Jökull

Tölublað

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 74

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 74
SÍÐUJÖKULL Á FLUGFERÐ Oddur Sigurðsson, Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík í byrjun árs 1994 fréttist að mikið rask væri á Síðujökli. Yfirborð jökulsins var orðið mjög óslétt og sprungið. Þann 4. janúar varð gæslumaður vatnshæð- armælis í Djúpá í Fljótshverfi var við að nokkuð hafði vaxið í ánni og hún skyndilega orðið skolgrá. Var áð- ur á henni lítill litur sem vant er um jökulvatn að vetri. í fáein ár höfðu starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans fylgst með því að jökullinn herti á skriði sínu. Var búist við að jökullinn ryddist fram í jaðarinn fyrr en síðar, um 1 km eða svo, eins hann hafði gert bæði 1934 og 1963-64. Eflaust hefur þetta gerst oft áður en ekki eru til neinar sagnir af því. Þegar flogið var yfir jökulinn til athugunar 7. janú- ar 1994 leyndi sér ekki að lokaþáttur þessarar atburða- rásar var hafinn (sjá forsíðumynd). í hálfhring nokk- urn veginn samsíða fremsta jökul-jaðrinum hafði risið mikil bylgja um 70 m há sem færðist fram u.þ.b. 20 m á sólarhring. Ekki brotnaði jökulyfirborðið mikið við að bylgjast svona upp, en þar sem einhver ójafna var í undirlagi jökulsins kom fram missmíði á jökulyfir- borðinu og sprakk þá jafnan talsvert fyrir. A mynd- inni sést einn slíkur staður gjörla. Skammt upp af upptökum Djúpár hafði árin á undan komið upp jök- ulsker. Á þessu skeri braut nú jökullinn með græn- golandi lit í sárið. Framskriðsbylgjan virðist vera hindrun fyrir vatnsrennsli undir jöklinum þannig að neðan hennar kemur ekkert gruggugt vatn fram sem tengist þessu hraða skriði jökulsins. Grugguga vatnið hefur hér brotist út undan jaðrinum við enda bylgjunnar og nær sér fram í Djúpá þegar þessi mynd er tekin, enda áin orðin skolgrá í byggð 3 dögum áður. Mánuði seinna dökknaði svo liturinn á Hverfisfljóti og enn leið annar mánuður þar til gruggið náði sér fram í Brunná. Tæpir 2 mánuðir liðu þar til allur jaðar jökulsins var kominn á hreyfingu. Tæpum tveim mánuðum eft- ir það var framskriði að mestu lokið. Jökullinn átti þá eftir að sjatna mikið og hníga til, þótt þess gætti lít- ið við jaðarinn, en miklar breytingar urðu á yfirborði hans t.d. við Pálsfjall frá því síðla vetrar fram á haust. Jöklarannsóknafélagið hefur staðið fyrir mæling- um á sporði Síðujökuls síðan hann hljóp síðast fram 1964. Mælistaðimir eru tveir og báðir við upptök Brunnár. Á þessum þrem áratugum sem mælingarnar hafa staðið hopaði jökullinn annars vegar 1367 m og 1278 m hins vegar. Á þessum stöðum skreið hann nú fram um 1160 m og 1117 m. Bendir það til þess að jökullinn hafi ekki aukið rúmmál sitt á þessu 30 ára tímabili og jafnvel minnkað. Jökullinn sem þarna fór af stað með svona miklum gauragangi náði upp und- ir hlíðar Grímsfjalls að vestan. Hann er rúmlega 500 km2 að flatarmáli. THE RECENT SURGE OF SÍÐUJÖKULL In early January 1994, people noticed that Síðu- jökull, one of the outlet glaciers of SW-Vatnajökull, had suddenly started surging. A bulge, 70 m high, was observed to propagate at the speed of 20 m per day downglacier (see the coverpage). When the bul- ge reached the glacier front, Siðujökull started to advance and moved forward by about 1160 m, in less than 4 months. Síðujökull is known to surge with 30 years interval; previous surges being in 1934 and 1963- 1964. The glacier snout retreated 1367 m in 1964- 1993. The total area of the outlet is 500 km2. 72 JÖKULL,No.43,1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.12.1993)

Aðgerðir: