Jökull


Jökull - 01.12.1990, Page 195

Jökull - 01.12.1990, Page 195
Jökulheimum og á árinu 1959 það athvarf sem Jón get- ur um í skýrslu sinni á aðalfundi þann 28. janúar 1960 með eftirfarandi orðum; ”helsta framkvæmdin hefur að þessu sinni verið bygging á svokölluðum utandyra- þægindum í Jökulheimum, sem stundum ganga líka undir nafninu ”Vatíkanið“. Er það að sönnu ekki stór- hýsi, en gert af miklum hagleik og næmum skilningi byggingarmeistarans á hlutverki hússins“. Nú líður allt til ársins 1963, en þá um haustið, nánar tiltekið þann 13. september, fer að vanda harðsnúið lið í Jökulheima. Morguninn eftir hófust fimm úr hópnum, undir stjórn yfirsmiðs félagsins, handa við að reisa bensínskemmu. Sóttist þeim verkið vel og svo að ég noti orð Jóns; ”vinnu var lokið fyrir myrkur um kvöldið. Tunnur fluttar inn, afklippum og rusli brennt. Að lokinni kvöldmáltíð upphófst kvöldvaka, sem stóð til klukkan eitt um nóttina. Þá var þetta kveðið: Dægileg er dansins list dátt er sveinaþingi er hrokkinkolla heyr þar tvist með holdugum lögfræðingi". Seinna í sömu ársskýrslu heldur Jón áfram:”Stundum er þröngt í Jökulheimum, ekki síst þegar veðurathug- anamaður hefur þar bækistöð sína. Það hefur oft hvarl- að að mönnum að stækka skálann ofurlítið, en það er óhægt án þess að spilla útliti hans og ég held ég megi segja að okkar ágæti byggingameistari, Stefán, sé á móti slíku klastri. Hann leggur til að byggja heldur nýjan skála og hefur þegar gert teikningu og áætlað efniskostnað. Krónutalan er há, og ég vil ekki nefna hana að svo stöddu, en það væri vitanlega gaman að heyra, hvort fundarmenn hefðu nokkra tillögu í þessu sambandi eða hvernig þeim geðjast að hugmyndinni“. Þama er teningunum kastað, Nýji skáli, eins og Jón kallaði hann, orðinn að hálfum veruleika því dagana 3.-5. júlí 1964 var steyptur grunnur undir skálann og árinu seinna var hann reistur og gengið frá gólfi. A haustdögum 1966 var lokið við klæðningu að innan, en fullbúinn er skálinn ekki fyrr en sumarið 1970. Næstu árin gerist lítið í byggingamálum enda kröftum félagsins beint í aðra farvegi. I fundargerð aðalfundar þann 24. janúar 1974 stendur eftirfarandi: ”Sigurður Þórarinsson tók til máls í sambandi við reikningana og vakti athygli á hinni góðu gjöf Lands- virkjunar, sem var Moelven hús, er komið hefur verið fyrir á Grímsfjalli. Hann lét í ljósi þakklæti til gefand- ans og sagði, að síðar meir kæmi til greina að flytja húsið í Kverkfjöll“. Svo varð þó ekki því réttum fjór- um mánuðum áður en Sigurður mælti þessi orð hafði fellibylurinnEllengengið yfirlandiðog brotiðMoelv- en húsið í spón þar sem það stóð á Grímsfjalli. Ekki varð þetta þó að öllu leyti til tjóns því að nú hljóp mönnum kapp í kinn með þeim afleiðingum að hafist varhandavið aðfjármagnaogbyggjatvöjökulhúseftir teikningu Stefáns Bjarnasonar. Af ýmsum óviðráðan- legum ástæðum hófst smíðin ekki fyrr en í endaðan janúar 1977, en var lokið fyrirpáska. Það nýmæli var við þessa skála að þeir voru byggðir í ”bænum“, fluttir á dráttarvögnum að jökli, og síðan dregnir, á sleða, af snjóbílum á þá staði er þeim var ætlað að vera. Fyrri skálinn var fluttur um páskana upp Breiðamerkurjökul í Esjufjöll og honum komið fyrir við Tjaldmýri undir Skálahnjúkum, örlítið norðar en gamli skálinn var, en hann hafði fokið af grunninum í óveðri þann 9. janúar 1967. Síðari skálinn var svo fluttur á sama hátt úr Jökulheimum í Kverkfjöll, um Hvítasunnuna. Þessi framkvæmd þótti takast það vel að hún var endurtek- in árið 1979. Þá voru aftur byggðir tveir skálar eftir sömu teikningu og sá fyrri fluttur á páskum norður eftir Langjökli að Fjallkirkju, en hinn um Hvítasunnu upp Breiðamerkurjökul á Goðahnúka. Það má til gamans geta þess að við fjármögnun á smíði þessara fjögurra skála var notuð aðferð Jóns Eyþórssonar með þeim árangri að félagið þurfti aðeins að leggjafram 10% af andvirði þeirra úr sjóði sínum. Þá er ég kominn að ástæðunni fyrir veru okkar hér í dag. Meðal yngra fólksins í félaginu höfðu um nokkurt skeið verið uppi raddir um að koma þyrfti upp betri aðstöðu á Grímsfjalli, byggja þar nýjan skála eða stækka þann gamla. Málið hafði verið reifað í formannstíð Sigurðar Þórarinssonar, en endanleg af- staðaekki tekin fyrr en á stjórnarfundi þann 17. janúar 1986. Þá er gerð eftirfarandi bókun: ”Stjórnin sam- þykkir að heimila skálanefnd að hefja byggingu skála á Grímsfjalli. Ef fjárhagur félagsins leyfir er æskilegt að framkvæmdum við skálann verði lokið sumarið 1987“. Ákveðið var að beita sömu aðferð og notuð var við litlu skálana, þ.e. að byggja skálann í ”bænum“ og flytja hann síðan fullbúinn hingað. Framkvæmdir hófust þann 25. október 1986 og má segja að þeim JÖKULL, No. 40, 1990 191
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.