Jökull


Jökull - 01.12.1992, Síða 84

Jökull - 01.12.1992, Síða 84
góðu sumri: „Jökull og snjóskaflar leystust meira í sumar en oft áður og var það snjóléttum vetri að þakka og góðu sumri.“ NORÐ URLANDSJÖKLAR Hálsjökull - Þórir Haraldsson lýsir ferð sinni að jökulsporði á mælingablaði og segir m.a.: „Jökul- sporðurinn ofan merkisins er þver og skýr en svo- lítil tunga nær neðar við austurjaðar jökulsins. Þessi hjöðnun kemur ekki á óvart, því að nú fór saman snjó- lítill vetur og gott sumar.“ LANGJÖKULL J'ökulkrókur - I þetta sinn mældi Theódór Theó- dórsson Langjökul aðeins í Jökulkróki við Þjófadali. Þar hefur ekki verið mælt síðan 1985. Theódór lýs- ir aðstæðum svona: „Jaðarinn er sem fyrr sléttur, en nokkuð brattur. Vel sést á nýjan hnjúk koma upp úr ísnum 1-2 km frá jaðri og sunnan mælilínu. Smávörð- ur, gulmálaðar settar í 50 og 100 m frá merki nr. 2. Um 4 klst. gangur er að merkjum frá Þröskuldi, þar sem vegur endar, og til baka aftur.“ HOFSJÖKULL A Lambahrauni - Enn er snjóskafl á jaðri jökulsins og meiri en í fyrra þrátt fyrir einmuna leysingu. I bréíi með mælingablaði segir Bragi Skúlason: „Allt frá því fyrst var komið í Ingólfsskála í sumar og þar til í haust hefur verið óvenju mikið vatn í austustu kvísl Vestari- Jökulsár (Skálkvísl) og oft fundist brennisteinsfnykur af henni. Þann 1/9 þegar ég var þama á ferð var mjög lítið vatn í kvísl þeirri sem fellur undan jökli rétt vestan við mælistað innan við Lambahraun, en aftur á móti mikið vatn í Skálakvísl þannig að vatn til hennar hefur komið fram vestur undir Krókafelli. í sama skipti var mjög lítið vatn í Miðkvíslum. Viku seinna var ég þama aftur á ferð. Var þá nokkru minna vatn í Skálakvísl en Miðkvísl alveg þurr. Eg hef verið þarna á ferð flest haust síðan 1975 og minnist þess ekki að Miðkvísl hafi verið vatnslaus fyrr heldur hið gagnstæða, oftar meira vatn þar en í Skálakvísl einkum hin síðari ár nema e.t.v. s.l. haust.“ Sátujökull- A mælingablaði Braga segir: „Mælt er að efri bakka vatnsfarvegs. Þar fyrir ofan er jökullinn mjög sand- og malarorpinn. Vatnsrásir virðast víða ná í gegn um jökulísinn. Þetta svæði er ca. 170 m. Þar fyrir ofan er jökullinn ósprunginn og sléttur og virðist sífellt vera að lækka.“ Nauthagajökull-Leifur Jónsson segir á mælinga- blaði: „Vestan við miðjan jökul hefur löngum verið lítill íshellir og runnið úr honum lítil lækjarspræna. Þessi hellir hefur stækkað hundraðfalt. Lækurinn er sem fyrr en farvegur hans er nú sem eftir stórfljót, sem sennilegast hefur beljað fram í sumar. Kamburinn á jöklinum er mjög sprunginn austan til;“ MúlajökuU - Leifur segir um Múlajökul S: „Margra ára áfok og aska eru komin upp á yflrborð jökulsins og ásjóna hans því mjög blökk, en að öðru leyti slétt og felld. Múlamir eru með þurrasta móti.“ MÝRDALSJÖKULL Sólheimajökull - Valur Jóhannesson getur þess á mælingablöðum að jökullin sé sleiktur að framan og mikið aurborinn, en sléttari að ofan en undanfarin ár. A Jökulhaus hefur hann skilið eftir mórenu 15 m framan við þessa árs mælingu. VATNAJÖKULL Síðujökull - Mæling á eystri línunni náðist ekki vegna þess að merkið næst jökli hafði horfið í vatna- vöxtum. Jökullinn er sem fyrr tiltölulega flatur og sléttur. Skeiðarárjökull - Eyjólfur Hannesson á Núpsstað fór fyrir miðjan júní að merkjum við vestanverðan jök- ulinn er fréttist af gangi í honum og sá þá að hann hafði ekkert hreyfst eða bólgnað þar. I septemberlok var jök- ullinn ekkert farinn að færast fram en við hefðbundna haustmælingu um miðjan október stóð jaðarinn um hálfum km framar en haustið áður og var þá á fleygi ferð. Bragi Þórarinsson gerði sér auka ferð í júní á mæl- ingastaði við austanverðan jökulinn vegnaframhlaups- ins. Þá hafði hann skriðið fram um 100 m á vestasta merkinu af þrem en staðið kyrr á því austasta sem er skammt frá útfalli Skeiðarár. I haustvitjun Braga hafði jökullinnenn skriðið fram en samt farinn að hopa sem sást af fremstu görðunum sem hann hafði rutt upp. Guðjón Benediktsson í Freysnesi í Öræfum var fenginn af Vegagerð ríkisins til að mæla vikulega á 82 JÖKULL, No. 42, 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.