Jökull


Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 77

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 77
Mynd 1. Sprunga í jað- ar Múlajökuls vorið 1993 rétt eftir að hann hætti að skríða fram. — Crevasse in the terrninus of Múlajök- ull just after termination of surge. Íjósm/Photo Oddur Sigurðsson. ártalið 1975 er greypt í klöpp þar sem er smá varða rétt heiman við þennan haug.“ Guðfinnur setti upp tvö ný rör merkt JÖRFI199 og 200, það síðara nær jökli. Eru 620 m milli merkjanna. Leirufjarðarjökull - I bréfi Sólbergs Jónssonar er þetta: „Það gerði mikið hret eftirmiðjan ágúst og fennti þá mikið. Það var mjög slæmt veður næstu 4 helgar án þess að gefa norður, svo báturinn var tekinn upp og settur í hús. Eftir miðjan september gerði mjög góðan kafla, sem varði langt fram eftir október, en samt var hann ekki nógur til þess að snjó, sem kom í ágúst, tæki upp. Vetur var frekar snjóléttur og þegar ég kom norður í júní byrjun var farið að sjást í jökul. Þann 23. júní gerði mikið Jónsmessuhret, sem stóð í 3 daga, og fennti þá mjög mikið alveg niður í sjó. Þennan snjó tók ekki upp af jökli fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Lofthiti varð ekki í sumar og jökulá varð ekki mórauð. Sem sagt þetta var sumarið, sem ekki kom.“ NORÐURLANDSJÖKLAR Hálsjökull - Þórir Haraldsson segir frá 10. ferð sinni að Hálsjökli: „.... Nýsnævið sem er að stofni til síðan mánaðamótin ágúst/september hefur rýrnað svo að það lá aðeins yfir síðustu ca. 300 m að jöklinum. Hjarnskánin var á mörkunum að vera mannheld. Dýpt nýsnævis kom á óvart. Grafa þurfti 55-60 cm djúpar rásir til að finna jökulsporðinn...." HOFSJÖKULL Sátujökull - Á mælingablaði segir Bragi: „Það er að verða erfitt að ákvarða eiginlegan jökuljaðar, þar sem jökullinn er að hverfa af um 200 m svæði, þar sem nú er orðið aðallega möl og aur á yfirborði en glyttir í ís hér og hvar undir. Þar fyrir ofan er jökullinn sléttur og ósprunginn en bratti virðist hafa aukist ca. 3-400 m ofar.“ Nauthagajökull - Hér er ástand allt mjög svipað því sem var í fyrra. Múlajökull - Leifur Jónsson segir frá miklum gangi í Múlajökli: „Við mælingar ’90 og ’91 var jök- ullinn nánast sléttur orðinn eftir hlaupið ’ 86 og gengið yfir hann. Hann hafði hopað ár hvert svo sem vera ber eftir hlaup. Nú brá svo við að sá slétti jökull frá því í fyrra var að því er virtist allur í framskriði og mjög sprunginn (Mynd 1). Enginn garður var framan við og má skýrast af því að sporðurinn virtist mjög þunnur. Hjalli hefur myndast uppi í jöklinum og eru sprungur JÖKULL, No. 43, 1993 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.