Jökull


Jökull - 01.12.1990, Síða 200

Jökull - 01.12.1990, Síða 200
Vorferð JORFI 1988 Vorferðin á Vatnajökul var að þessu sinni 4. - 12. júní. Auk hefðbundinna vorverka á Grímsfjalli og í Vötnunum voru framkvæmdar ýmsar mælingar og borað eftir gufu á Eystri-Svíahnúk til reksturs mæli- tækja og til upphitunar á skálum. Til borunarinnar lánuðu Jarðboranir h. f. Sullivan bor. Flutningar voru því miklir í þessari ferð og gekk á ýmsu. Með góðri að- stoð Landsvirkjunar og Hjálparsveitar skáta í Reykja- vík komst þó allur farangur á Grímsfjall. Fyrirhugað var að bora fjórar, allt að 100 m djúparholur, en vegna hruns og ýmissa erfiðleika urðu holumar ekki nema 30 - 40 m djúpar. Allar gáfu þær þó um 90 0 C heita gufu og virðist gufumagnið nægjafélaginu næstu árin. Hitaveita var tengd í nýja skálann og lofar hún góðu. Gissur Símonarson hafði með sér tjalddúk og plaströr og setti upp mikið og gott gufubað á Saltaranum, sem óspart var notað. Veður var fremur leiðinlegt framan af, dumbungur í lofti, þoka og úrkoma. Rannsóknir í Vötnunum hóf- ust því ekki fyrr en á þriðjudegi þegar þokan minnkaði. A miðvikudeginum sást til sólar. A fimmtudeginum var hið fegursta veður í Grímsvötnum og allt í kringum Grímsfjall, en á fjallinu sátu þeir sem þar unnu í þoku og strekkings vindi. A föstudeginum var síðan hið feg- ursta veður, glampandi sól og léttskýjað. Aðfaranótt laugardagsins var lagt af stað niður og komu flestir til byggða á sunnudagskvöldi. Þátttakendur voru 33. I gestabók nýja skálans á Grímsfjall sést að þang- að hafa komið 124 manns í 18 leiðöngrum á þessu fyrsta ári skálans á fjallinu. Eru þá ekki meðtaldir vorleiðangrar JÖRFI. Hér á eftir er yfirlit yfir þau rannsóknarstörf sem unnin voru: 1) Tveir stafrænir jarðskjálftamælar voru reknir austast og vestast á Eystri-Svíahnúk. Þriðji mælir- inn var vestast á Saltaranum og sá fjórði á Vestari- Svíahnúk. Skjálftamælingamar gengu vel. Nokkr- ir lágtíðniskjálftar komu fram á mælunum, en einnig fjöldi annarra hreyfinga, aðallega ýmiss konar íshreyf- ingar, svo sem ísbrestir og snjóflóð. Einnig skráðu mælarnir samviskusamlega alla umferð snjóbfla og jeppa á svæðinu. 2) Boraðar voru tvær holur á miðri íshellunni og reyndist vetrarafkoman snjódýpt) vera 4.90 m í ann- arri en 5.04 m í hinni. Ur annarri holunni voru tekin sýni til efnagreininga. Til samanburðar voru tekin sýni á 100 m hæðarlínum frá Eystri-Svíahnúk og nið- ur á jökulrönd. Ur hinni holunni voru tekin sýni til samsætumælinga. 3) Fyllt var upp í eyður í íssjármælingum. Mældar voru þrjár línur upp úr Vötnunum að vestanverðu og ein lína í suðurhlíðum Grímsfjalls. Þessar lóðir hafa ekki verið mældar áður. Einnig var mæld lína milli Naggs og Gríðarhorns og önnur lína norður úr Vötn- unum frá gosstöðvunum til samanburðar við mælingar fyrri ára. 4) Vatnshæðin í Grímsvötnum var mæld og reynd- ist hún vera 1428.7 m y. s. við borstaðinn á miðri íshellunni. Vatnshæðin í gígnum sem myndaðist 1983 var einnig mæld og reyndist hún vera 1401.5 m y. s. Við þessar mælingar var gengið út frá fastmerki S ALT, en hæðin þar er 1712.8 m y. s. Að lokum var hæð- armælt snið á 10 km langri línu í stefnu 20 0 austan við norður frá borstaðnum á miðri íshellunni. Ekkert vatnsborð reyndist vera undir Vatnshamri. 5) Segulmælingar voru gerðar víða í Grímsvatna- öskjunni til þess að kanna gerð hennar. Einnig var mælt 12 km langt bylgjubrotssnið norður úr Vötnun- um. í því skyni voru sprengdar þrjár 25 kg dína- mít sprengjur í vökinni undir Vestari-Svíahnúk. Upp- streymi af gufu var í vökinni og vottaði fyrir brenni- steinslykt. Margrét Isdal 196 JÖKULL, No. 40, 1990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.