Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 34
Vinje, T. E. 1982. The Drift Pattern of Sea Ice in
the Arctic with Particular Reference to the At-
lantic Approach. InRay, L., ed. TheArctic Ocean.
Macmillan Press Ltd. London and Basingstoke,
83-96.
Vowinckel, E. 1963. Ice Transport between Greenland
and Spitzbergen and Its Causes. Arctic Meteorol-
ogy Research Group, Dep. ofMeteorology, McGill
University, Publ. Met. 59.
Örtenblad, V. T. 1881. Om Sydgrönlands drifved. Bi-
hang till Kungliga Svenska Vetenskapsakademiens
förhandlingar 6(10), 3-34.
ÁGRIP
UPPRUNI REKAVIÐAR Á ÍSLANDI KANNAÐUR
MEÐ ÁRHRINGJAALD URSGREINING U
Við frá fjarlægum löndum rekur sífellt að strönd-
um landsins. Utbreiðsla hans er breytileg en segja
má að finna megi rekavið meðfram allri strandlengju
landsins. Viðurinn á uppruna að rekja til skógarsvæða
Rússlands og Síberíu. Arnar, sem renna frá skógar-
svæðum Rússlands, Síberíu, Kanada og Alaska bera
með sér mikið magn viðar út í Norður-íshafið. Fljótin
rjúfa árbakka sína þannig að viðurinn fellur í fljótin
og einnig tapast mikið magn timburs við fleytingar.
Fleytingar eiga sér aðeins stað í Rússlandi og Síberíu.
Þegar viðurinn nær hafinu frýs hann í hafís og berst
með ísnum til fjarlægra stranda. Stór hluti alls hafíss
í Norður-íshafi berst með hafstraumum inn í Norður-
Atlantshaf í gegnum Fram-Sund á milli Grænlands og
Svalbarða.
Samtals voru rannsökuð 343 sýni af rekavið sem
safnað var á þremur mismunandi stöðum á Islandi;
Ströndum, Langanesi og Reykjanesi. Einnig voru 25
sýni frá Scoresbysundi á Grænlandi könnuð. Sýnin
voru viðar- og árhringjaaldursgreindtil þess að kanna
uppruna þeirra.
Grundvöllur árhringjaaldursfræði er sá að breidd
árhringja í trjám er breytileg frá ári til árs og ræður þar
mestu um veðurfar og frjósemi jarðvegs. Tré af sömu
tegund og frá sama svæði mynda svipað árhringja-
mynstur fyrir sama vaxtartímabil. Aðferðin byggist á
að bera saman árhringjagildi sýnis s.s. rekaviðar sam-
an við árhringjagrunngildi frá skógarsvæðum sem um-
lykja t.d. Norður-íshaf.
Samtals voru 25% af greni og 5% af furu í rekviðn-
um aldursgreind með hjálp árhringjagrunngilda frá
Hvítahafs svæðinu í norður Rússlandi. Af furunni
voru 54% sýnanna nothæf í meðalárhringjalínurit sem
síðan var aldursgreint með hjálp grunngilda frá Yenis-
ey í Síberíu, sem er skammt frá einu stærsta skógar-
höggssvæði Rússa.
Nú á dögum er mestur hluti furu og grenis reka
sagað timbur frá skógarhöggssvæðum Rússlands og
Síberíu sem tapast hefur út í Norður-íshaf af völdum
fleytinga, en stór hluti lerkis í rekanum er af "náttúru-
legum" uppruna og hefur rofist úr bökkum fljótanna í
austur Sfberíu.
Rekaviður af Norður-Amerískum uppruna hefur
greinst í reka frá Grænlandi en ekki á íslandi þrátt
fyrir að margfalt fleiri sýni hafi verið könnuð þaðan.
Þetta leiðir líkum að því að ísinn sem berst suður með
Austur Grænlandsstraumnum, frá Fram-Sundi og inn
í Norður-Atlantshaf, sé að einhverju leyti af ólíkum
uppruna.
32 JÖKULL,No. 43, 1993