Jökull


Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 106

Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 106
Næst síðasti kafli bókarinnar er um samskipti mis- munandi menningarhópa. Sjónarhomið er félags- fræðilegt, fremur en mannfræðilegteins og í fyrri kafla um eðli menningar. Mörg dæmi eru nefnd eftir því sem tilefni gefst. Þessi kafli er holl lesning þar sem samskipti milli ólíkra menningarhópa eru meiri nú en áður. Síðasti kaflinn er um skipulag í Danmörku. Þama er rakin þróun skipulagslöggjafar og er umfjöllunin oft afar nákvæm. Greint er frá rétti almennra borgara til þess að hafa áhrif á skipulag bæja en hins veg- ar gagnrýnt að almenningur hafi ekkert að segja um umfangsmiklar skipulagstillögur eins og stóru brúar- byggingamar yfir dönsku sundin. Bókin er í heild falleg og aðlaðandi. Mikið er um skýringamyndir, ljósmyndir og töflur, oftast í lit. Myndir og töflur eru fléttaðar inn í textann þar sem við á og hvergi koma fyrir síður án myndefnis. Flest- ar skýringamyndanna eru góðar, læsilegar og segja samtímis mikið s.s. "bananakortið" (bls. 219), sem sýnir kjarna- og jaðarsvæði Evrópu. Sumar myndir eru óþarflega flóknar, svo sem mynd um markaðskerfi EB varðandi kaup og sölu á landbúnaðarvörum (bls. 203). Að mínu mati er gengið fulllangt fram í því að nýta möguleika tækninnar við uppsetningu. Textinn er afmarkaður með ramma og það á einnig við um kaflaheiti og sömuleiðis um myndir, töflur og skýring- ar. Þessi innrömmun er algjör óþarfi, frekar til lýta og stundum ruglandi. I lok bókarinnar eru heimildir skráðar eftir köflum og aftast er svo atriðaorðaskrá. Landafræðinni eru gerð skil á um 300 bls. Það er alltaf matsatriði hvernig efni er raðað upp, ekki síst þegar um svo fjölbreytt svið er að ræða. Galli er að markmið bókarinnar eru ekki skýrt skilgreind í inn- gangskafla, en höfundar hafa greinilega ætlað að hrífa lesandann rakleitt inn í þetta spennandi fag með dæmi sínu frá Filippseyjum um samspil náttúru og samfé- lags. Það tekst. Þá er eðlilegt að hafa kafla um sögu landafræðinnarfremst. Kaflarnir um eðlisræna landa- fræði eru oft á tíðum fullnákvæmir. I þeim er mikið af upplýsingum sem hægt er að nýta, t.d. í verkefnavinnu. Kostur þessara kafla er að gagnkvæm tengsl manns og náttúru skipa verulegan sess í umfjölluninni. Þá er mikill kostur að raunveruleg dæmi víða að úr heimin- um eru dregin fram, sem gerir það að verkum að text- inn verður líflegur. Það er dálítið furðulegt að sérstakir kaflar séu alfarið um Danmörku án þess að þeir teng- ist sambærilegri umfjöllun um heiminn. Það á t.d. við um landmótun frá lokum tertíertíma, í sérstökum kafla um Danmörku. Kaflamir um mannvistarlanda- fræðina eru skemmtilegir aflestrar en uppröðun á efni hefði getað verið betri. Að mínu mati hefði kaflinn um lýðfræði mátt vera fremstur kaflanna um mann- vistarlandafræði og síðan kaflinn um menningar- og félagstengsl. I þessum köflum sakna ég umfjöllun- ar um trúarbrögð og tungumál. Kaflinn um danskt atvinnulíf kemur á milli þeirra, nánast eins og skratt- inn úr sauðarleggnum. Þá er sérkennilegt að kaflinn um bæi og borgir skuli koma á undan kaflanum um ríkar og fátækar þjóðir. Bæjakaflinn hefði átt heima síðar í bókinni. I köflunum um mannvistarlandafræði kemur fram mikil gagnrýni á vestræn ríki fyrir ofríki og virðingarleysi við framandi menningu og umhverfi. Þá eru vestræn ríki einnig gagnrýnd fyrir pólitíska og efnahagslega stjórnun og þátt þeirra í auðlindaþurrð í þróunarlöndum. Dæmi frá ýmsum svæðum glæða bókina lífi og gera umfjöllunina raunverulegri. Höf- undarnir eru margir og er þar kannski að leita skýringa á ósamræmi í efnistökum mismunandi kafla. Það er ánægjulegt að sjá bók um landafræði fyr- ir framhaldsskólanema skrifaða af Norðurlandabúum. Sjónarhornið er því tekið frá Evrópu og gjaman horft á heiminn þaðan en jafnframt er litið á ástand mála í heiminum frá sjónarhóli minnihlutahópa og fjarlægra menningarsamfélaga. Eins og sagt er aftan á bókarkápu er bókin m.a. ætl- uð framhaldsskólanemum. Það hvarflaði að mér hvort bókin væri ekki fullítarleg fyrir framhaldsskólanema. Textinn er þó oftast það lipur og lifandi að lesturinn verður auðveldur. Það fer vart hjá því að maður horfi með öfundaraugum til danskra stúdentsefna sem hafa aðgang að svo skemmtilegri bók á eigin tungu, ekki síst þegar maður hugsar til þeirrar bókaþurrðar sem er í landafræði á nánast öllum skólastigum hér á landi. Það væri tvímælalaust lyftistöng fyrir landafræðina að eiga hliðstæðabók á íslensku sniðna að okkar þörfum. Guðrún Gísladóttir, Háskóla Islands. 104 JÖKULL, No. 42, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.