Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 96

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 96
PALL SVEINSSON OG KOTLUFORIN Páll Sveinsson fæddist 9. apríl, 1878 að Kálfa- felli í Fljótshveríi. Hann var sonur Sveins Eiríkssonar prests á Kálfafelli, síðast í Asum í Skaftártungu og Guðríðar Pálsdóttur. Páll varð stúdent í Reykjavík árið 1900, með fyrstu einkunn og nam síðan málfræði, lat- ínu, frönsku, þýsku og fleiri tungumál við Háskólann í Kaupmannahöfn en lauk ekki námi vegna heilsu- brests. Páll var kennari við Menntaskólann í Reykja- vík á árunum 1913 til 1940 og yfirkennari frá 1927. Hann skrifaði fjölda ritgerða sem birtust í blöðum og tímaritum og var langt kominn með fransk-íslenska orðabók þegar hann lést, 5. janúar, 1951. Ritgerð hans um Kötluferðinabirtist í Morgunblaðinu 24.-25. októ- ber 1919 og í bókinni Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar, 1930. Kötluför er hér endurútgefin, eins og hún birt- ist í bókinni, Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar, 1930, án þess að breyta orðalagi eða stafsetningu á nokkum hátt. Við bættum þó inn yfirlitskorti af svæð- inu til þess að auðvelda lesendum Jökuls að fylgjast með ferð þeirra félaga. Ritgerð Páls um ferðalag þeirra félaga, inn í Kötlukrika og þaðan upp í Kötlugjá er merk heim- ild um hvemig umhorfs var á eldstöðvunum tæpu ári eftir gosið 1918. Páll getur þess í inngangi að sér finnist það ámælisvert að ekki skuli neinar jarðfræði- rannsóknirhafa verið gerðar á gosstöðvunum, en hann lýsir svo skilmerkilega því sem fyrir augu bar að segja má að ritgerðin nýtist eldfjallafræðingum nú ekkert síður en ef hún hefði verið skrifuð af jarðfræðingi. Eins og segir í ritgerðinni, lögðu þeir til upp- göngu á jökulinn við upptök Leirár. Ölduhryggurinn að Sandfelli sem þeir tala um að hlaupið hafi „soðið á“ er líklegast jökulgarðurinn framan við Höfðabrekku- jökul, 10-20 m hár. Þeir félagar gengu til suðvesturs (í útsuður) og voru um 3 klst. upp á Eystri-Kötlukoll (1310 m y.s.). Eftir að hafa fengið sér kaffi og dáðst að útsýninu ákváðu þeir að ganga í átt að Háubungu (1480 m y.s.) sem er um 8 km suðvestur af Eystri- Kötlukolli. Þeir mátu fjarlægðina þangað „á aðra danska mílu“ en ein dönsk míla er 7532,48 m. A milli Háubungu og Kötlukolls sáu þeir mikla hring- laga lægð eða slakka í jöklinum, sem var um 7.5 km í þvermál. Samkvæmt lýsingum þeirra var Kötlulægð- in girt hamrabeltum sem af má marka að jökullinn hefur verið mun þynnri eftir gosið en nú er. Nú sést ekki í berg í Háubungu og einungis einn bergnaggur stendur upp úr Eystri Kötlukolli. Af Eystri-Kötlukolli gengu þeir fyrst niður í útnorðurbotn (norðvesturbotn) slakkans til þess að svipast um eftir Kötlugígnum og skoðuðu þar mikla jökulgjá sem kolmórautt vatn rann eftir, á sléttum sandi. Páll telur jökulgjána ná í gegn- um jökulinn en svo var nú ekki þar sem jökullinn er nú 400-500 m þykkur á þessum stað í dag en gjáin var einungis 20-25 m djúp. Páll og félagar fóru út að upptökum vestara jökulhlaupsins (vestan Hafurseyjar) og þaðan yfir í landsuðurbotn (suðausturbotn) dalsins (slakkans) þaðan sem þeir telja að eystra jökulhlaup- ið (austan Hafurseyjar) hafi farið. Hér mun einhver áttavilla vera a ferðinni því þeir hljóta að halda til norðausturs til þess að ná aftur á slóðina frá því um morguninn. Athyglisvert er að Páll talar um að jökulhlaupið hafi verið tvískipt, komið niður af jöklinum á tveim stöðum, í Kötlukrika og vestan Hafurseyjar og hafi síðan dreift sér um sandinn, sem bendir til þess að lítið sem ekkert hafi komið undan miðbiki Höfðabrekku- jökulsins. Ritstjórar. HEIMILDIR Olafur Þ. Kristjánsson, Kennaratal á Islandi, II. bindi, bls. 56-57, Reykjavík 1965. 94 JÖKULL, No. 42, 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.