Jökull


Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 77

Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 77
2- mynd. Vatnsrit af tveim Skaftárhlaupum eftir sírita- blöðum úr vatnshæðarmæli nr. 166 við Sveinstind. Hydrographfrom two dijferent jökulhlaups in river Skaftá. 1988 eða fyrr. Samkvæmt upplýsingum frá Ingibjörgu Kaldal og Elsu G. Vilmundardóttur var óvenju mikið 1 Köldukvísl 9. og 18. ágúst 1988, sunnan við Syðri- Hágöngu, mjög frábrugðið því sem var sumarið áður. Ain var þá grænmórauð og af henni lagði jöklafýlu, en ekki mjög megna. Samkvæmt flugmyndum frá 19. og 31. júlí 1989 er Hamarslón orðið að smálóni í krikanum milli Hamarsins og Sylgjujökuls og önnur smátjöm er við jaðar Köldukvíslarjökuls. Hins vegar en Hvítalón nýhlaupið 19. júlí 1989 og jakar að bráðna hér og þar á lónbotninum. Samkvæmt Helga Bjömssyni má ætla, að vatn hlaupi undan litlum sigkatli vestan við Skaftárkatla niður í Köldukvísl. SKAFTÁRSIGKATLAR; SKAFTÁ Skaftárhlaup fara sjaldnast fram hjá landsmönnum °g venjulega er mikið frá þeim greint í fréttum. Þau e>ga sér uppruna á a.m.k. tveim mismunandi stöðum í Aatnajökli. Annars vegar er hlaup, sem á upptök sín um 10 km NV af Grímsvötnum, en upptök hins eru Um 5 km vestar. Á hvorum tveggja þessara staða er háhitasvæði undir jöklinum, sem bræðir ísinn, og safn- ast vatnið fyrir uns það hleypur fram í Skaftá. Mikil jöklafýla fylgir öllum hlaupunum í Skaftá. Talsverð- ur stærðarmunur er á hlaupunum eftir því frá hvorum staðnum þau eru ættuð. Minni hlaupin, sem eru úr vestari katlinum, ná hámarki á 1-2 dögum og fjara út á u.þ.b. viku. Þau gera yfirleitt engan óskunda og eru stundum svo smá að þau komast ekki í fréttir. Hlaup- in úr eystri katlinum teppa nær undantekningalaust veginn um brúna yfir að bænum Skaftárdal og líka Fjallabaksleið inn í Eldgjá. Það tekur þau einnig 1-2 daga að ná hámarki, og vaxa þau því miklu hraðar en þau fyrmefndu þar sem þau eru miklu stærri. Þessi stærri hlaup fjara hins vegar út á aðeins 3 dögum og verða línurit hlaupanna úr eystri sigkatlinum og þeim vestari því afar mismunandi eins og glöggt sést á 2. mynd. Nærri liggur að tvö og hálft ár hafi liðið á milli hlaupa frá hvorum stað undanfarin 20 ár þannig að Skaftárhlaup koma að jafnaði á rúmlega eins árs fresti. Hlaup hafa komið í Skaftá á öllum tímum árs nema síðla vetrar. Hlaupið í ágúst 1984 er hið mesta sem komið hefur í Skaftá síðan þau hófust upp úr 1950. Með Skaftárhlaupinu í nóvember 1986 varð smá- eldgos í katlinum að því er Helgi Björnsson telur. Hann sá, úr flugvél 30. nóvember, gosstrók koma upp úr lægðinni og áberandi geil þvert yfir hana ólíkt því sem áður hafði sést. Páll Einarsson taldi einnig að óróahviður á jarðskjálftamælum bentu til eldgoss þama á meðan á hlaupinu stóð (Helgi Björnsson og Páll Einarsson 1990). Ekki bendir stærð hlaups eða breytingar á tíðni hlaupa til þess að þama hafi neitt óvenjulegt verið á ferð. Sömuleiðis var magn aurburð- ar í hlaupvatninu ekki frábrugðið hinum fyrri hlaupum. Tafla 1. Skaftárhlaup árin 1984-1988 Uppruni dags. ár hámarks- rennsli (m3/s) hlaup- vatn G1 E-ketill 19.9.-25.9. 1984 1540 330 V-ketill 10.7.-16.7. 1986 300 81 E-ketill 28.11.-3.12. 1986 1360 227 V-ketill 22.8.-31.8. 1988 413 111 GRÆNALÓN; SÚLA Hlaup úr Grænalóni mega heita árviss þótt ekki hafi orðið vart neins hlaups árið 1985. JÖKULL, No. 42, 1992 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.