Jökull


Jökull - 01.12.1992, Side 57

Jökull - 01.12.1992, Side 57
af steingervingum plantna, einkum frá Brjánslæk, en þar er ekki tekið fram neitt ákveðið um aldur þeirra. Jóhannes mun hafa átt stóra ritgerð um surtarbrandinn í smíðum 1961, er hann lést. M. Schwarzbach, prófessor í Köln, hóf rannsókn- ir á steingervingum á Islandi með ferð hingað 1954. Fyrsta grein hans um þær (Schwarzbach 1955) er að mestu yfirlit yfir fyrri niðurstöður annarra og veður- farssögu landsins; þar telur höfundur svo mikla óvissu ríkjandi almennt í aldursákvörðunum plöntuleifa, að aðeins megi segja að elstu steingervingar á landinu til- heyri „álterem Tertiár“, þ.e. tímanum frá eósen til og með míósen. I kverinu Geologenfahrten in Island segir þó Schwarzbach (1956a, 1964) í kafla um Brjánslæk: „Die Schichten werden heute ins Alttertiár gestellt...“ og nefnir töluna 50 milljón ár, en þá var Tertiertíma- bilið talið hafa hafist fyrir um 60 milljón árum. I grein hans (1956b) um steingervinga við Hreðavatn er kafli éftir H.D. Pflug, þar sem frjókorn frá Hreð- avatni „sicherlich ins Alttertiár gehören“. Pflug hafði þá þegar skrifað eftirtektarverðar ritgerðir um smáflóru Tertíer-bfúnkolamyndana í Evrópu, og hlutu menn að taka mark á skoðunum hans. Pflug (1956) ritar grein um frjókorn og gró frá Tröllatungu þar sem hann tel- ur Tröllatungulögin vera yngri en Svalbarða, en samt mjög svipuð og því eósen að aldri. Þessar rannsóknir og athuganir á smásæju efni frá Botni í Súgandafirði, Tindum á Skarðsströnd, og Húsa- víkurkleif voru svo teknar saman í viðamiklu yfirliti Pflugs (1959) og allt sagt vera „Tief-alttertiár“. Frá Gerpi hafði hann einnig aflað sér frjókorna, sem að vísu voru fullfá og of mikið koluð til öruggrar grein- ingar, en virtust síst yngri en hin. Aætlaði hann fyrir þau aldurinn „höchste Kreide bis tiefes Tertiár“. Þessi hái aldur Gerpis gat samrýmst þeirri skoðun sumra (sjá t.d. Tómas Tryggvason 1957) að Austfirðir og Suðausturland væru eldri en Vestfirðir, svo sem vegna þess að fyrmefndu landshlutarnir eru meira ummynd- aðir og rofnir, og þar er jarðhiti útkulnaður. Minna var tekið eftir niðurstöðum Meyer og Pirrit (1957) frá Glasgow: Pirrit hafði náð í surtarbrandssýni * Tungufelli á Eskifjarðarheiði í hrakningaferð 1952, og greindi Meyer í því frjókom og kísilþörunga. Töld- ust honum þau benda til plíósen aldurs. Sömuleiðis Mynd 8. Frjókomfrá Tröllatungu. Úr Manum (1962, Plate XX, stækkun um 1000-föld). — Microscope photographs of Icelandic pollen grains,from Manum (1962). greindi Schultz (1967) frjókom úr Glerárdal og taldi þau vera frá plíósen. Hafa þeir verið á réttara róli en Pflug og Jóhannes Askelsson. Manum (1962) rannsakaði ítarlega mikið af kola- sýnum frá Svalbarða, Vestur-Grænlandi og Ellesmere- eyju, og frjógreindi um leið nokkur ný sýni frá Brjáns- læk og Tröllatungu (8. mynd). Manum (bls. 114) telur íslensku sýnin líklegayngri en hin, en þau voru of fá til þess að hann væri viss í sinni sök. Honum virtist sem Pflug hafi í ýmsum tilfellum talið til upprunalegs útlits íslensku frjókomannaatriði, sem í raun stafi af saman- bögglun þeirra í jarðlaginu eða skemmdum af völdum örvera. Það sem Pflug greindi sem „altertúmliche... Normapolles“ telur Manum til dæmis vera illa varð- veitt frjókom skyld birki (betuloid). I bókarkafla um fornveðurfar við N-Atlantshaf leiðir Schwarzbach (1963) hjá sér að nefna ákveðinn aldur fyrir elstu íslensku flóruna, en nefnir að frjókom séu heppilegri til aldursgreininga en stærri plöntuhlut- ar. í sömu bók (svo og í grein það ár - sjá enskt ágrip hennar) tekur Trausti Einarsson (1963a,b) skorinort upp ályktun Pflugs (1959), þótt Trausti hafi rétt áður (1962, bls. 173-176) sjálfur bent á ósamræmið milli niðurstaðna Pflugs og Meyers og Pirrit á Austurlandi, JÖKULL,No. 42, 1992 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.