Jökull


Jökull - 01.12.1992, Side 68

Jökull - 01.12.1992, Side 68
Mynd 1. Snæfell. Mynd/Photo. Oddur Sigurðsson, 1977 þriðjungur Snæfells er jökli hulinn, og skaga þaðan margir smá-falljöklar niður eftir hlíðunum. Athugaði ég einkum tvo þeirra, í N- og NNA-hlíðunum og sá hvemig þeir höfðu ekið lausagrjótinu fram fyrir sig, en höfðu nú hörfað dálítið til baka. Enn fremur tók ég þarna eftir einum hætti slíkra jökla til að auka á sig, en um það hef ég skrifað í jöklariti mínu.“ Þá segist Sveinn hafa séð allvel til jöklannaí suð- vestri, og gert teikningu af þeim, er bendir til að hann hafi komist á NV-öxlina, en teikningin virðist þó frem- ur vera gerð af hnjúkunum norðan við fjallið. Hann tekur síðan upp lýsingu Péturs Brynjólfssonar á austur- og norðausturbrún Vatnajökuls og öræfunum þar fyr- ir norðan og austan, sem er gagnmerk og fróðleg, og segist nú átta sig betur á henni eftir ferðina. „ÞAR FANNST MÉR MIKIÐ TIGNAR- LEGUR STAÐUR.“ Á seinni helmingi 19. aldar varmikil menningarleg vakning og framfarasókn í Fljótsdal, svo að slíks eru fá dæmi annars staðar á landinu. Eflaust hafa Fljótsdæl- ingar þá getað tekið undir með Stefáni frá Hvítadal, er hann orti: Langt til veggja heiðið hátt. Hugann eggja bröttu sporin. Hefði ég tveggja manna mátt mundi ég leggjast út á vorin. Þeim hefur sjálfsagt líka verið mikið í mun, að fá það staðfest, sem Sveinn Pálsson hélt fram, að Snæfell væri hæsta fjall landsins. Samkvæmt tiltækum heimildum var það Fljóts- dælingurinn Guðmundur Snorrason, er þá átti heima í Bessastaðagerði, sem fyrstur varð til að klífa Snæ- fellstind 1877. Ritaði hann stutta frásögu af ferðinni í blaðið Skuld á Eskifirði, 1. árgang (12-13), 3. nóv. 1877, sem hér fer á eftir: UPPl Á SNÆFELLI Herra ritstjóri! - Þann 13. Ágúst byrjaði ég ferð mína inn undir Snæfell, í þeirri von að ég mundi kom- ast upp á það. - Kl. 10 f. m. fór ég frá insta bæ í Fljótsdal; kl. 6 e. m. var ég kominn inn undir Snæfell, og kl. 8 1/4 var ég kominn upp á hæsta koll á því; það fanst mér mikið tignarlegur staður. Þar reisti ég upp stöng með íslenzku flaggi á. 66 JÖKULL, No. 42, 1992
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.