Jökull


Jökull - 01.12.1990, Side 180

Jökull - 01.12.1990, Side 180
á jöklum landsins, gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum um jökla og gefa út tímaritið Jökul. Lítum á hvemig til hefur tekist á liðnu ári. RANNSÓKNIR Rannsóknir á vegum félagsins s.l. ár beindust að Grímsvötnum og mælingum á jöklabreytingum. A fjárlögum voru veittar 100 000 kr. til jöklarannsókna. Af þeirri fjárveitingu er greiddur útlagður kostnaður sjálfboðaliða við mælingar á jökulsporðum, eldsneyti í jöklaferðir og viðhaldskostnaður af rannsóknatækjum á Grímsfjalli. Vorferð Jörfi. Vorferð til Grímsvatna varð ekki með sama hætti og til stóð og venja er. Vegna mikilla snjóalaga á Tungnaáröræfum var ófært vörubílum með tæki, mat og eldsneyti inn að Tungnaárjökli fyrr en viku af júlí. Margir jöklamenn, sem ætluðu að vinna að rannsókn- um í Grímsvötnum voru þá orðnir bundnir við önnur störf. Auk þess reyndist snjóbíll, sem ómissandi var í ferðina, bilaður og óvíst hvenær varahlutir kæmu til landsins. Því ákvað stjóm JÖRFI að farin skyldi fámenn og ódýr skotferð til þess að mæla vetrarákom- una á Grímsvatnahellunni og vatnshæðina í Gríms- vötnum, skipta um rúðu í nýja skálanum og koma þangað gasi til eldunar. Auk þess yrði reynt að að- stoða Magnús Tuma Guðmundsson við framhald jarð- eðlisfræðilegra mælinga í Grímsvatnaöskjunni, sem eru hluti af doktorsverkefni hans við Lundúnaháskóla. S vo fór að við Astvaldur Guðmundsson skutumst á jeppahans til Grímsvatna, 30. júní - 2. júlí, og aðstoð fékkst hjá félögum úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík, sem samtímis fóru á jökulinn á jeppum og vélsleð- um. Stjóm JÖRFI þakkar hjálparsveitinni mjög mik- ilsverðahjálp. Hinn 1. júlí s.l. mældist hæð á miðri íshellu Gríms- vatna 1448 (± 3) m y. s. skv. nákvæmnisloftvog. Vatnsborð sást ekki en með hliðsjón af vitneskju um núverandi þykkt íshellunnar og hæðarmælingum und- anfarin ár má ætla að það sé um 27 m lægra en yfirborð ámiðriíshellunni,þ.e. um 1421 (±3)m. Hinn8. júní 1988 var vatnsborðið í 1401.5 m og hæð íshellunnar 1428.3 mskv. fjarlægðar-oghornamælingum. Vatns- borðið hafði því risið um 20 m á ári. Árið 1986 hljóp við 1430 m vatnshæð. BúastmáviðaðGrímsvötnhafi nú náð þeirri hæð og stutt sé í næsta Grímsvatnahlaup. Vetrarákoma á miðri Grímsvatnahellunni var 4.18 m (mælt sem snjódýpt). Er það nærri meðallagi síðast- liðin 40 ár. Hin miklu snjóalög, sem tafið höfðu ferð á jökulinn, voru á leiðinni inn í Jökulheima. Snjór var alls ekki óvenjulega mikill inn við jökulröndina. Mœlingar á jökulsporðum. Frá stofnun Jöklarannsóknafélags íslands hafa fé- lagar unnið í sjálfboðavinnu að mælingum á breyting- um jökulsporða víða um land. í fyrstu safnaði Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, saman niðurstöðum þess- ara mælinga og birti þær í Jökli. Jón hóf reyndar þessar mælingar um 1930. Við fráfall hans 1968 tók Sigurjón Rist, vatnamælingamaður, við þessu starfi. Á liðnu ári var gengið frá formlegu samkomulagi milli Jöklarannsóknafélags íslands og Orkustofnun- ar um að starfsmaður hennar, Oddur Sigurðsson, megi haldaáfram starfi SigurjónsRistvið samantekt og birt- ingu árlegra jöklabreytinga, sem sjálfboðaliðar Jökla- rannsóknafélagsins mæla haust hvert. Mælt er á um 40 jökulsporðum og að því vinna um 20 félagar. Enn hopa stórir hægfara skriðjöklar þótt mikið hafi dregið úr hopi þeirra á undanförnum áratug frá því sem var fyrr á öldinni. Margir brattir hraðskreiðir jöklar ganga hins vegar fram, t.d. skriðjöklar frá Öræfa- jökli og Mýrdalsjökli. Það er svar þeirra við aukinni afkomu, tekjuafgangi, síðastliðna tvo eða þrjá áratugi, sem væntanlega stafar af kólnandi sumrum. Hinar stóru og flötu jökultungur eru seinni til svars og hopa enn eða standa í stað. Þess skal einnig getið hér að Oddur Sigurðsson hefur nú s.l. tvö ár unnið að reglubundnum mælingum á afkomu á Sátujökli sem skríður norður úr Hofsjökli- Jökulárið 1988-1989 var snjóþungt og sumarið síðbú- ið. Sátujökull bætti því við sig og vann það upp tap frá næsta ári á undan. 176 JÖKULL, No. 40, 1990
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.