Jökull - 01.12.1992, Side 14
lopt upp, jeg ætla 100-200 fet, og máski nokkru meira
stundum. Gosið gengur að kalla jafnt og stöðugt, en
lækkar annað veifið í sumum gígunum, en espast þá
í öðrum um leið. Optast eru eldgosin áköfust fyrstu
dægrin, en síðan smá dregur af þeim; stundum detta
þau furðu fijótt niður. Mun það vera af því að hóla-
kambamir við gígana springa fram og falla ofan í þá
og kæfa gosið í bráðina. Til þessa má sjá merki á stöku
stöðum“.
Ofangreindar lýsingar gefa ótvírætt til kynna ann-
an gang í Sveinagjárgosunum en við áttum að venjast
í Kröflueldum, þar sem gosvirknin dróst saman án
þess að taka sig upp annars staðar. Áberandi er hversu
virknin hleypur til eftir allri gjánni í gosunum í mars,
1875. Mest gaus í norðanverðri Sveinagjá.
Kröflueldar og Sveinagjárgosin eiga það sam-
merkt að í þeim skiptast á tímabil gliðnunar með inn-
skotavirkni og eldgos. Gliðnunartímabilið var þó mun
lengra í Kröflueldum, rúmlega 4 ár en einungis um
4 mánuðir í Sveinagjárgosunum. Því miður er ekki
hægt að bera saman gliðnunina í þessum umbrota-
hrinum þar sem gliðnun Sveinagjár er ekki þekkt.
Þó bendir ýmislegt til að þar hafi síst gengið minna
á en í Kröflueldum sem bendir aftur til þess að at-
burðarásin í Sveinagjárgosunum hafi verið hraðari en
í Kröflueldum. Heildarrúmmál hrauna er svipað í báð-
um eldsumbrotahrinunum sem bendir einnig til hraðari
atburðarásar í Sveinagjárgosunum, en ekki endilega
meiri kvikuframleiðslu.
Þó að hugmyndir um lárétta kvikuflutninga hafi
ekki fengist staðfestar fyrr en í Kröflueldum þá voru
menn sem fylgdust með Sveinagjárgosunum þegar
famir að spá í samband á milli eldstöðva og töldu
„að ein eldæð hafi legið í jörðu niðri milli hvorra
tveggja aðaleldstöðvanna, allt sunnan úr Dyngjufjöll-
um og norður á Mývatnsöræfi", (Anonymous, 1876a).
Á árunum 1921-1933 urðu nokkur eldgos um-
hverfis og í Öskjuvatni, einnig sunnan í Dyngjufjöll-
um. Ekki er vitað um neina jarðskjálfta í tengslum við
þessi gos. Þó skjálftar upp undir4 stig á Richterkvarða
hafi orðið í Dyngjufjöllum á þessum tíma þurfa þeir
ekki að hafa fundist í byggð. Jarðskjálftamælir var
settur upp í Reykjavík 1925, en ekki er hægt að styðjast
við einn mæli til þess að ákvarða staðsetningu skjálfta.
Síðasta gos í Öskju hófst 26. október, 1961. Vik-
umar á undan höfðu menn orðið varir við aukinn jarð-
hita í Öskju. Samhliða mældust nokkrir jarðskjálftar,
2.8-4.0 stig á Richterskvarða, en enginn þeirra fannst
í byggð. Þrír jarðskjálftamælar voru í gangi á þessum
árum, íReykjavík, Vík í Mýrdal og á Akureyri. Stærsti
skjálftinn kom um leið og gosið braust út, kl 11:56,26.
október. Mjög lítil skjálftavirkni fylgdi sjálfu gosinu
(Mynd 2) en því lauk í desember sama ár (Sigurður
Þórarinsson, 1963).
Ekki var öll sagan úti enn, þó hætt væri að gjósa í
Öskju. Jarðskjálftavirkni í Öskju jókst til muna 1962,
og áberandi voru tvær stuttar skjálftahrinur, 30. janúar
og 12. júní það ár. Hinn 30. janúar bárust þær frétt-
ir úr Mývatnssveit, að mikinn gosmökk legði upp úr
Öskju. Daginn eftir fór Sigurður Þórarinsson ásamt
fleirum í könnunarflug yfir eldstöðvamar og fullyrti
hann að ekki hafi verið um gosmökk að ræða, heldur
uppstreymi lofts og myndun skýjabólstra af veðurfars-
legum ástæðum. Athyglisvert er að Mývetningar sjá
„gosmökk“ sama dag og skjálftahrina, stærri en sú sem
fylgdi októbergosinu, verður í Öskju. Líklega hefur
grunn innskotavirkni valdið skjálftahrinunni og senni-
legast hefur „gosmökkurinn“ stafað frá aukinni jarð-
hitavirkni í kjölfar hennar. Skjálftahrinan stóð mjög
stutt og gæti gos hafa gert það líka og því engin um-
merki sést næsta dag, þegar flogið er yfir Öskju.
Mikil jarðskjálftahrina varð í Öskju 12.júní 1962.
Sjötíu jarðskjálftar eru skráðir þann dag, sá stærsti 4.2
stig á Richterskvarða. Þegar farið var inn í Öskju í
júnílok, virtist þar hafa orðið einhver sprenging, og
nýr leirhver, allsprækur, kraumaði þar og þeytti upp
smágjallmolum öðru hverju (Sigurður Þórarinsson,
1963). Einnig hafði myndast sprunga frá Öskjuvatni
og norður eftir austurvegg Öskju neðarlega. Austur-
veggur sprungunnar var sums staðar hálfum metra
hærri en vesturveggur og í Öskjuvatni hafði lækkað
um næstum 3 metra. Allt bendir þetta til innskota-
virkni innan öskjunnar á þessum tíma.
Eldsumbrotin í Öskju og Sveinagjá 1874-1876,
1921-1933 og 1961-1962, eru hvert með sínu sniði
og segja má að atburðarás í slíkum umbrotahrinum
ráðist af spennuástandi gosbeltisins hverju sinni og
kvikuþrýstingi í rótum eldstöðva.
12 JÖKULL, No. 42, 1992