Jökull


Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 48

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 48
Mynd 2. Segulsviðið táknað sem vektorstærð í rétt- hyrndu hnitkeríi. — The local geomagneticfield as a vector quantity in geographic coordinates. sem út kom árið 1600, lýsir Gilbert tilraunum sínum með kúlur úr seguljámsteini (1. mynd), sem sýndu að jörðin hegðaði sér eins og segulmögnuð kúla. Hér er rétt að útskýra nokkur hugtök. Sá eigin- leiki rúmsins, að þar skuli seglar leitast við að snúa í tiltekna átt, er nefndur segulsvið. A hverjum stað hefur sviðið bæði styrk (intensity) og stefnu, sjá 2. mynd. Stefnan er sú sem "norður"-endi segulnálar mundi vísa á, ef hún væri jafnþung í báða enda og snerist án allra hindrana. Styrk sviðsins má til dæmis mæla út frá sveiflutíma nálarinnar um þessa jafnvæg- isstöðu, en á seinni árum hafa komið til sögunnar mun fljótlegriog nákvæmari aðferðiríþví skyni. I staðþess að mæla halla (inclination, I) segulnálar, má mæla lóð- réttan og láréttan þátt sviðstyrksins sitt í hvoru lagi, og reikna hallastefnuna út úr þeim mælingum. Misvís- un (magnetic variation, declination, D) er hornið milli rétts norðurs (hánorðurs, true north) og segulnorðurs, sem er ofanvarp stefnu F á láréttan flöt. A 3. mynd sem er tekin upp úr franskri eðlisfræðikennslubókfyrir menntaskóla frá 1908, sést búnaður til þessara mæl- inga. Segulnál, sem er stödd í segulsviði jarðar á Mynd 3. Mælitæki frá því síðla á 19. öld til mælinga á misvísun og halla jarðsegulsviðsins. Nálarnar hafa truflandi áhrif hvor á aðra og þarf því að taka þær af til skiptis við mælingar. —A 19th century instrumentfor measuring geomagnetic declination and inclination. norðurhveli, verður fyrir mjög veikum nettó-krafti í norðurátt, en stefna þess krafts er ekki alveg sú sama og stefna sviðsins. Eftir 1600 urðu síðan stöðugar framfarir í smíði segulmælitækja og í kortlagningu á eiginleikum jarð- segulsviðsins, einkum misvísunarinnar á hinum ýmsu stöðum. Um 1635 leiddu þær mælingar í ljós hægfara breytingar á sviðinu, þannig að misvísunin í Lundún- um var að breytast um rúmlega gráðu á áratug. Ed- mund Halley, sá sem halastjarna er kennd við, birti umfangsmikil kort af misvísun á Norður- og Suður- Atlantshaíi 1701, en ekki virðist hann hafa gert nein- ar mælingar nálægt Islandi. Einnig var mældur halli sviðsins, sem reyndist breytilegur frá einum stað til annars á jörðunni. Daglegar hreyfingar segulnálar- innai' sáust fyrst um 1720, og um 1741 sáust sneggri hreyfingar, tengdarnorðurljósum. Umaldamótin 1800 hóf Alexander von Humboldt að mæla styrk sviðsins á ferðum sínum. Eftir var þá að skýra hvaða ástæður jörðin hefði til þess að vera segulmögnuð, og lögðu ýmsir þar hönd á 46 JÖKULL, No. 43, 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.