Jökull


Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 72

Jökull - 01.12.1992, Blaðsíða 72
ekki til þess að hafa séð sprungur íjöklinum. (Jennings 1952, telur þetta jökulfönn en ekki skriðjökul. Hins vegar getur eðli þessa „jökuls“ hafa breyst á tímabilinu 1880-1950). ÞÁTTUR SIGURÐAR GUNNARSSONAR Rétt er að geta þess, að um miðja 19. öld hafði séra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað ferðast víða um Miðhálendið, með Bimi Gunnlaugssyni, hinum þekkta mælingamanni og stjömumeistara. Höfðu birst eftir hann greinar í blöðum um þessar ferðir, og fáum árum áður (1876) hafði hann ritað greinaflokk „Um öræíi íslands" í Norðanfara, m.a. skemmtilega grein um víðsýnið á Vatnajökli, þar sem hann persónugerir jökulinn og kallar „Vatnar“ konung. Hins vegar kemur hvergi fram, að Sigurður hafi gengið á Snæfell, og er skýringunakannske að finna í eftirfarandi klausu, sem tekin er úr Vatnajökulsgrein hans: „Sá sem er staddur uppi á Vatnajökli, suðvestur af Kistufelli, beint inn af Trölladyngju, í skínanda sól- skini og heiðskýru veðri, og er áður kunnugur um Vestur-, Norður-, og Austurland, hann fær þaðan hið mesta og skemmtilegasta víðsýni, er nokkursstaðar er að fá hjer á landi af einni sjónarhæð; og að litast þá um þaðan, veitir svo stórgjört og tignarlegt víðsýni, að honum getur eigi liðið það úr minni þaðan í frá. Tindafell, Tungnafell, Trölladyngja og Dyngju- fjöll hin fremri, með Dyngjufjalladal, þessi nálægu fjöll sýnast hjeðan miklu lægri en endranær, eins og þau auðvirði sig og líti upp af fótskör fjallajötunsins Vatnars, hvað þá hin fjarlægari. Herðubreið, fjalladrottning Norðurlandsöræfanna, líturhátt upp til konungsins, en hann horfir yfir herðar henni. Honum virðist hann einnig líta ofan yfir Snæ- fell, inn af Fljótsdal, fjallatröll Austurlandsins. En það er falskurhugarburður. Er Vatnar líturyfir af jökli sín- um suðvestur af Kistufelli, þá er hann á affalli sinnar jökulborgar, en eigi á tindi hennar. Snæfell er varla lægra en það affall. Það er fjarlægðin sem vekur hroka í huga karls- ins, að hann sje hærra settur. En er hann litast um í fjarlægðinni og sjer þar í blámanum Homstranda- fjöll, Norðurlands- og Austurlandsfjöll, sem honum eru fjærst, þá hækkar brún á karli, því þau sýnast hon- um skríða sem grislingar á 4 fótum og gjóta sjónum inn til sinnar hátignar. Og þessi hroka tilfinning hans er ekki tómur hugarburður, af fjarlægð kominn, held- ur er það sannast mála, að hans borg er miklu hærri. Hann gýtur nú aðeins hægra auga á Snæfell, og virðir það fyrir sjer. Það er eina fjallið norðan megin, sem dregur lítið eitt úr hroka hans, því það gnæfir svo hátt og stendur á háum heiðum. Þá gætir hann þess, að fjallhryggur er inn af því, til hans borgar, svo það er áfast við hana. Þá hlær hugur karls og segir: Það er þá eitt útvígið minnar borgar, eitt hið tignarlegasta annað en Öræfajökull, þar sem Hnappur minn stendur ár og aldir og horfir til skipa 30-40 mílur á haf út, eins og úr einum hæsta vitaturni í heimi. Og nú verður karlinn kyrr og rór.“ Ætli Sigurður sé hér ekki að lýsa hugsunum sínum fremur en „Vatnars", og hafi fundist það lítið keppikefli að ganga á Snæfell, eftir að hafa litast um af svo mik- ilfenglegum stað. RANNSÓKN ÞORVALDS THORODDSEN 1894 Réttri öld eftir að Sveinn Pálsson skoðaði Snæ- fellssvæðið og freistaði uppgöngu á fjallið, kom þar annar merkur náttúrufræðingur, Þorvaldur Thorodd- sen. Hann kom sunnan úr Lóni, um Víðidal, þann 17. ágúst, og tjaldaði fyrstu nóttina á Eyjabökkum. Hélt síðan yfir Þóriseyjar upp við jökul, og segir þar víða illfært fyrir hesta og menn, enda voru þá aðeins liðin 4 ár frá því að Eyjabakkajökull (og Brúarjökull) höfðu sín mestu framhlaup, sem um getur á sögulegum tíma. Næstu nótt gisti Þorvaldur „við dálítinn læk, sem rennurniðurúrÞjófahnjúkuminnarlega. Vestasti hluti jökulsins, fyrir vestan Eyjafell, var alveg genginn fram af jökulöldum, og var töluverður gangur í honum. Alltaf heyrðust þaðan skruðningar og dynkir og stór- hlunkar, þegar við og við var að hrapa úr jökulhömr- unum, en við þetta bættist sífellt ómandi undiralda af ótal niðandi lækjum og fossum.“ Morguninn eftir, þann 19. ágúst, viðraði ekki til fjallgöngu: „ Um morguninn var þoka mikil á Snæ- felli og norðurfjöllum, útsunnanfar með regnskúrum á jökli, en norðaustanblástur hið neðra við Þjófahnjúka; suður um jökul og Þjófahnjúka var allvel bjart.“ Virðist þetta ekki hafa verið ósvipað og þegar Sveinn ætlaði 70 JÖKULL,No. 42, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.