Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 58

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 58
Mynd 9. Blað af lárviði (Sassafras) frá Brjánslæk, úr Friedrich (1966). — Miocene fossil leaffrom Brjáns- lœkur (Friedrich 1966). og varað við því að nota flóruna til aldursgreininga. Friedrich (1966) gerði síðan nýja úttekt á Brjáns- lækjarlögunum í doktorsritgerð sinni, bæði stórsæjum plöntuleifum (9. mynd) og frjókomum, gróum og þör- ungum. Hann ályktaði að flóran þar væri yngri en á Spitzbergen og Grænlandi, þótt hvorki væri hægt að mæla gegn því að hún sé frá míósen né því að hún sé frá eldri hlutatertíer. Þorleifur Einarsson hafði um svipað leyti uppi efasemdir (t.d. í viðtali í Vísi, 25. feb. 1967) um það að landið væri myndað snemma á tertíer, sem hann rökstuddi með því að vissar trjátegundir vanti í surtarbrandsflóruna hér (sbr. fyrri tilvitnun í Nathorst 1888b). ALDURSGREININGAR MEÐ GEISLA- VIRKNIAÐFERÐUM OG ÞÖRUNGUM Aldursgreiningar á bergi með mælingum á geisla- virkum efnum komu fyrst til sögunnar 1907. Þær urðu ekki nákvæmar fyrr en þrem áratugum seinna, þegar massagreinirinn hafði verið fundinn upp, en fljótlega mátti áætla út frá þeim að Tertíertímabilið hefði hafist fyrir um 60 milljónum ára (Barrell 1917). Geislavirknimælingar höfðu þó ekki veruleg áhrif á tímatal steingervinga frá tertíer fyrr en með tilkomu nothæfra Rb-Sr og K-Ar aðferða upp úr 1955. Aðeins er í sumum tilfellum hægt að aldursgreina setin sjálf, til dæmis ef í þeim er fersk gosaska. Oftast verður að láta sér nægja að mæla aldur gosbergs undir eða ofan á setinu, og beita svo ýmsum óbeinum aðferðum til þess að ákvarða lengd tímabilsins þar á milli. Ann- ar möguleiki er að aldursmæla ummyndunarsteindina glauconit, sem oft kemur fyrir í seti og hefur reynst gefa þolanlega öruggan aldur. A síðustu árum hafa mikil gögn um tegundaþróun kalk- og kísilþörunga safnast við boranir í set úthaf- anna, og hafa þeir í vaxandi mæli verið nýttir til þess að tengja milli sniða og skilgreina hin ýmsu skeið Tertíertímabilsins (sjá Wolfe 1981; Jenkins o.fl. 1985; BoulterogManum 1989). Nefnamá, að plíósentíminn hefur styst verulega í báða enda og nær nú aðeins yfir bilið frá ca. 2-5.5 millj. ára, í stað 1-11 millj. ára áð- ur (Holmes 1959). Sömu setlagarannsóknir hafa veitt mun skýrari svör um almenna hitafarsþróun á jörðinni en rannsóknir á landi gátu gert. RUGLINGUR Ýmislegt, sem ekki er hægt að rekja hér í smáat- riðum, varð til þess að rugla umræðu um heimskauta- og Bretlandsflóruna. Eitt var það að ýmsar úttekt- ir höfðu verið gerðar á tertíer-plöntusteingervingum í Alaska, og samanburði þeirra við önnur svæði, áður en menn fundu þar dýraleifar til öruggari aldursgrein- inga (MacNeil o.fl. 1961). Jarðfræði þessa fylkis er auk þess einstaklega flókin; frá 1970 (D.L. Jones o.fl. tilv. í Axelrod 1984) hefur orðið ljóst að smábútar af suðurhluta Alaska og vesturströnd Kanada hafa í raun myndast mun sunnar en borist á núverandi staði með landreki á mismunandi tímum. Annað vandamál var sú fullyrðing skoska jarð- fræðingsins Simpson (1961, fyrst tilvitnuð af Eyles (1952), sbr. einnig Richey (1961)) að frjókornaflóra skosku basaltsvæðanna benti til míósen eða yngri ald- urs. Þetta vandamál leystist þó 1962-63 með nýjum rannsóknum. Þriðja vandamálið var mikil dreifing niðurstaðna úr fyrstu geislavirkni-aldursmælingum af 56 JÖKULL, No. 42, 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.