Jökull


Jökull - 01.12.1993, Side 77

Jökull - 01.12.1993, Side 77
Mynd 1. Sprunga í jað- ar Múlajökuls vorið 1993 rétt eftir að hann hætti að skríða fram. — Crevasse in the terrninus of Múlajök- ull just after termination of surge. Íjósm/Photo Oddur Sigurðsson. ártalið 1975 er greypt í klöpp þar sem er smá varða rétt heiman við þennan haug.“ Guðfinnur setti upp tvö ný rör merkt JÖRFI199 og 200, það síðara nær jökli. Eru 620 m milli merkjanna. Leirufjarðarjökull - I bréfi Sólbergs Jónssonar er þetta: „Það gerði mikið hret eftirmiðjan ágúst og fennti þá mikið. Það var mjög slæmt veður næstu 4 helgar án þess að gefa norður, svo báturinn var tekinn upp og settur í hús. Eftir miðjan september gerði mjög góðan kafla, sem varði langt fram eftir október, en samt var hann ekki nógur til þess að snjó, sem kom í ágúst, tæki upp. Vetur var frekar snjóléttur og þegar ég kom norður í júní byrjun var farið að sjást í jökul. Þann 23. júní gerði mikið Jónsmessuhret, sem stóð í 3 daga, og fennti þá mjög mikið alveg niður í sjó. Þennan snjó tók ekki upp af jökli fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Lofthiti varð ekki í sumar og jökulá varð ekki mórauð. Sem sagt þetta var sumarið, sem ekki kom.“ NORÐURLANDSJÖKLAR Hálsjökull - Þórir Haraldsson segir frá 10. ferð sinni að Hálsjökli: „.... Nýsnævið sem er að stofni til síðan mánaðamótin ágúst/september hefur rýrnað svo að það lá aðeins yfir síðustu ca. 300 m að jöklinum. Hjarnskánin var á mörkunum að vera mannheld. Dýpt nýsnævis kom á óvart. Grafa þurfti 55-60 cm djúpar rásir til að finna jökulsporðinn...." HOFSJÖKULL Sátujökull - Á mælingablaði segir Bragi: „Það er að verða erfitt að ákvarða eiginlegan jökuljaðar, þar sem jökullinn er að hverfa af um 200 m svæði, þar sem nú er orðið aðallega möl og aur á yfirborði en glyttir í ís hér og hvar undir. Þar fyrir ofan er jökullinn sléttur og ósprunginn en bratti virðist hafa aukist ca. 3-400 m ofar.“ Nauthagajökull - Hér er ástand allt mjög svipað því sem var í fyrra. Múlajökull - Leifur Jónsson segir frá miklum gangi í Múlajökli: „Við mælingar ’90 og ’91 var jök- ullinn nánast sléttur orðinn eftir hlaupið ’ 86 og gengið yfir hann. Hann hafði hopað ár hvert svo sem vera ber eftir hlaup. Nú brá svo við að sá slétti jökull frá því í fyrra var að því er virtist allur í framskriði og mjög sprunginn (Mynd 1). Enginn garður var framan við og má skýrast af því að sporðurinn virtist mjög þunnur. Hjalli hefur myndast uppi í jöklinum og eru sprungur JÖKULL, No. 43, 1993 75

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.