Jökull - 01.12.1992, Side 68
Mynd 1. Snæfell. Mynd/Photo. Oddur Sigurðsson, 1977
þriðjungur Snæfells er jökli hulinn, og skaga þaðan
margir smá-falljöklar niður eftir hlíðunum. Athugaði
ég einkum tvo þeirra, í N- og NNA-hlíðunum og sá
hvemig þeir höfðu ekið lausagrjótinu fram fyrir sig,
en höfðu nú hörfað dálítið til baka. Enn fremur tók ég
þarna eftir einum hætti slíkra jökla til að auka á sig, en
um það hef ég skrifað í jöklariti mínu.“
Þá segist Sveinn hafa séð allvel til jöklannaí suð-
vestri, og gert teikningu af þeim, er bendir til að hann
hafi komist á NV-öxlina, en teikningin virðist þó frem-
ur vera gerð af hnjúkunum norðan við fjallið. Hann
tekur síðan upp lýsingu Péturs Brynjólfssonar á austur-
og norðausturbrún Vatnajökuls og öræfunum þar fyr-
ir norðan og austan, sem er gagnmerk og fróðleg, og
segist nú átta sig betur á henni eftir ferðina.
„ÞAR FANNST MÉR MIKIÐ TIGNAR-
LEGUR STAÐUR.“
Á seinni helmingi 19. aldar varmikil menningarleg
vakning og framfarasókn í Fljótsdal, svo að slíks eru fá
dæmi annars staðar á landinu. Eflaust hafa Fljótsdæl-
ingar þá getað tekið undir með Stefáni frá Hvítadal, er
hann orti:
Langt til veggja heiðið hátt.
Hugann eggja bröttu sporin.
Hefði ég tveggja manna mátt
mundi ég leggjast út á vorin.
Þeim hefur sjálfsagt líka verið mikið í mun, að fá
það staðfest, sem Sveinn Pálsson hélt fram, að Snæfell
væri hæsta fjall landsins.
Samkvæmt tiltækum heimildum var það Fljóts-
dælingurinn Guðmundur Snorrason, er þá átti heima
í Bessastaðagerði, sem fyrstur varð til að klífa Snæ-
fellstind 1877. Ritaði hann stutta frásögu af ferðinni
í blaðið Skuld á Eskifirði, 1. árgang (12-13), 3. nóv.
1877, sem hér fer á eftir:
UPPl Á SNÆFELLI
Herra ritstjóri! - Þann 13. Ágúst byrjaði ég ferð
mína inn undir Snæfell, í þeirri von að ég mundi kom-
ast upp á það. - Kl. 10 f. m. fór ég frá insta bæ í
Fljótsdal; kl. 6 e. m. var ég kominn inn undir Snæfell,
og kl. 8 1/4 var ég kominn upp á hæsta koll á því; það
fanst mér mikið tignarlegur staður. Þar reisti ég upp
stöng með íslenzku flaggi á.
66 JÖKULL, No. 42, 1992