Jökull


Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 56

Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 56
anir koma síðar fram varðandi ísland og Færeyjar hjá Reck (1926), sem reyndar sá um útgáfu bókar Kne- bels. Reck (1930) telur ýmis ummerki um veðrun, rof og setmyndun í staflanum benda til þess að upp- haf hans (væntanlega er þar átt við ísland) hafi verið á eósen eða efst á Krítartímabili. GuðmundurG. Bárðarson segir ígrein (1918) og í kennslubók sinni (1922, 1927) að surtarbrandurinn sé frá míósen, en í greininni virðist hann einnig gera ráð fyrir því að Suðausturland geti verið frá óligósen eða eósen vegna þess að gabbróinnskot þar minni á svip- aðar myndanir í Bretlandi. Keilhack (1933) skoðaði jarðlög á Vestfjörðum lauslega 1924. Telur hann í frá- sögn af því (bls. 624) að lögin undir surtarbrandinum við Arnarfjörð séu eósen að aldri, þar eð þar komi fyrir rauð millilög svipuð og á Norður-Irlandi. Hawkes (1938) gerir lítið úr sinnaskiptum Gardners (1885a) varðandi aldur íslands og telur að allt basaltsvæðið milli Norður-Bretlands og Austur- Grænlands hafi myndast um líkt leyti, í síðasta lagi á óligósen tíma. Þessu til stuðnings telur hann að mjög langt tímabil hafi þurft fyrir lyftingu og rof jarð- laganna t.d. undir Tjörneslögunum niður að jafnsléttu (peneplanation). Vegna lokaverkefnis síns við Hafnarháskóla kynnti Guðmundur Kjartansson (1940, 1945) sér vel stöðu þekkingar á aldri tertíer-basaltspildnanna við Atlants- haf. Varðandi surtarbrandslögin vitnar hann til grein- ar Gardners (1887a) um Mull, en virðist ókunnugt um hinnmikilvægavamaglaGardners (1885a) hvað snert- ir steingervingaflóru Islands. Röksemdafærsla Guð- mundar er því í einföldum dráttum á þá leið að a) Heer hafi sagt að öll „arktiska" flóran, og Island sérstaklega, sé frá míósen og nokkuð einsleit b) nú sé sannað út frá skeljalögum o.fl. að þessi flóra í Bretlandi, Grænlandi og Svalbarða sé frá eósen. Þar af leiði c) að sú íslenska hljóti að vera frá eósen. Chaney (1940), Wager (1947), Barth (1950), LaMotte (1952) og fleiri virðast á svip- aðan hátt fylgjaröksemdum Hawkes (1938) um eósen- paleósen aldur landsins. Lindquist (1947) lítur að vísu á birki frá Hreðavatni sem míósen, en treystir þar á Þorvald Thoroddsen og virðist ókunnugur yngri rit- um um steingervinga Islands og nágrannalanda. Tyr- rell (1949) lagði mikla áherslu á „the geological and petrological unity of the great Thulean igneous re- gion“, og þorðu fáir eftir þetta að halda fram míósen aldri fyrirelstaíslenskasurtarbrandinn. SigurðurÞór- arinsson (1954) segir til dæmis:... „Gert er ráð fyrir því, sem teljamá að stappi nærri vissu, að elzti blágrýt- isgrunnur landsins sé svipaðs aldurs og elzta blágrýtið á Austur-Grænlandi og Norðvestur-Skotlandi, en það er ... 60-70 milljón ára gamalt." Svipað sjónarmið kemur fram í minningargrein Sigurðar um Jóhann- es Áskelsson 1961, hjá Richey (1961) og hjá Walker (1964): „The oldest lavas are believed to be upwards of 50 million years old..." Trausti Einarsson segir á einum stað (1963a) að elsta aðgengilega berg á Islandi sé „probably Eocene or possibly Uppermost Cretaceous“. Hinsvegar var hann vantrúaður á fyrri tilvist samhangandi basalt- flæmis milli Bretlands og Grænlands (Trausti Einars- son 1961), þar eð hvarf þess mundi ekki samræmast niðurstöðum þyngdarsviðsmælinga. Trausti tók við ýmis tækifæri undir skoðun Hawkes um langan rof- tíma, en síðar hefur komið í ljós, að lyfting og rof á Islandi getur gerst mun hraðar en hefur orðið almennt í Evrópu. Eflaust á veðurfarið töluverðan þátt í rofinu, en þó einnig það að við veðrun eða ummyndun verða fljótlega til leirsteindir í berginu hér, sem valda þenslu í því og sprungum (Douglas 1981). ÞÁTTUR FRJÓKORNARANNS ÓKNA Á ÍSLENSKUM JARÐLÖGUM 1946-66 Um 1840 varð H.R. Göppert sá, sem fyrr var nefnd- ur, einn þeirra fyrstu til að skoða steingerð frjókom frá Tertíertímabilinu (Hölder 1989, bls. 187), en slíkar rannsóknir komust þó ekki verulega á skrið fyrr en um 1920. Jóhannes Áskelsson, jarðfræðingur og kennari við M.R., kynnti sér frjórannsóknir er hann dvaldist í Glasgow 1944-45. Þegar Jóhannes (1946a) sagði frá fyrstu athugunum sínum á steingerðum frjókornum og gróum, taldi hann sum þeirra gefa vísbendingu um eósen aldur Brjánslækjarlaganna. Hann (1946b) birti mynd af vínviðarblaði frá nýjum fundarstað við Selár- dal í Arnarfirði, og átti blaðið einnig að benda til þess (með hliðsjón m.a. af rannsóknum í Alaska), að stein- gervingarnir þar væru eósen að aldri. Á sjötta ára- tugnum birti hann í Náttúrufræðingnum fleiri myndir 54 JÖKULL, No. 42, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.