Jökull

Tölublað

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 88

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 88
FUNDIR Að loknum aðalfundarstörfum 25. febrúar sagði Jör- undur Guðmundsson frá skíðagönguferð um Öræfajökul og Vatnajökul og sýndi myndir. Vorfundur félagsins var síð- an haldinn 28. apríl. Þar hélt Björgvin Richardsson erindi um áhrif ofkælingar á mannslíkamann og að loknu kaffihléi sýndi hann myndband af framhlaupi Köldukvíslarjökuls. Á haustfundi 27. október flutti Helgi Bjömsson fyrir- lestur um niðurstöður nýlegra rannsókna á Breiðamerkur- jökli, sem unnar vom af Raunvísindastofnun, Vegagerð og Landsvirkjun í þeim tilgangi að fá fram kort af yfirborði og botni jökulsins svo að fram kæmi landslag undir honum og rennslisleiðir íss og vatns niður að jökulsporði og jökulán- um á Breiðamerkursandi. Af niðurstöðum vakti sérstaklega athygli að undir austasta hluta Breiðamerkuijökuls, upp af Jökulsárlóni, er land undir sjávarmáli í um 20 km langri rennu, 2-5 km breiðri. Á miðjum jöklinum, milli randanna frá Esjufjöllum og Mávabyggðum, er landhæð yfir sjávar- máli, en undir vesturhluta jökulsins skerast þröngir dalir inn að rótum Öræfajökuls. Á haustfundinum sýndu Vilhjálmur Freyr Jónsson og Magnús Bjömsson myndir frá vetrarferð- um á jeppum um hálendið og jökla. ÚTGÁFA JÖKULS Ritstjórar voru Helgi Bjömsson og Leó Kristjánsson, en Bryndís Brandsdóttir hafði umsjón með samantekt á ís- lensku efni. Umbrot á 41. og 42. árgangi Jökuls fer fram við Háskólaforlagið og hefur gengið afar hægt. Frá 14. júní 1993 leggst virðisaukaskatturað fullu á Jökul, eins og aðrar bækur og tímarit. Fram að því fæst skatturinn endurgreiddur og því verða bæði heftin að koma út á vormánuðum. FRÉTTABRÉF Oddur Sigurðsson, ritari félagsins, annaðist útgáfu Fréttabréfsins og kom það reglulega út. MYNDASAFNINGÓLFS ÍSÓLFSSONAR Á árinu bauðst félaginu að kaupa jöklamyndir Ingólfs ísólfssonar, sem varkunnurferðamaðurog ljósmyndari. Um er að ræða filmur og pappírsmyndir, sem teknar vom á ýms- um jöklum sunnanlands frá því um 1930 fram undir 1970 og ná þær því yfir allt tímabilið þegar jöklar hörfuðu hraðast á þessari öld. Myndimar em mikilvæg viðbót við myndasafn félagsins, sem nú er stefnt að því að flokka. SKÁLAMÁL Skálanefnd vann á árinu mikið verk að viðhaldi skála. Borið var utan á skálann í Kirkjubóli og hann lakkaður að innan og sett plexigler í gluggahlera. Ástand hans er mjög gott. I vorferð var gerð tilraun til þess að bera á Kverkfjalla- skálann, en vegna veðurs tókst eingöngu að bera á listana. Stefnt er að því að setja slitsterkt efni á gólf vegna þess hve mikill leir berst þar inn, smíða stærri pall við innganginn og setja plexígler í gluggahlera. Borið var á skálann á Goða- hnúkum. Nú er skálinn í mjög góðu lagi og ekki er þar vottur af raka eða fúkkalykt, þótt sum árin taki seint af honum snjó. Esjufjallaskálinn er í góðu ástandi og borið var á hann að utan. Breiðárskálann þarf að mála og ákveða hvort hann verður endumýjaður. Á Grímsfjalli vom skálamir fúavarðir í vorferðinni og dyttað var að ýmsu innanhúss. Nú er stefnt að því að hefjast handa við að reisa geymslu á Fjallinu og koma þar einnig upp salemi. Miklar endurbætur hafa ver- ið gerðar á gamla skálanum í Jöklulheimum. Öll klæðning ásamt innréttingu var fjarlægð og skálinn síðan einangraður með steinull og klæddur að innan með grenikrossviði. Nýtt gólf var lagt og lakkað og að utan var öll klæðning negld upp og þétt eftir föngum. I nýja skálanum var öll klæðning í lofti og veggjum forstofu fjarlægð og hún síðan einangmð með steinull og klædd á ný með grenikrossviði, sem á var borið fúavamarefni. Gluggar í skálanum vom lakkaðir og fúavöm borin á pallinn. Spmngur í skorsteini utan húss vom þéttar og síðan límdar á hann steinflögur líkt og gert hafði verið inni í skálanum. Þá er hefur verið unnið að hönnun á nýrri eldhúsinnréttingu í nýja skálann. Nokkrar umræður hafa verið um þörf á nýrri bílaskemmu í Jökulheimum. HÚSNÆÐISMÁL í REYKJAVÍK Húsnæðismál félagsins í Reykjavík em nú komin í gott lag með samningi við Ferðafélag Islands, undirrituðum 10. mars s.l. til ársloka 1994, um leigu á fundarherbergi og geymslu í Mörkinni 6 hér í Reykjavík. Geymslan í kjall- ara er 25 m2 og þar eru nú birgðir okkar af Jökli og ýmis gömul skjöl félagsins, svo sem ljósmyndir, gömul frímerki sem stimpluð vom í Grímsvötnum og fmmgögn um sporða- mælingar. I risi er fundarherbergið, sem við nýtum ásamt Islenska alpaklúbbnum og Ferðaklúbbnum 4x4. Auk þess höfum við aðgang að 60 manna sal með eldhúsi í risi hússins. Með þessu húsnæði getum við aukið félagsstarfið, hist hálfs- mánaðarlega yfir vetrarmánuðina og rætt þar fyrirhugaðar jöklaferðir, sýnt myndir úr ferðum, grúskað saman í gömlum skjölum og ljósmyndum af jöklum. Alexander Ingimarsson er fulltrúi félagsins í húsnefnd. 86 JÖKULL, No. 43, 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.12.1993)

Aðgerðir: