Jökull - 01.12.1989, Page 127
um 73 þúsund krónur. Sjóðurinn er því að verða það
öflugur að eiga ráðstöfunarfé til að bjóða erlendum
visindamanni að sækja okkur heim og mun stjóm
sjóðsins taka það til athugunar á næstunni.
Sjóðsstjóm skipa Elsa G. Vilmundardóttir, for-
maður, en samkvæmt stofnskrá sjóðsins er formaður
Jarðfræðafélagsins jafnframt formaður sjóðsins.
Aðrir stjómarmenn eru: Sigurður Steinþórsson og
Sveinn Jakobsson.
STJÓRN FÉLAGSINS
S.l. starfsár var stjómin þannig skipuð: Elsa G.
Vilmundardóttir formaður, Margrét Hallsdóttir rit-
ari, Þórólfur Hafstað gjaldkeri, Þorgeir Helgason
varaformaður og Guðrún Helgadóttir meðstjómandi.
A síðasta aðalfundi gengu úr stjóm Margrét Halls-
dóttir og Þórólfur Hafstað, en Ásgrímur Guðmunds-
son og Áslaug Geirsdóttir voru kjörin í þeirra stað.
Endurskoðendur eru: Þórólfur Hafstað, Ágúst Guð-
mundsson og Margrét Kjartansdóttir.
FJÁRHAGUR
Fjárhagsafkoma félagsins byggist á árgjöldum fé-
lagsmanna. Árgjaldið var 500 kr. s.l. starfsár, en var
hækkað í 600 kr. á síðasta aðalfundi. Aðalútgjöld
félagsins eru fjölritunar- og póstkostnaður, en reynt
er að láta fundi og ráðstefnur standa undir kostnaði.
Fjölritunarkostnaður s.l. ár var óvenju hár eða um 60
þúsund krónur. Munaði þar mestu um útgáfu
tveggja nefndarskýrslna, sem áður er getið.
NÝIR FÉLAGAR
Á síðasta aðalfundi bættust 9 nýir félagar í hópinn
og eru nú um 190 manns í Jarðfræðafélagi íslands.
Elsa G. Vilmundardóttir
JÖKULL, No. 39, 1989 125