Jökull


Jökull - 01.12.1989, Page 122

Jökull - 01.12.1989, Page 122
Eru þá ekki taldir þeir sem voru í vorleiðöngrum Jörfi. Hér á eftir er yfirlit yfir þau rannsóknarstörf sem unnin voru í vorferðinni: 1. Stafrænir skjálftamælar voru settir austast og vestast á Eystri-Svíahnjúk, vestast á Saltara og á Vestari-Svíahnjúk. Þar var einnig komið fyrir sól- mæli. Skjálftamælingar gengu mjög vel. Nokkrir lágtíðniskjálftar skráðust og fjöldi annarra hreyf- inga, aðallega vegna ísskriðs og jökulbresta, snjóflóða og umferðar farartækja. Þessar mæling- ar önnuðust Bryndís Brandsdóttir og Bill Menke. 2. Boraðar voru tvær holur á miðri íshellunni og reyndist vetrarafkoman (snjódýpt) vera 4,90 m í annarri en 5,04 m í hinni. Ur annarri holunni voru tekin sýni til efnagreininga. Til samanburðar voru tekin sýni á 100 m hæðarlínum frá Eystri-Svía- hnjúk og niður að jökulrönd. Ur hinni holunni voru tekin sýni til samsætumælinga. Mælingar og sýnatöku gerðu Helgi Bjömsson, Sigurður Gísla- son og Svanbjörg Haraldsdóttir með aðstoð Ægis Jónssonar og Mikaels Mikaelssonar. 3. Fyllt var upp í eyður í íssjármælingum. Mældar vom þrjár línur upp úr Vötnunum að vestanverðu og ein lína í suðurhlíðum Grímsfjalls. Þessar slóð- ir hafa ekki verið mældar áður. Einnig var mæld lína milli Naggs og Gríðarhoms og önnur lína norður úr Vötnunum frá gosstöðvunum til saman- burðar við mælingar fyrri ára. I þessum hópi voru Helgi Bjömsson, Jón Sveinsson, Hannes Haralds- son og Finnur Pálsson. 4. Vatnshæðin í gígnum sem myndaðist í Grímsvötn- um 1983 var mæld og reyndist hún vera 1401,5 m y.s. Hæð yfirborðs íshellunnar í Vötnunum var einnig mæld og reyndist hún vera 1428,7 m y.s. við borstaðinn á miðri íshellunni. Við þessar mæl- ingar var gengið út frá fastmerki SALT, en hæðin þar er 1712,8 m y.s. Að lokum var hæðarmælt snið á 10 km langri línu í stefnu N20°A frá bor- staðnum á miðri íshellunni. Ekkert vatnsborð reyndist vera undir Vatnshamri. Landmælingar voru í höndum Theódórs Theódórssonar og Jónasar Elíassonar. 5. Segulmælingar voru gerðar víða í Grímsvatna- öskjunni til þess að kanna gerð hennar. Einnig var mælt 12 km langt bylgjubrotssnið norður úr Vötn- unum. I því skyni voru sprengdar þrjár 25 kg dýnamit sprengjur í vökinni undir Vestari-Svía- hnjúk. Uppstreymi af gufu var í vökinni og vott- aði fyrir brennisteinslykt. 6.1 lok vorferðar var ákveðið að reyna borun eftir köldu vatni við Jökulheima og nýta sér þannig þau tæki sem notuð höfðu verið við borunina eftir jarðhita á Grímsfjalli. Eins og menn vita stendur skálinn í Jökulheimum á hrauni og nærri jaðri þess. Austan við hraunið, um 7 - 9 m neðar, stend- ur oft vatn og var vonast til að þar væri grunnvatn og að borun í hraunið við skálann mundi ná því á 7 - 10 m dýpi. Þann 11. júní var borað rétt við nýja skálann. Eftir um þriggja stunda borun með tilheyrandi viðgerðum náði holan 17,5 m dýpi. Hraunið er þama um 15,5 m þykkt og festist bor- inn í hrungjömum lögum undir hrauninu, en ekk- ert vatn kom í holuna. Framtíðarlausn á neyslu- vatnsmálum Jökulheima náðist því ekki, enda mun endanlegt grunnvatnsborð trúlega vera ná- lægt hið sama og í Hraunvötnum, en þau em í tæplega 600 m hæð og Jökulheimar 674 m. Eg vil ekki skilja við þessa vorferð án þess að þakka sér- staklega borstjóranum Sigurði Guðmundssyni, Braga Skúlasyni og Jóni Kjartanssyni, sem stóðu í ströngu alla ferðina og létu hvorki veður, glussa, svarfryk né gufu á sig fá. Öll þessi vinna var sjálf- boðavinna. Þá er einnig skylt að þakka Jarðborun- um hf. fyrir lán á bomum, Hagvirki hf. fyrir lán á loftpressu, og Vegagerð ríkisins, Landsvirkjun og Hjálparsveit skáta í Reykjavík fyrir aðstoð við flutninga. An þessarar sjálfboðavinnu og aðstoðar yrði lítið úr framkvæmdum og rannsóknum. SEPTEMBERFERÐ Ferðin sem kennd er við 13. september var að þessu sinni farin að kvöldi föstudags 9.9.88 undir stjóm Stefáns Bjamasonar og komið í Jökulheima um kl. 02 eftir rólega ferð í þoku og rigningu. Fyrir í skálanum voru jarðfræðingamir Snorri P. Snorra- son og Elsa G. Vilmundardóttir, en þau höfðu verið þama innfrá undanfarnar vikur við rannsóknarstörf. 120 JÖKULL, No. 39, 1989
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.