Jökull - 01.12.1992, Síða 85
Mynd. 1. Jaðar Skeiðarárjökuls hlaup-
inn fram í lón við röndina sem áður var
nærri hálfan km frá jaðrinum. Mynd-
in er tekin 25. september 1991. - The
terminus of Skeiðarárjökull has surged
into a small lake which was halfa ki-
lometer from the glacier in May 1991.
Ljósm/Photo Oddur Sigurðsson.
merkjum JÖRFÍ í júní, júlí og ágúst og auk þess
fimm merkjum vestar með jökuljaðrinum. Mest skreið
Jökullinn fram um miðjuna og þar vestan við (sjá 1.
mynd). Síðan mælingar hófust hefur vesturhluti jað-
ars Skeiðarárjökuls færst miklu meira fram og aftur en
austurhlutinn.
ÖRÆFAJÖKULL
Svínafells-, Virkis- og Falljökull - í bréh Guð-
'augs Gunnarssonar segir að jöklarnir „.hafa heldur
minnkað nema Svínafellsjökull hefur heldur skriðið
fram, meðal annars lokað fyrir vatn sem runnið hefur í
Svínafellsáog veldur það bæði vega- og landskemmd-
um. Virkis- og Falljökull hafa minnkað meira en mæl-
mgin segir til um. Á Virkisjökli er brúnin á kafi í aur
°g sandi og ekki nein skil á hvar jökullinn endar.“
Kvíár-, Hrútár-, Fjalls- og Breiðamerkurjökull V
~ Flosi Bjömsson á Kvískerjum skrifar: „Jöklar hér
hafa hopað þó nokkuð þetta hlýja og löngum sólríka
sumar, sérstaklega Breiðamerkurjökull.
Svo virðisteinnig að sólbráð hafi orðið með mesta
móti á hájöklum hér, að því er virðist mun meiri en
verið hefur um langt skeið.
Tekið skal fram um Kvíárjökul, að hann hefur ver-
greinilega lækkandi innantil, og reyndar víst ltka
langt fram eftir, en grjótjökullinn fremst þokast eitt-
hvað fram frá því sem hann var nú um mitt sumar, þó
innar sé en í fyrra sumar.
Hrútárjökull breytist lítið við Múlann og sömuleið-
is viðmælingastaðinn. Sprungumyndunþó tiltölulega
lítil framantil. Hinsvegar er austurhluti Hrútárjökuls
talsvert lækkandi.
Fjallsjökull virðist lækka víðast hvar.“
Á mælingablaði við Fjallsjökul næst Breiðamerk-
urfjalli segir Flosi: „Að þessu sinni var góð aðstaða til
að mæla á þessum stað, því Fjallsárkvíslin, sem þarna
hefur verið, var nærri þurr. Samanburðurinn við mæl-
inguna frá 1987 gæti ég trúað að væri vafasamari, og
þá þannig að munurinn væri ekki eins mikill og þama
kemur fram.“
VATNAJÖKULL
Breiðamerkurjökull — I bréfi Steins Þórhallssonar
með mælingablaði er þetta m.a.: „Við mælingastaðinn
við Fellsfjall er jaðar jökulsins nokkuð brattur, en ekki
mikið sprunginn. Áin kemur nú undan jöklinum fast
upp við klettavegginn en rennur svo undir jökulinn
aftur, og kemur undan honum um 300 m neðar. Frá
þeim stað sem áin kemurundan jökli og að svokölluðu
Illagili eru um 3 km. Á miðri leið þangað sést niður
JÖKULL, No. 42, 1992 83