Jökull


Jökull - 01.12.1992, Side 70

Jökull - 01.12.1992, Side 70
2-4 föðmum á breidd og 30-40 faðma djúp, og efri barmurinn miklu hærri en hinn neðri. Var við því búið að vjer yrðum að snúa aftur, nema ef vjer freistuðum að fara yfir á örmjórri og þunnri nýfennisbrú, er lá á einum stað yfir hana og var það ráðið. Fyrir ofan gjá þessa tóku við margar aðrar, en yfir flestar þeirra lágu gamlar jökulbrýr, er virtust traustlegri en hin fyrsta. Fyrir sumar varð gengið eða hlaupið yfir. Nú var jökulgnúpurinn einn eftir, en áður en vjer kæmumst alla leið upp á hann, komum vjer að afar djúpri og breiðri jökulgjá, er lá á ská langt ofan í jökulinn að vestan. Urðum vjer að ganga fyrir hana, og var það hinn síðasti farartálmi. Gjár þessar í gnúpnum hugðum vjer svo til komn- ar, að undirværi hamartindur, er jökullinnhefði hlaðist utan á, en er hlánaði á sumrin og vatnið sigi í gaddinn, spryngi jökullinn frá hamrastöllunum. Virtist oss gjá þessi öllu dýpst af þeim, er vjer sáum í fellinu og mik- ilfenglegust. Það var stundu fyrir nón, er vjer komum upp. Var þar köld suðvestan kylja, enda fraus á pollum í jöklinum þegar um nónbil, en undir fellinu er vjer komum ofan um miðaftansbil, var þó enn hlýr vindur og lofthitimikill (12°C.). Eptir stöðu loftþyngdarmæl- isins vorum vjer nú hjer um bil 6,400 fet [= 2006 m] yfir sjávarmáli, en undir fellinu 2,600 fet [= 873 m]. ÚTSÝNIAF TINDINUM Utsýni þaðan er afar vítt og tröllslegt. Allur Vatna- jökull, vestan fyrir Kistufell að norðan og Öræfajökul að sunnan, lá sem undir fótum vorum. Taka hvergi fjöll eða tindar upp úr honum, nema til brúnanna. Fyrir austan Kverkfjöll að norðan og Öræfajökul að sunnan, myndast lægð í jökulinn, er nær alla leið að suðvestan og norðaustur undir Snæfell. Má hjer fyrir því hafa verið mikið hjerað (Breiðamerkurhjerað) til forna, að jökullinn er mjög lágur, enda taka hvergi fjöll upp úr honum, nema Breiðamerkurfjall og lítið fell suður af Snæfelli, norðan til í jöklinum, sem þó sjaldan mun autt. Má skoða dæld þessa sem áframhald af Fljótsdalshjeraði,þótt falljökull sje nú búinn að fylla hana í sjó fram. Austan við jökullægð þessa tekur við jökulþak- in fjallaþyrping, sem jökulvötn Hornafjarðar og Lóns hafa víst mest aðrennsli úr, og mun austur- og norð- austurhluti Breiðamerkurjökuls þaðan kominn,en suð- vesturhlutinn úr Oræfajökli. Þannig mun smám saman hafa kreppt að hjeraðinu, að austan og vestan, en eigi norðan svo mjög, unz vetrargaddurinn hefir eigi náð að þiðna að sumrinu fyrir jökulkuldanum. Ur suðurhluta lægðarinnar hafa jökulvötn Breiða- merkursands aðrennsli, en Lagarfljót og Jökulsá á Brú að norðan. Jökulsá á Fjöllum hefir eigi aðrennsli aust- ar en úr jökulbungunni suður af Kverkfjöllum, en þar virtist oss Vatnajökul bera hæzt, og jökulbunguna suð- ur af Kistufelli, næst Öræfajökli. Til sjávar sjest suður af, kringum Hrollaugseyjar. Að öðru leyti sjest glöggt yfir báðar Múlasýslur og nokkurn hluta Þingeyjarsýslu. Skemst er útsýni vestur af, því að bæði felur Ódáðahraun sýn og Vatnajökull suður af Kistufelli og Kverkfjöllum. GRASAFRÆÐIATH U GANIR Þessi grös fundum vjer hæst frá sjó í fellinu, 4000 fet [1254m]: jöklasóley (Ranunculus glacialis), gæsa- blóm (Draba hirta) [þ.e. hagavorblóm], músareyra (Cerastium alpinum), steinbrjót (Saxifraga stellar- is) [þ.e. stjömusteinbrjót], æruprís (Veronica arvens- is) [þ.e. fjalladeplu], geldingahnapp (Statice), ving- ul (Festuca vivipara) [þ.e. blávingul], fjallapunt (Aira alpina), og litla gula blómjurt, er vjer þekktum eigi [líklega fjallavorblóm?], auk ýmissa mosategunda. 1000 fetum [um 300 m] ofar hurfu síðustu lífsmerki náttúrunnar; það var mosategund ein, er óx á stein- um, 2 þuml. há og greinótt mjög; hugðum vjer það helzt vera Lichen rangiferinus (tröllagrös?) [líklega Neurophogon sulphureus, sem nú kallast tröllskegg, runnkennd skóf sem vex á steinum á fjallatindum]. ÝMISLEGT Ymislegt smávegis er rangt í uppdrætti Islands, viðvíkjandi Fljótsdals- og Jökuldalsöræfum; þannig er t.d. enginn háls milli Vatnajökuls og Snæfells, heldur sljettir sandar og smáfell, er heita Þjófahnúkar. Það er annars einkennilegt, hversu mörg fell eru í kringum Snæfell. Vjer töldum um 20, og stendur Snæfellið í miðri þyrpingunni, sem móðir í bamahóp. Flest eru að suðvestan og norðaustan, færri að vestan og norðan, og ekkert að suðaustan, enda fellur Jök- ulsá í Fljótsdal mjög nærri fellinu þeim megin, eptir sljettum eyrum. Er hún þar afar breið yfirferðar, vegna 68 JÖKULL, No. 42, 1992
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.