Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 56
anir koma síðar fram varðandi ísland og Færeyjar hjá
Reck (1926), sem reyndar sá um útgáfu bókar Kne-
bels. Reck (1930) telur ýmis ummerki um veðrun,
rof og setmyndun í staflanum benda til þess að upp-
haf hans (væntanlega er þar átt við ísland) hafi verið á
eósen eða efst á Krítartímabili.
GuðmundurG. Bárðarson segir ígrein (1918) og í
kennslubók sinni (1922, 1927) að surtarbrandurinn sé
frá míósen, en í greininni virðist hann einnig gera ráð
fyrir því að Suðausturland geti verið frá óligósen eða
eósen vegna þess að gabbróinnskot þar minni á svip-
aðar myndanir í Bretlandi. Keilhack (1933) skoðaði
jarðlög á Vestfjörðum lauslega 1924. Telur hann í frá-
sögn af því (bls. 624) að lögin undir surtarbrandinum
við Arnarfjörð séu eósen að aldri, þar eð þar komi fyrir
rauð millilög svipuð og á Norður-Irlandi.
Hawkes (1938) gerir lítið úr sinnaskiptum
Gardners (1885a) varðandi aldur íslands og telur að
allt basaltsvæðið milli Norður-Bretlands og Austur-
Grænlands hafi myndast um líkt leyti, í síðasta lagi
á óligósen tíma. Þessu til stuðnings telur hann að
mjög langt tímabil hafi þurft fyrir lyftingu og rof jarð-
laganna t.d. undir Tjörneslögunum niður að jafnsléttu
(peneplanation).
Vegna lokaverkefnis síns við Hafnarháskóla kynnti
Guðmundur Kjartansson (1940, 1945) sér vel stöðu
þekkingar á aldri tertíer-basaltspildnanna við Atlants-
haf. Varðandi surtarbrandslögin vitnar hann til grein-
ar Gardners (1887a) um Mull, en virðist ókunnugt um
hinnmikilvægavamaglaGardners (1885a) hvað snert-
ir steingervingaflóru Islands. Röksemdafærsla Guð-
mundar er því í einföldum dráttum á þá leið að a) Heer
hafi sagt að öll „arktiska" flóran, og Island sérstaklega,
sé frá míósen og nokkuð einsleit b) nú sé sannað út frá
skeljalögum o.fl. að þessi flóra í Bretlandi, Grænlandi
og Svalbarða sé frá eósen. Þar af leiði c) að sú íslenska
hljóti að vera frá eósen. Chaney (1940), Wager (1947),
Barth (1950), LaMotte (1952) og fleiri virðast á svip-
aðan hátt fylgjaröksemdum Hawkes (1938) um eósen-
paleósen aldur landsins. Lindquist (1947) lítur að vísu
á birki frá Hreðavatni sem míósen, en treystir þar á
Þorvald Thoroddsen og virðist ókunnugur yngri rit-
um um steingervinga Islands og nágrannalanda. Tyr-
rell (1949) lagði mikla áherslu á „the geological and
petrological unity of the great Thulean igneous re-
gion“, og þorðu fáir eftir þetta að halda fram míósen
aldri fyrirelstaíslenskasurtarbrandinn. SigurðurÞór-
arinsson (1954) segir til dæmis:... „Gert er ráð fyrir
því, sem teljamá að stappi nærri vissu, að elzti blágrýt-
isgrunnur landsins sé svipaðs aldurs og elzta blágrýtið
á Austur-Grænlandi og Norðvestur-Skotlandi, en það
er ... 60-70 milljón ára gamalt." Svipað sjónarmið
kemur fram í minningargrein Sigurðar um Jóhann-
es Áskelsson 1961, hjá Richey (1961) og hjá Walker
(1964): „The oldest lavas are believed to be upwards
of 50 million years old..."
Trausti Einarsson segir á einum stað (1963a) að
elsta aðgengilega berg á Islandi sé „probably Eocene
or possibly Uppermost Cretaceous“. Hinsvegar var
hann vantrúaður á fyrri tilvist samhangandi basalt-
flæmis milli Bretlands og Grænlands (Trausti Einars-
son 1961), þar eð hvarf þess mundi ekki samræmast
niðurstöðum þyngdarsviðsmælinga. Trausti tók við
ýmis tækifæri undir skoðun Hawkes um langan rof-
tíma, en síðar hefur komið í ljós, að lyfting og rof á
Islandi getur gerst mun hraðar en hefur orðið almennt
í Evrópu. Eflaust á veðurfarið töluverðan þátt í rofinu,
en þó einnig það að við veðrun eða ummyndun verða
fljótlega til leirsteindir í berginu hér, sem valda þenslu
í því og sprungum (Douglas 1981).
ÞÁTTUR FRJÓKORNARANNS ÓKNA Á
ÍSLENSKUM JARÐLÖGUM 1946-66
Um 1840 varð H.R. Göppert sá, sem fyrr var nefnd-
ur, einn þeirra fyrstu til að skoða steingerð frjókom frá
Tertíertímabilinu (Hölder 1989, bls. 187), en slíkar
rannsóknir komust þó ekki verulega á skrið fyrr en um
1920.
Jóhannes Áskelsson, jarðfræðingur og kennari við
M.R., kynnti sér frjórannsóknir er hann dvaldist í
Glasgow 1944-45. Þegar Jóhannes (1946a) sagði frá
fyrstu athugunum sínum á steingerðum frjókornum og
gróum, taldi hann sum þeirra gefa vísbendingu um
eósen aldur Brjánslækjarlaganna. Hann (1946b) birti
mynd af vínviðarblaði frá nýjum fundarstað við Selár-
dal í Arnarfirði, og átti blaðið einnig að benda til þess
(með hliðsjón m.a. af rannsóknum í Alaska), að stein-
gervingarnir þar væru eósen að aldri. Á sjötta ára-
tugnum birti hann í Náttúrufræðingnum fleiri myndir
54 JÖKULL, No. 42, 1992