvær stundir. En ef jökullinn er mjög gljúpur °g mikil sólbráð, er maður lengur á leiðinni, því þá veður maður hjamsnjó upp á miðjan legg og er það erfið ganga og þreytandi. Þeir, sem ætla að ganga á jökulinn, ættu að nota nóttina, því að jökullin er oftast bjartur og skýlaus að morgninum, en þegar líður á daginn fara að koma ský á jökulinn, og útsýni verður ekki eins gott. Stundum er skýhjúpur á jöklinum svo dögum skiptir, svo að ekki er hægt að ganga á hann. Þannig var það eitt sumarið, að við biðum fjóra daga í Skapta- felli; var alltaf þoka og súld á jöklinum. Við vorum i sumarleyfi og gátum ekki beðið lengur, og fórum siðan vestur yfir Skeiðarársand og heimleiðis um Fjallbaksveg nyrðri, en í bréfi, sem eg fékk frá Oddi bónda í Skaptafelli, segir hann, að ekki hafi verið hægt að ganga á jökulinn í næstu þrjár vikur eftir að við fórum frá Skaptafelli; alltaf var sama veðrátta: þoka og sunnanbræla. En sumarið eftir vorum við heppnari; þá fórum við frá Reykjavík einn júlímorg- Uu og komum að Kirkjubæjarklaustri um kvöldið. Daginn eftir fórum við ríðandi frá Klaustri og austur yfir Skeiðarársand og komum að Skaptfelli seint um kvöldið, eftir 15 stunda reið. Næsta dag skoðuðum við Svartafoss, Bæjargilið og Bæjarstaðaskóg, en um kvöldið var komið bezta verður og Öræfajökull blasti við okkur alveg skýlaus og var heillandi í kvöldkyrrðinni. Um nóttina fórum við frá Skapta- felli og að Sandfelli (2'A stundar reið) og þaðan gengum við alla leið upp á Hvannadalshnúk, og vor- um komnir upp snemma morguns, eða á fjórða degi frá því, er við fórum frá Reykjavík; var þá logn og bjartviðri og útsýni eins gott og hugsast getur. Við vorum uppi til hádegis, en þá fórum við niður aftur, og þegar við vorum komnir niður að Sandfellsheiði, fengum við þoku, og gengum við í þokunni, þar til er henni létti af fjallsbrúninni fyrir ofan Sandfell, og höfðum þá verið fjórar stundir niður jökulinn ofan frá Hvannadalshnúk. I Öræfum er hinn rétti leikvangur íslenzkra fjall- göngumanna. Þar er — eins og áður segir — hæsti jökull landsins, og þó að ekki sé hægt að ganga á jökulinn vegna þoku, þá eru undirfjöll Öræfajökuls há og víðáttumikil og mikið útsýni af þeim, bæði til vesturs og austurs og á haf út, en miklir skriðjöklar ganga niður í hvem dal og alveg fram á láglendið og er auðvelt að komast að þeim og ganga á þá. Undir- fjöll Vatnajökuls, bæði vestur og austur af Ör- æfajökli, eru há og brött, og svo eru líka fjöll, sem fáir hafa gengið á og eru að mestu ókönnuð, svo sem Mávabyggðir og Esjufjöll, en frá Kvískerjum er bezt að fara fyrir þá, sem hafa í hyggju að ganga á þessi fjöll og er þá yfir mikla skriðjökla að fara. En að ganga á Öræfajökul, og njóta hins ógleymanlega útsýnis þaðan, á að vera markmið hvers einasta Is- lendings, sem hefur yndi af fjallgöngum. 1. Hnappar—1851 m og 1758 m y.s. 4. Heitir nú Tindaborg. 2. Nú talið 1833 m. 5. Heitir nú Dyrhamar. 3. Þar heitir nú Jökulbak. Greinin Utsýni af Örœfajökli birtist í tímaritinu Jörð í júní 1942 og er endurprentuð hér með góðfúslegu leyfi ættingja höf- undarins, Ingólfs ísólfssonar. Ingólfur var mikill áhugamaður um ferðalög og fjallgöngur. Grein hans ber það með sér að hann hef- ur verið gagnkunnugur víða um land jafnt í byggð sem óbyggð. Pétur Þorleifsson. JÖKULL, No. 39, 1989 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.