Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 96
PALL SVEINSSON OG KOTLUFORIN
Páll Sveinsson fæddist 9. apríl, 1878 að Kálfa-
felli í Fljótshveríi. Hann var sonur Sveins Eiríkssonar
prests á Kálfafelli, síðast í Asum í Skaftártungu og
Guðríðar Pálsdóttur. Páll varð stúdent í Reykjavík árið
1900, með fyrstu einkunn og nam síðan málfræði, lat-
ínu, frönsku, þýsku og fleiri tungumál við Háskólann
í Kaupmannahöfn en lauk ekki námi vegna heilsu-
brests. Páll var kennari við Menntaskólann í Reykja-
vík á árunum 1913 til 1940 og yfirkennari frá 1927.
Hann skrifaði fjölda ritgerða sem birtust í blöðum og
tímaritum og var langt kominn með fransk-íslenska
orðabók þegar hann lést, 5. janúar, 1951. Ritgerð hans
um Kötluferðinabirtist í Morgunblaðinu 24.-25. októ-
ber 1919 og í bókinni Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar
hennar, 1930.
Kötluför er hér endurútgefin, eins og hún birt-
ist í bókinni, Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar,
1930, án þess að breyta orðalagi eða stafsetningu á
nokkum hátt. Við bættum þó inn yfirlitskorti af svæð-
inu til þess að auðvelda lesendum Jökuls að fylgjast
með ferð þeirra félaga.
Ritgerð Páls um ferðalag þeirra félaga, inn í
Kötlukrika og þaðan upp í Kötlugjá er merk heim-
ild um hvemig umhorfs var á eldstöðvunum tæpu ári
eftir gosið 1918. Páll getur þess í inngangi að sér
finnist það ámælisvert að ekki skuli neinar jarðfræði-
rannsóknirhafa verið gerðar á gosstöðvunum, en hann
lýsir svo skilmerkilega því sem fyrir augu bar að segja
má að ritgerðin nýtist eldfjallafræðingum nú ekkert
síður en ef hún hefði verið skrifuð af jarðfræðingi.
Eins og segir í ritgerðinni, lögðu þeir til upp-
göngu á jökulinn við upptök Leirár. Ölduhryggurinn
að Sandfelli sem þeir tala um að hlaupið hafi „soðið á“
er líklegast jökulgarðurinn framan við Höfðabrekku-
jökul, 10-20 m hár. Þeir félagar gengu til suðvesturs
(í útsuður) og voru um 3 klst. upp á Eystri-Kötlukoll
(1310 m y.s.). Eftir að hafa fengið sér kaffi og dáðst
að útsýninu ákváðu þeir að ganga í átt að Háubungu
(1480 m y.s.) sem er um 8 km suðvestur af Eystri-
Kötlukolli. Þeir mátu fjarlægðina þangað „á aðra
danska mílu“ en ein dönsk míla er 7532,48 m. A
milli Háubungu og Kötlukolls sáu þeir mikla hring-
laga lægð eða slakka í jöklinum, sem var um 7.5 km í
þvermál. Samkvæmt lýsingum þeirra var Kötlulægð-
in girt hamrabeltum sem af má marka að jökullinn
hefur verið mun þynnri eftir gosið en nú er. Nú sést
ekki í berg í Háubungu og einungis einn bergnaggur
stendur upp úr Eystri Kötlukolli. Af Eystri-Kötlukolli
gengu þeir fyrst niður í útnorðurbotn (norðvesturbotn)
slakkans til þess að svipast um eftir Kötlugígnum og
skoðuðu þar mikla jökulgjá sem kolmórautt vatn rann
eftir, á sléttum sandi. Páll telur jökulgjána ná í gegn-
um jökulinn en svo var nú ekki þar sem jökullinn er
nú 400-500 m þykkur á þessum stað í dag en gjáin
var einungis 20-25 m djúp. Páll og félagar fóru út að
upptökum vestara jökulhlaupsins (vestan Hafurseyjar)
og þaðan yfir í landsuðurbotn (suðausturbotn) dalsins
(slakkans) þaðan sem þeir telja að eystra jökulhlaup-
ið (austan Hafurseyjar) hafi farið. Hér mun einhver
áttavilla vera a ferðinni því þeir hljóta að halda til
norðausturs til þess að ná aftur á slóðina frá því um
morguninn.
Athyglisvert er að Páll talar um að jökulhlaupið
hafi verið tvískipt, komið niður af jöklinum á tveim
stöðum, í Kötlukrika og vestan Hafurseyjar og hafi
síðan dreift sér um sandinn, sem bendir til þess að lítið
sem ekkert hafi komið undan miðbiki Höfðabrekku-
jökulsins.
Ritstjórar.
HEIMILDIR
Olafur Þ. Kristjánsson, Kennaratal á Islandi, II. bindi,
bls. 56-57, Reykjavík 1965.
94 JÖKULL, No. 42, 1992