Jökull


Jökull - 01.12.1990, Síða 68

Jökull - 01.12.1990, Síða 68
stofnun Háskóla íslands og Orkustofnun). Þjórsár- hrauniðmiklarann til sjávar fyrirum 8000-7800 árum (GuðmundurKjartansson, 1964b; 1966; Ámi Hjartar- son, 1988). Upptök þess voru á Tungnaáröræfum, en þá var orðið jökullaust þar. Af þessu má ljóst vera að jökulhörfun sú sem hér er lýst fór öll fram á Preboreal tíma. Gögn þau sem hér eru birt virðast falla vel að þeim gögnum sem liggjatil grundvallareldri kenning- um um jökulhörfunina, en þessi nýju gögn gera það óhjákvæmilegt að endurskoða túlkunina, einkum með hliðsjón af legu ísaskila. Ennfremur er komið í ljós að meðan á hörfun stóð hafa jökultungur ekist fram og myndað jökulgarða miklu oftar og víðar en áður hefur verið álitið. Árið 1900 fann Helgi Pjeturss tvíátta jökulrákir á Suðurlandi og áttaði sig á því að suðlægar rákir væru eldri en vestlægar. Hann benti líka á að rof er miklu meira eftir eldri jökulstefnuna. Það túlkaði hann svo að sájökull hefði verið þykkari. Guðmundur Kjartansson (1940) taldi að minna rof hins yngrajök- ulskriðs stafaði af því að það hefði staðið í skemmri tíma. Túlkun Guðmundar er í samræmi við nútíma- hugmyndir um jökulrof, en samkvæmt þeim ræður skriðhraði jökuls og tímalengd rofi fremur en þykktin. í sömu grein hrakti Guðmundur þá kenningu Þjóð- verjans Knebels (1905), að stefnurnar tvær væru hvor frá sínu jökulskeiði, og taldi þessar tvær stefnur vera annað hvort vegna flutnings jökulmiðjunnar suður á bóginn, eða vegna breytts jökulskriðs við jökuljaðar- inn vegna hækkandi sjávarborðs á Suðurlandi. Síðar komst hann á þá skoðun, að jökull á Tungnaáröræf- um hefði allt síðasta jökulskeið verið þykkari en jök- ull á miðhálendinu. Ástæðan fyrir þeirri ályktun var skortur á stapafjöllum á Tungnaársvæðinu (Guðmund- urKjartansson, 1955; 1957; 1964a). Þá taldi hann víst að jökulstífluð lón á Kili hefðu myndast á sama tíma og jökullinn lá við Búðagarðana á Suðurlandi, og að þar á milli hefði jökuljaðarinn legið. Hann fann ekki ummerki hans á þessari leið, en taldi víst að ”jök- uljaðarinn hlýturað hafa legið upp að suðausturhlíð- um Bjarnarfells og Sandfells, en þar eru minjar hans ókannaðar" (Guðmundur Kjartansson, 1961). Síðar (1964a) kvað hann sterkar að orði um þetta án þess að geta um frekari vísbendingar í þá átt. Kristján Sæmundsson (1965) tók þessa legu jök- uljaðarins trúanlega, og ályktaði samkvæmt því að hörfunarmenjar við Þingvallavatn og nágrenni væru eldri en Búðagarðurinn. Á grundvelli kenninga Guð- mundar dró Þorleifur Einarsson (1961) þá ályktun, að meginísaskil milli Norður- og Suðurlands hefðu legið um 20-30 km sunnan núverandi vatnaskila á miðhá- lendinu allt síðasta jökulskeið. Síðar (1964), þegar frekari gögnum hafði verið safnað af Tungnaársvæð- inu, taldi hann þau hafa legið á Tungnaáröræfum um 50 km sunnan vatnaskilanna. Jafnframt var hann sam- mála Guðmundi Kjartanssyni um tengingu Búðagarð- anna við jökullónin á Kili, og er sá jökuljaðar á kortum hans síðan (Þorleifur Einarsson og Kristinn Alberts- son, 1988). Guttormur Sigbjamarson (1967) sýndi fram á að margnefnd tenging garðanna á Suðurlandi upp á Kjöl gat ekki staðist vegna legu jökulgarða á Hauka- dalsheiði. Framhald þessara jökulgarða austan Hvítár (mynd 5) rennir frekari stoðum undir skoðun Gutt- orms. Þegar loftslag kólnaði og jöklunarmörk lækkuðu í upphafi síðasta jökulskeiðs byrjuðu jöklar að mynd- ast á háfjallasvæðum. Snjófymingasvæðin hafa lík- lega legið á svipuðum slóðum og núverandi jöklar, auk þess sem við hafa bæst ný svæði við lækkandi jöklunarmörk. Jökull skreið frá þeim til allra átta og stækkaði, en vextinum til suðurs voru settar þröngar skorður vegna kelfingar í sjó. Að því kom að lokum þegar jökull þakti nær allt landið að hann varð hæstur á hálendinu norðan og norðvestan Vatnajökuls, nærri núverandi vatnaskilum og skreið ís þaðan í allar áttir til strandar. Ef hliðsjón er höfð af því sem þekkt er fra öðrum svæðum á ísöld, svo sem Skandinavíu, gætu ísaskil hafa flust norður fyrir Vatnajökul á hámarki síðasta jökulskeiðs. Flutningur ísaskila til suðurs frá miðhálendinu stafar að hluta til af því að sjávarborð reis og mikil geil myndaðist í jökulinn á Suðurlandsundirlendinu. Jafnframt kiofnuðu sjálfstæðar jökulmiðjur frá meg- injöklinum. Raunar varð þessi flutningur ekki fyrr en jökull var farinn að hopa frá Búðagörðunum, en þar sem þeir mynduðust eftir ísöld (á Preboreal) verð- ur niðurstaðan sú, að flutningur ísaskilanna hafi allur orðið á nútíma. 66 JÖKULL, No. 40, 1990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.