Jökull - 01.12.1990, Qupperneq 179
JÖKLARANNSOKNAFELAG ISLANDS
Skýrsla formanns á aðalfundi 1. mars 1990.
SKIPAN STJÓRNAR OG NEFNDA
Síðasti aðalfundur Jörfi var haldinn 21. febrúar
1989. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, 7. mars
s.l., skipti stjóm með sér verkum og dregið var um röð
ntanna í varastjórn. Stjómin var þannig skipuð:
Aðalstjórn:
Helgi Björnsson formaður,
kosinn 1989 til þriggja ára.
Sveinbjörn Bjömsson varaformaður,
kosinn 1989 til tveggja ára.
Einar Gunnlaugsson ritari,
kosinn 1989 til tveggja ára.
Jón E. ísdal gjaldkeri,
kosinn 1988 til tveggja ára.
Stefán Bjamason meðstjórnandi,
kosinn 1988 til tveggja ára.
Varastjórn:
Pétur Þorleifsson 1. varamaður,
kosinn 1988 til tveggja ára.
Björn Indriðason 2. varamaður,
kosinn 1989 til tveggja ára.
Ástvaldur Guðmundsson 3. varamaður,
kosinn 1989 til tveggja ára og
Jón Sveinsson 4. varamaður,
kosinn 1988 til tveggja ára.
Stjórnin kaus formenn hinna ýmsu nefnda og völdu
þeir sér nefndarmenn. Nefndir voru þannig skipaðar:
Rannsóknanefnd: Helgi Björnsson formaður og Jón
Sveinsson Raunvísindastofnun, Hannes H. Haralds-
son Landsvirkjun, Oddur Sigurðsson Orkustofnun og
Magnús Már Magnússon Veðurstofu.
Hver þessara nefndarmanna gegnir mikilvægu
starfi við jöklarannsóknir. Jón sér um gagnasöfnun í
rannsóknastöðinni á Grímsfjalli, Hannes er tengiliður
okkar við Landsvirkjun, sem stutt hefur félagið mjög á
liðnum árum. Oddur safnar saman gögnum um jökla-
breytingar frá sjálfboðaliðum félagsins og birtir þær í
Jökli. Magnús Már vinnur að snjóflóðarannsóknum á
Veðurstofu og birtir niðurstöður í Jökli.
Bílanefnd: Björn Indriðason formaður, Gunnar
Guðmundsson, Guðmundur Marísson, Eiríkur
Gunnarsson, Engilhart Bjömsson, Bárður Harðarson,
Ólafur Nielsen og Magnús Eyjólfsson.
Skálanefnd: Stefán Bjamason formaður, Jón E.
ísdal, Ástvaldur Guðmundsson, Gunnlaugur Þórðar-
son og Pétur Þorleifsson.
Ritncfnd: Tómas Jóhannesson ritstjóri, Helgi
Björnsson og Stefán Bjamason tilnefndir af Jörfi
og Leó Kristjánsson, Karl Grönvold og Kristján
Sæmundsson tilnefndir af Jarðfræðafélagi.
Skemmtinefnd: Inga Malmberg formaður og
Margrét ísdal tilnefndar af Kvenfélagi Grímsvatna-
hrepps og Bárður Harðarson og Jón Sveinsson til-
nefndir af stjóm Jörfi.
Endurskoðendur félagsins voru Elías B. Elíasson
og Árni Kjartansson.
Hinn 1. febrúar 1990 voru félagar 551, þar af
504 einstaklingar og 47 stofnanir. Auk þess fengu 6
fjölmiðlar sendan Jökul og fréttabréfið. Bréfafélagar,
sem eingöngu fá fréttabréfið, voru 37. Félagar voru
hinn 1. febrúar 21 fleiri en við sömu mánaðamót í
fyrra. Á árinu gengu 26 í félagið, en 5 sögðu sig úr
því eða létust. Erlendir áskrifendur að Jökli eru nú
77. Alls fengu því 627 aðilar ritið. Fyrir 20 árum
voru félagar um 400. Á stofnfundi fyrir 40 árum, 22.
nóvember 1950, gengu 41 í félagið.
Markmið Jöklarannsóknafélagsins er samkvæmt
lögum þess að stuðla að rannsóknum og ferðalögum
JÖKULL, No. 40,1990 175