Jökull


Jökull - 01.12.1992, Side 86

Jökull - 01.12.1992, Side 86
í ána gegnum sprungur á jöklinum fast við fjallið. Það gæti bent til þess að áin færi bráðlega að renna meðfram jökli á þeirri leið. Mjög mikið vatn hefur safnast í lónið í Veðurárdal í nóvember og desemberbyrjun. Höfðu jakar sem sátu eftir ekki sést svo ofarlega í hlíðum núna síðustu árin. Við Jökulsá er lítil breyting frá í fyrra nema nú er vatnið milli lands og jökuls mun breiðara en í fyrra. Það hefur brotnað niður af jöklinum en ekki eyðst af landi á mælingastað.“ Og verður því ekki mælt á þeim stað í bili með venjulegum hætti. Brókarjökull - Það er ljóst af athugun á myndum sem teknar voru af Brókarjökli að mistök hafa orðið við mælinguna 1990. Þar hefur verið vantalið um 50 m og hefur jökullinn hopað um 7 m 1989-1990 en ekki gengið fram. Heinabergsjökull - Nokkrum vandkvæðum er bundið að mæla yfir lónið sem liggur fyrir öllum sporði jökulsins. Til þess er notaður hornamælir og er erfitt að finna blett á jökulþilinu sem gott er að miða á úr tveim stöðum. Kemur þetta fram í ónákvæmri mæl- ingu. Nú var mælt á eystri merkjunum í fyrsta sinn síðan á sjöunda áratugnum. Eyjólfur Guðmundsson segir í athugasemdum á mælingablaði: „Samanburður milli áranna ’90 og ’91 er ekki að fullu mögulegur þar sem ekki var mælt í sama punkt í jökulþilinu...“ Breytingartalan, 170 m framskrið, verður því ekki færð í töfluna hér að aftan vegna óvissu. Fláajökull - Hér var mælt á merkjum nr. 148 og 149 í fyrsta sinn síðan 1972. Staðan er svipuð og þá en eftir er að ganga úr skugga um hvað hafi gerst í millitíðinni. SUMMARY GLACIER VARIATIONS 1930-1960,1960-1990, and 1990-1991 In late summer and fall 1991 glacier variations were recorded at 42 locations, 9 tongues showed ad- vance, 2 were stationary and 24 retreated. Five of the visited stations were not accessible because of snow, rivers or lagoons. The summer of 1991 was a warm one with ample ablation over most of the glaciers. On top of that the renown volcano Hekla spread a thin ash layer over the central part of the country increasing the snow melt- ing considerably making this summer ablation excep- tional. The greatest single event this year was the surge of Skeiðarárjökull during the summer and early win- ter (Fig. 1). Close to 1000 km2 of the glacier were affected. Still the terminus only advanced 1 km at the middle. Measurements at the bench marks, which are located towards the flanks of the terminus for practical reasons, showed less than half a kilometer advance. Errata Error in last year’s report: Brókarjökull should be -7 m but not +43 m. 84 JÖKULL, No. 42, 1992
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.